Fréttatíminn - 21.04.2011, Blaðsíða 37
Jú, þeir töpuðu borginni
„Sjálfstæðismenn gríðarlega svekktir“
„Ég held að margir sjálfstæðismenn
séu gríðarlega reiðir og svekktir út í
mig,“ sagði Jón Gnarr borgarstjóri á
borgarstjórnarfundi.
Þyrstir embættismenn
„Leituðu hjá Vífilfelli og Ölgerðinni“
Starfsmenn Samkeppniseftirlitsins
gerðu húsleit hjá bæði Vífilfelli og
Ölgerðinni.
Allir nema Sigmundur Davíð
„Doktorsnemum fjölgar“
Nemendum á doktorsstigi hefur
fjölgað ár frá ári hér á landi.
Gleðilegt sumar
„Enn vetrarlegt í Reykjavík“
Vetur konungur virðist eiga erfitt með
að sleppa sínu kalda taki af landinu
og leyfa vorinu að taka við. Þótt
komið sé fram í seinnihluta aprílmán-
aðar fellur enn snjór úr lofti.
Verkalýðsforystan
skemmtir sér
„Kostulegar kjara-
viðræður“
Guðlaug Kristjáns-
dóttir, formaður
Bandalags háskóla-
manna, segir kostulegt að fylgjast
með kjaraviðræðum af hliðarlínunni.
Diplómatinn á Bessastöðum
„Skrýtinn fjármálaráðherra Hollands“
„Meira að segja þessi skrýtni fjármála-
ráðherra Hollands, hann hætti að
tala um það [umræða um að Bretar
og Hollendingar fengju ekkert borgað
upp í Icesave-kröfur],” sagði Ólafur
Ragnar þegar hann var spurður um
viðtal sem hann veitti Bloomberg-
fréttastofunni í byrjun síðustu viku.
Typpið ekki uppi á Húsvíkingum
„Reðasafnið flutt“
Forstöðumaður Húsavíkurstofu segir
það hræðilegt áfall fyrir ferðaþjón-
ustuna á Húsavík ef Hið íslenska
reðasafn fer úr bænum. Til stendur
að flytja safnið til Reykjavíkur eftir
sumarið.
Vikan sem Var
E
N
N
E
M
M
/
S
ÍA
/
N
M
4
6
2
6
6
Kynntu þér páskaopnun allra Vínbúða á vinbudin.is
Skírdagur lokað
Föstudagurinn langi lokað
Laugardagur 23. apríl opið 11-18
Páskadagur lokað
Annar í páskum lokað
VÍNBÚÐIRNAR
UM PÁSKANA
Á höfUÐBoRgARSVæÐINU og AKUReyRI
Á árinu 2010 voru fjórar úti-stofur teknar í notkun í Kópavogi. Þær eru Aspar-
lundur í Fossvogsdal, Ævintýra-
skógur á Kópavogstúni, útistofa í
Magnúsarlundi og önnur í Rjúpna-
hæð. Áður var kominn vísir að úti-
stofu í Laufáslundi í Kópavogsdal
og Guðmundarlundur hefur einnig
verið mikið nýttur af leik- og grunn-
skólum. Á næstu árum verða byggð
upp fleiri slík svæði og markmiðið
er að öll skólabörn í Kópavogi, hvort
sem um er að ræða börn í leikskóla
eða grunnskóla, hafi aðgang að
útistofu í göngufæri frá skólanum
sínum.
Með uppbyggingu útistofa vill
Kópavogsbær styrkja útinám í skól-
um bæjarins.
Í útinámi felst að nám er flutt að
Skólar
Kópavogsbær byggir útistofur fyrir útinám
einhverju leyti út fyrir veggi skólans
til að tengja það, með markvissum
aðferðum og verkefnum, því samfé-
lagi og náttúru sem þar er. Hægt er
að sinna útikennslu í flestum grein-
um og nánast hvar sem er. Skóla-
lóðin, trjábeð eða næsti pollur getur
verið vettvangur útináms. Í Kópa-
vogi eru líka fjölmargir markverðir
staðir sem verðugt er að fara með
nemendur á, þar sem þeir geta upp-
lifað og lært. Þar má nefna Borgar-
holtið, Víghól, Þingnes, fjörur, læki,
trjálundi, stöðuvatn, móa og holt.
Einnig eru í bænum ýmis söfn og
menningarminjar sem áhugavert
er að heimsækja og fræðast um.
Margir skólar í Kópavogi nýta þessi
svæði og staði, eru með útinám í
áætlunum sínum og fara reglulega
með nemendur út til að læra, upp-
lifa og njóta.
Gildi útináms er mikið í nútíma-
samfélagi, þar sem börn eru nú
minna úti en áður og hreyfa sig
minna. Útinám býður upp á faglega
vinnu, leik, hreyfingu, uppgötvun
og samveru. Í útinámi nýta börn-
in öll skilningarvitin; þau hlusta,
horfa, þreifa, lykta og jafnvel
smakka. Þau þjálfa
eftirtekt, afla upplýs-
inga, læra að þekkja
umhverfið og um
leið að bera virðingu
fyrir því. Þau eru að
vinna við raunveru-
legar aðstæður,
læra náttúrufræði í
náttúrunni, þekkja
stærðfræðiformin
af húsum og gang-
stéttum, vinna sem
vísindamenn eða
listamenn og svo framvegis.
Þegar unnið er úti
er gott að hafa sama-
stað þar sem hægt
er að komast í skjól,
v inna úr upplýs -
ingum, bera saman
bækur sínar eða jafn-
vel syngja saman og
snæða nestið sitt. Úti-
stofurnar í Kópavogi
munu vonandi nýtast
skólum í Kópavogi
á komandi árum til
náms og leiks í nátt-
úru bæjarins.
Margrét Júlía Rafnsdóttir
formaður umhverfis- og
samgöngunefndar Kópavogs
Helgin 21.-24. apríl 2011 viðhorf 37