Fréttatíminn - 21.04.2011, Blaðsíða 39
Fimm fyrstu sumardagarnir
Te
ik
ni
ng
/H
ar
i
um. Króksfjarðartréð náði því að verða 500 ára gamalt, ef marka má
árhringina, áður en hraun rann yfir það og varðveitti til frambúðar.
Fleira fínt finnst í surtarbrandsnámum við Breiðafjörðinn norðan-
verðan og norður eftir Vestfjarðakjálkanum; steingerður hlynur og
álmur sem þar uxu fyrir einhverjum milljónum ára. Þá voru fáir til
að njóta blíðunnar, að minnsta kosti ekki tvífætlingar. Væri það ekki
nokkurra jökla virði að fá slíka sælutíð á ný, að minnsta kosti ef bara
er horft á hagsmuni okkar hér á norðurhjara?
Í slíkri blessaðri blíðu, með hvítvínsglas eða gylltan bjór í krús,
væri bærilegra að hlusta á umræðu um kvótann, forsetaræðið,
þjóðaratkvæðagreiðslur, kreppuna, verðbólguna, atvinnuleysið, Al-
þjóðagjaldeyrissjóðinn, kjaraviðræðurnar, Evrópusambandið, aðild
okkar, eða að minnsta kosti Vinstri grænna, að Líbíustríðinu, ösku-
tunnumælingarnar í Reykjavík, sameiningu skóla og bensínverðið,
svo ekki sé minnst á Icesave, að minnsta kosti ekki ógrátandi.
Kannski dytti engum
í hug að ræða þessi
leiðindi í kali-
fornísku veðri
við Faxaflóa og
nágrenni.
Sú sælutíð er
víst ekki fyrirsjá-
anleg, ef miðað
er við áðurnefnda
páskaspá. Við eigum
því ekki annarra kosta
völ en klæða okkur vel,
í úlpu, húfu og vettlinga,
þótt vetrinum sé formlega
lokið. Kreppan hangir enn
yfir okkur. Fyrir samnings-
lausan almúgann þýðir því lítið
að velta fyrir sér sólarlandaferð-
um. Grísaveisla, sangría og sjór,
senjórítur, sjóskíði og bjór verða
því að bíða um hríð, svo vitnað sé
til lofsöngs Þórhalls Sigurðssonar,
Ladda, til þess bílífis sem slíkum
ferðum fylgir.
Allt okkar viðhorf til tilverunnar
breytist hins vegar ef vorið lætur
sjá sig, þótt ekki sé nema einn dag.
Grillarar þessa lands láta þá ekki
á sér standa og borð veitingastað-
anna verða dregin út á gangstétt,
að minnsta kosti þar sem sæmilegt
skjól er.
Þetta reddast, er helsta viðkvæði
Íslendinga. Það hlýtur að gera það.
Hitinn fer áreiðanlega í einar sex gráð-
ur fyrir mánaðamótin, ef ekki sjö.
Gleðilega páska – og gleðilegt sumar!
Aðalfundur Íslandsstofu verður haldinn fimmtudaginn 28. apríl
kl. 16:00 í Salnum, Kópavogi.
Yfirskrift fundarins er Sækjum fram og verður sjónum einkum
beint að starfseminni sjálfri og stefnumótun stjórnarinnar. Auk
þess verður gerð grein fyrir viðamestu kynningarverkefnunum
sem unnið er að um þessar mundir á erlendum mörkuðum.
Dagskrá
Ávarp
Friðrik Pálsson, formaður stjórnar
Litið yfir árið
Jón Ásbergsson, framkvæmdastjóri
Fagráð Íslandsstofu
Formenn fagráðanna hafa orðið
Ábyrgar fiskveiðar
Guðný Káradóttir, markaðsstjóri
Inspired by Iceland
Inga Hlín Pálsdóttir, forstöðumaður
Bókasýningin í Frankfurt
Halldór Guðmundsson, verkefnisstjóri Sögueyjunnar Íslands,
heiðursgests Bókasýningarinnar í Frankfurt 2011
Meginþættir Íslandsstofu
Forstöðumenn hafa orðið
Að loknum framsöguerindum verða veitingar í boði Íslandsstofu.
Vinsamlega tilkynnið þátttöku í síma 511 4000,
með tölvupósti islandsstofa@islandsstofa.is
Aðalfundur
Íslandsstofu
Borgartúni 21 | 105 Reykjavík | Sími : 569 6900, 800 6969
www.ils.is
Lán og styrkir til tækninýjunga
og umbóta í byggingariðnaði
Umsóknarfrestur er til 20. maí 2011
Íbúðalánasjóður auglýsir til umsóknar lán og styrki til tækninýjunga og umbóta í
byggingariðnaði. Lán eða styrki má veita einstaklingum, fyrirtækjum og stofnunum
sem vinna að þróun tæknilegra aðferða og nýjunga sem leitt geta til lækkunar á
byggingarkostnaði og viðhaldskostnaði íbúðarhúsnæðis, styttri byggingartíma eða
stuðlað með öðrum hætti að aukinni hagkvæmni í byggingariðnaði.
Rafræn umsóknarblöð er að finna á vefsíðu Íbúðalánasjóðs, www.ils.is
Nánari upplýsingar veitir Helga Arngrímsdóttir hjá Íbúðalánasjóði
í síma 569 6900 og með tölvupósti helga@ils.is
Ný stjórnmálahreyfing
Hægri grænir, flokkur fólksins
vill beita sér fyrir því
að stórar banka- og við-
skiptasamsteypur verði
brotnar upp og seldar
til breiðari hóps: meiri
gæði, lægra vöruverð og
þjónusta í vistrænu sam-
keppnisumhverfi. Það
er ekki allt fengið með
stærðinni.
Haftalaus milliríkja-
viðskipti
Sjálfbærni er sú grein
grænna st jórnmála
sem flokkurinn leggur
meiri áherslu á heldur
en aðrar grænar stjórnmálastefn-
ur: bætt arðsemi með því að beita
náttúruvænum viðskiptamódelum.
Raunsæisstefna flokksins tekur mið
af mörgum umhverfisstefnum, svo
framarlega sem niðurstaðan er já-
kvæð og hagnýt fyrir þegna lands-
ins. Reglur sem spyrna gegn of-
veiði í hafinu eru lýsandi dæmi um
hvernig náttúruvæn viðskiptamódel
vernda fiskstofna svo að þeir geti
endurnýjað sig og arðbær veiði sé
möguleg fyrir framtíðarkynslóðir.
Niðurstaðan er sjálfbærar veiðar.
Þessi raunsæisstefna er stundum
kölluð blágræn hugmyndafræði,
en báðar þessar stefnur aðhyllast
umhverfisvæn haggildi. Raunveru-
lega geta bæði íhaldssamir nátt-
úruverndarsinnar og frjálslyndir
félagshyggjumenn sem
aðhyllast frjálst markaðs-
hagkerfi aðhyllst stefnu
flokksins um alhliða nátt-
úruvernd.
Flokkurinn ætlar að
beita sér sérstaklega í
málefnum kvenna, fjöl-
skyldunnar og heimil-
anna sem eru hornsteinn
samfélagsins. Náms-
mönnum, öryrkjum og
eldri borgurum verður
að sinna betur í íslensku
samfélagi. Ísland er góð-
ur f járfestingarkostur
fyrir Íslendinga og góð-
ur staður til að búa á í sátt og sam-
lyndi. Íslendingar þurfa að endur-
heimta hugrekki sitt til að takast
á við þann fjölda vandamála sem
steðja að þjóðinni. Við þurfum að
leysa úr læðingi hafsjó hugmynda
til nýsköpunar og vekja upp þann
kynngikraft sem blundar í þjóðar-
sálinni.
Flokkurinn vill byggja upp nátt-
úruvænt þekkingarþjóðfélag á Ís-
landi; sýna umhverfi og auðlindum
þjóðarinnar viðeigandi virðingu.
Einstaklingsfrelsi er lykillinn að
gæfu þjóðarinnar ásamt lágum
sköttum, friðsömum og haftalaus-
um milliríkjaviðskiptum, traustum
gjaldmiðli og frjálsri samkeppni
með sem minnstum ríkisafskipt-
um.
Guðmundur
Franklín Jónsson
formaður Hægri
grænna, flokks fólksins
Helgin 21.-24. apríl 2011