Fréttatíminn


Fréttatíminn - 21.04.2011, Blaðsíða 37

Fréttatíminn - 21.04.2011, Blaðsíða 37
Jú, þeir töpuðu borginni „Sjálfstæðismenn gríðarlega svekktir“ „Ég held að margir sjálfstæðismenn séu gríðarlega reiðir og svekktir út í mig,“ sagði Jón Gnarr borgarstjóri á borgarstjórnarfundi. Þyrstir embættismenn „Leituðu hjá Vífilfelli og Ölgerðinni“ Starfsmenn Samkeppniseftirlitsins gerðu húsleit hjá bæði Vífilfelli og Ölgerðinni. Allir nema Sigmundur Davíð „Doktorsnemum fjölgar“ Nemendum á doktorsstigi hefur fjölgað ár frá ári hér á landi. Gleðilegt sumar „Enn vetrarlegt í Reykjavík“ Vetur konungur virðist eiga erfitt með að sleppa sínu kalda taki af landinu og leyfa vorinu að taka við. Þótt komið sé fram í seinnihluta aprílmán- aðar fellur enn snjór úr lofti. Verkalýðsforystan skemmtir sér „Kostulegar kjara- viðræður“ Guðlaug Kristjáns- dóttir, formaður Bandalags háskóla- manna, segir kostulegt að fylgjast með kjaraviðræðum af hliðarlínunni. Diplómatinn á Bessastöðum „Skrýtinn fjármálaráðherra Hollands“ „Meira að segja þessi skrýtni fjármála- ráðherra Hollands, hann hætti að tala um það [umræða um að Bretar og Hollendingar fengju ekkert borgað upp í Icesave-kröfur],” sagði Ólafur Ragnar þegar hann var spurður um viðtal sem hann veitti Bloomberg- fréttastofunni í byrjun síðustu viku. Typpið ekki uppi á Húsvíkingum „Reðasafnið flutt“ Forstöðumaður Húsavíkurstofu segir það hræðilegt áfall fyrir ferðaþjón- ustuna á Húsavík ef Hið íslenska reðasafn fer úr bænum. Til stendur að flytja safnið til Reykjavíkur eftir sumarið.  Vikan sem Var E N N E M M / S ÍA / N M 4 6 2 6 6 Kynntu þér páskaopnun allra Vínbúða á vinbudin.is Skírdagur lokað Föstudagurinn langi lokað Laugardagur 23. apríl opið 11-18 Páskadagur lokað Annar í páskum lokað VÍNBÚÐIRNAR UM PÁSKANA Á höfUÐBoRgARSVæÐINU og AKUReyRI Á árinu 2010 voru fjórar úti-stofur teknar í notkun í Kópavogi. Þær eru Aspar- lundur í Fossvogsdal, Ævintýra- skógur á Kópavogstúni, útistofa í Magnúsarlundi og önnur í Rjúpna- hæð. Áður var kominn vísir að úti- stofu í Laufáslundi í Kópavogsdal og Guðmundarlundur hefur einnig verið mikið nýttur af leik- og grunn- skólum. Á næstu árum verða byggð upp fleiri slík svæði og markmiðið er að öll skólabörn í Kópavogi, hvort sem um er að ræða börn í leikskóla eða grunnskóla, hafi aðgang að útistofu í göngufæri frá skólanum sínum. Með uppbyggingu útistofa vill Kópavogsbær styrkja útinám í skól- um bæjarins. Í útinámi felst að nám er flutt að Skólar Kópavogsbær byggir útistofur fyrir útinám einhverju leyti út fyrir veggi skólans til að tengja það, með markvissum aðferðum og verkefnum, því samfé- lagi og náttúru sem þar er. Hægt er að sinna útikennslu í flestum grein- um og nánast hvar sem er. Skóla- lóðin, trjábeð eða næsti pollur getur verið vettvangur útináms. Í Kópa- vogi eru líka fjölmargir markverðir staðir sem verðugt er að fara með nemendur á, þar sem þeir geta upp- lifað og lært. Þar má nefna Borgar- holtið, Víghól, Þingnes, fjörur, læki, trjálundi, stöðuvatn, móa og holt. Einnig eru í bænum ýmis söfn og menningarminjar sem áhugavert er að heimsækja og fræðast um. Margir skólar í Kópavogi nýta þessi svæði og staði, eru með útinám í áætlunum sínum og fara reglulega með nemendur út til að læra, upp- lifa og njóta. Gildi útináms er mikið í nútíma- samfélagi, þar sem börn eru nú minna úti en áður og hreyfa sig minna. Útinám býður upp á faglega vinnu, leik, hreyfingu, uppgötvun og samveru. Í útinámi nýta börn- in öll skilningarvitin; þau hlusta, horfa, þreifa, lykta og jafnvel smakka. Þau þjálfa eftirtekt, afla upplýs- inga, læra að þekkja umhverfið og um leið að bera virðingu fyrir því. Þau eru að vinna við raunveru- legar aðstæður, læra náttúrufræði í náttúrunni, þekkja stærðfræðiformin af húsum og gang- stéttum, vinna sem vísindamenn eða listamenn og svo framvegis. Þegar unnið er úti er gott að hafa sama- stað þar sem hægt er að komast í skjól, v inna úr upplýs - ingum, bera saman bækur sínar eða jafn- vel syngja saman og snæða nestið sitt. Úti- stofurnar í Kópavogi munu vonandi nýtast skólum í Kópavogi á komandi árum til náms og leiks í nátt- úru bæjarins. Margrét Júlía Rafnsdóttir formaður umhverfis- og samgöngunefndar Kópavogs Helgin 21.-24. apríl 2011 viðhorf 37
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.