Fréttatíminn


Fréttatíminn - 21.04.2011, Blaðsíða 34

Fréttatíminn - 21.04.2011, Blaðsíða 34
Þ að hefur víst ekki farið fram hjá neinum að íslenskt samfélag er í miðri kreppu. Til að komast út úr henni veður að endurskipuleggja hvernig við verjum því fjármagni sem við höfum yfir að ráða og skera niður allt sem hægt er. Háskólaumhverfið hefur að sjálfsögðu ekki farið varhluta af þessum niðurskurði, sem leiðir svo til þess að bæði menntamálayfirvöld og háskólafólk neyðast til að endurhugsa alveg frá grunni hlutverk og skipulag háskólanna. Þetta þarf ekkert endilega að vera af hinu illa og í rauninni felast í kreppunni tækifæri. Ég held að enginn efist um það leng- ur að háskólasamfélagið gegnir lykil- hlutverki í endurreisn landsins og það er því augljóslega mjög mikilvægt að vel takist til í þessari endurskoðun. Líklega verður niðurstaðan sú að það séu of margir og litlir há- skólar í landinu og að þá þurfi að sameina. Hér þarf þó að stíga varlega til jarðar og gæta þess að sú jákvæða uppbygging, sem átt hefur sér stað víða, glatist ekki. Þess vegna þarf að leggja í ítarlega greiningu á kostum og göllum þeirra möguleika sem fyrir hendi eru áður en hafist er handa. Það er til dæmis ekkert endilega til bóta að sameina fjölmennar námsbrautir í mismunandi skólum til þess eins svo að endurtaka sömu námskeiðin kannski mörgum sinnum á sama staðnum. Betra væri að halda þeim fjölbreytileika sem mismunandi skólastofnanir gefa kost á. Persónulega er ég þó þeirrar skoðunar að þegar kemur að rannsóknum og námi tengdu þeim, verði ekki hjá því komist að stórauka samvinnu, einkum og sér í lagi á milli stóru stofnananna tveggja, HR og HÍ. Ég tel þó ekki endilega að það sé til góðs að sameina rannsóknir og framhaldsnám í einn skóla til að ná sem mestum samlegðaráhrifum. Ég held að það sé betra að halda stofnununum aðskildum en liðka til fyrir aukinni sam- vinnu bæði hvað varðar samnýtingu á námskeiðum og samstarf vísindamanna. Þannig mundi skapast þetta sambland af samvinnu og samkeppni sem er velþekkt erlendis frá. Í þessu felast tækifæri, ekki síst ef inn í þetta flétt- ast samvinna við stofnanir og fyrirtæki. Þetta leiðir hins vegar hugann að því hversu gríðarlegir ónýttir möguleikar felast í nýtingu Vatnsmýrarinnar til upp- byggingar slíkrar starfsemi en sú umræða er víst efni í annan pistil. 34 viðhorf Helgin 21.-24. apríl 2011 Austurströnd 3, 170 Seltjarnarnesi. Sími: 531 3300. ritstjórn@frettatiminn.is Ritstjóri: Jón Kaldal kaldal@frettatiminn.is Framkvæmda- stjóri: Teitur Jónasson teitur@frettatiminn.is Fréttastjóri: Óskar Hrafn Þorvaldsson oskar@frettatiminn.is Ritstjórnarfulltrúi: Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is. Auglýsingastjóri: Valdimar Birgisson valdimar@frettatiminn.is. Fréttatíminn er gefinn út af Morgundegi ehf. og er prentaður í 82.000 eintökum í Landsprenti. Eitt helsta markmið stjórnlaganefndar, sem Alþingi kaus í júní í fyrra og lauk störfum er stjórnlagaráð kom saman fyrr í þessum mánuði, var að vega á móti stuttum starfs- tíma stjórnlagaþings, nú stjórnlagaráðs, og vanda þannig undirbúning endurskoð- aðrar stjórnarskrár. Meðal þeirra atriða sem stjórnlaganefnd tók til umfjöllunar og gerir tillögur um til stjórnlagaráðs er hvernig styrkja megi lýðræðislega þátttöku og aðhald almennings gagnvart stofnunum ríkisins og auka heimildir til þjóðaratkvæða- greiðslu. Þetta er að vonum meðal þeirra grund- vallaratriða sem stjórnlagaráð mun fjalla um enda voru kröfur ríkar í þessa átt í kjölfar þess efnahags- og siðferðishruns sem varð hér á landi. Stjórnlaganefndin spyr sig einnig þeirrar mikilvægu spurningar – og leggur hana þar með fyrir stjórnlagaráð – hvort ástæða sé til að leggja til breytingar á stjórnskipu- legri stöðu forseta Íslands og persónulegum valdheimildum hans, meðal annars um synjun staðfestingar laga. Valdheimildir forsetans er eðlilegt að taka til endurskoðunar. Núverandi forseti hefur í þrígang neitað að skrifa undir lög frá Al- þingi, jafnvel þótt rúmlega tveir þriðju hlutar þings hafi samþykkt lögin eins og raunin var í nýjasta tilvikinu. Þótt ofmælt sé að hér hafi með þessu komist á forsetaræði í stað þing- ræðis er engu að síður komin upp staða sem verður að skýra. Eins og segir í skýrslu stjórnlaganefndar er íslensk stjórnskipan almennt talin reist á sjálfsákvörðunarrétti þjóðarinnar. Stjórnar- skrá lýðveldisins var borin undir atkvæði árið 1944 og hið sama gilti um sambands- lögin 1918. Ákvarðanir um þessar þjóðar- atkvæðagreiðslur endurspegla það viðhorf að „allt vald komi frá þjóðinni“ og að hún sé hinn endanlegi stjórnarskrárgjafi. Í stjórnarskrám annarra landa eru ýmis dæmi um að tiltekinn fjöldi geti krafist þjóðaratkvæðagreiðslu um ákveðin mál. Annar farvegur er að veita ákveðnu hlutfalli minnihluta þingmanna heimild til að leggja lög undir þjóðaratkvæði. Þegar litið er til þessara kosta er sá æskilegasti að ákveðinn hluti þjóðarinnar fái þetta vald í hendur. Sá kaleikur verði tekinn frá forsetanum, með breytingum á stjórnarskránni. Með sama hætti verður ekki séð að það sé stjórnar- fari til bóta eða stuðli að framgangi mála að ákveðinn minnihluti Alþingis geti krafist þjóðaratkvæðagreiðslu. Á það hefur verið bent að minnihluti þings geti misnotað slíka heimild með ýmsum hætti og gert meiri- hluta Alþingis erfitt fyrir að reka mál í þinginu. Þótt æskilegast sé að koma því á að ákveð- inn hluti kosningabærra manna geti krafist þjóðaratkvæðagreiðslu um tiltekin lög eða málefni sem varða almannahag, gengur valkostur stjórnlaganefndar, sem hún lagði fyrir stjórnlagaráð, um að 15 af hundraði kjósenda geti krafist þjóðaratkvæðagreiðslu, ekki upp. Hlutfallið er alltof lágt. Kjörgengir menn hér á landi eru um 232.500. Það þyrfti því aðeins 35 þúsund kjósendur til að knýja fram þjóðaratkvæðagreiðslu. Dæmin sýna að auðvelt er að safna slíkum fjölda á netinu á skömmum tíma. Þótt rétturinn sé mikilvægur má ekki mis- né ofnota hann. Stjórn ríkisins yrði í ólestri ef kjósa ætti um hvað eina sem skiptar skoðanir væru um. Eðlilegra væri t.d. að miða að lágmarki við fjórðung kjósenda, sem miðað við núver- andi fjölda þeirra væri tæplega 60 þúsund manns. Þungi verður að vera að baki slíkri ákvörðun. Áherslu verður jafnframt að leggja á tillög- ur stjórnlaganefndarinnar um að ekki verði hægt að krefjast þjóðaratkvæðagreiðslu um ákveðin lög, þ.e. fjárlög, fjáraukalög, lög um skattamálefni og lög sem sett eru til að fram- fylgja þjóðréttarskuldbindingum. Allt annað kallar á stjórnleysi. Þjóðaratkvæðagreiðslur Mikilvægur réttur en vandmeðfarinn E Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is Anna Ingólfsdóttir prófessor í tölvunarfræði við Háskólann í Reykjavík Fært til bókar Helgi látinn duga Helgi Sigurðsson, teiknari Morgunblaðs- ins, bað Siv Friðleifsdóttur alþingismann persónulega afsökunar á teikningu sem birtist í Morgunblaðinu síðastliðinn laug- ardag. Í yfirlýsingu teiknarans kemur fram að ætlun hans hafi ekki verið að meiða. Ritstjórar Morgunblaðsins hafa látið afsökunarbeiðni Helga duga en teikningin, sem sýnir þingkonuna í hlutverki vændis- konu, hefur vakið hneykslan margra. Framkvæmdastjórn Landssambands framsóknarkvenna lýsti m.a. yfir algerri vanþóknun á skopmyndinni og fór fram á tafarlausa afsökunarbeiðni teiknarans og ritstjórnar Morgunblaðsins. Sú afsökunar- beiðni kom frá Helga en miðað við hve langt er um liðið verður æ ólíklegra að ritstjórarnir Davíð Oddsson og Haraldur Johannessen fylgi í þau fótspor. F í t o n / S Í A Nánari upplýsingar á expressferdir.is eða í síma 5 900 100 Sjóðheitar borgarferðir! Borgarferðir 10.–14. júní Hvítasunnan í Barcelona Verð á mann í tvíbýli Fararstjóri: Halldór Stefánsson 99.500 kr. Innifalið: Flug með sköttum og öðrum greiðslum, gisting á Catalonia Aragon hótelinu í fjórar nætur með morgunverði, akstur til og frá flugvelli og íslensk leiðsögn. 26.–31. júlí Sumarferð til Berlínar Verð á mann í tvíbýli Fararstjóri: Eirik Sördal 94.500 kr. Innifalið: Flug með sköttum og öðrum greiðslum, gisting á Leonardo Berlin Hotel með ríkulegum morgunverði í fimm nætur og íslensk fararstjórn. 30. ágúst–4. sept. Hin óviðjafnan- lega París Verð á mann í tvíbýli Fararstjóri: Lilja Hilmarsdóttir 119.800 kr. Innifalið: Flug með sköttum og öðrum greiðslum, akstur til og frá flugvelli og gisting á Hotel Carlton í fimm nætur með morgunverði. Íslensk fararstjórn. 30. ágúst–3. sept. Sumarferð til Valencia Verð á mann í tvíbýli Fararstjóri: Þórarinn Sigurbergsson 99.500 kr. Innifalið: Flug með sköttum og öðrum greiðslum, akstur til og frá flugvelli, gisting á hinu 4* Hotel Expo í miðborginni með morgunverði. Íslensk fararstjórn. Sameining og samvinna skóla Hver verður framtíð háskólasamfélagsins?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.