Fréttatíminn - 21.04.2011, Blaðsíða 40
Glæpamessan í Horsens var haldin um fyrri helgi í tíunda
sinn og var fjölsótt: Fimm þúsund gestir mættu á svæðið og
þar var saman kominn lunginn úr þekktustu glæpasagnahöf-
undum Norðurlanda til að hitta hörðustu aðdáendur þessa
vinsæla forms lesafþreyingar. Glæpamessan í Horsens, sem
er smábær á Jótlandi sem þekktur er fyrir rokktónleika
stærstu nafna þess geira, er árviss viðburður og nú var hafin
sala á glæpasögum á góðu verði, jafnframt því sem boðið
var upp á viðræður, uppáskriftir, fyrirlestra og annað sem
tilheyrir bókmenntahátíðum. Messan er sprottin upp af
kynningarkvöldi fyrir tíu árum á dönskum krimmahöfundum
í almenningsbókasafni. Þess þarf vart að geta að enginn
íslenskur krimmahöfundur var á hátíðinni sem var fjölsótt af
starfssystkinum þeirra víða að. Íslenska glæpafélagið er enda
ekki með í linkaskrá hátíðarinnar. Íslenska glæpasagan er
með öðrum orðum ekki talin með í Horsens. -pbb
Jósk glæpatengsl
Bókardómur kaffihús tregans, raddir úr fjarlægð og stolnar stundir
Á síðasta ári kom út hjá Bjarti í Neon-ritröðinni (kallað Neon Antik – svo) þýðing Óskars Árna
Óskarssonar á frægri smásögu suður-
ríkjakonunnar Carson McCullers, The
Ballad of the Sad Cafe, sem Óskar kall-
aði Kaffihús tregans. Sagan er ekki löng,
99 blaðsíður, var raunar ein af nokkrum
í samnefndu smásagnasafni Cullers frá
1951 en söguna samdi hún snemma á
fimmta áratugnum. Carson var mikil-
vægur partur af suðurríkjahreyfingunni,
hópi höfunda sem dvaldi einkum við
söguefni sunnan til í Bandaríkjunum,
plantekrulendunum, þrælasvæðunum,
ríkidæmi landeigenda sem urðu undir í
borgarastríðinu. Sumpart heillandi heim-
ur, gotneskur þótt sumir kenni hann við
einhvers konar realisma.
Sagan var prýðilega þýdd hjá Óskari en
útgáfustjórinn hefði mátt láta hann þýða
allt safnið svo meta mætti höfundarverk
McCullers í stærra samhengi. Annað er
jú ekki til þýtt af verkum hennar. Sagan
er áhrifamikil en við komumst ekki nærri
persónum, sjáum þær úr sömu fjarlægð og
aðrir, þær eru luktar lesandanum.
Kaffihúsið birtist fyrst í Harper’s Baza-
ar sem var eitt þeirra tímarita sem hleyptu
fram giftudrjúgum ferli smásagnahöfunda
vestanhafs. Hér varð smásagan aldrei fugl
eða fiskur, fann sér ekki rás í gegnum
tímarit eða dagblöð, höfundum lá ekki
svo á að þeir legðu formið fyrir sig. Og
svo er enn.
Í fyrra kom líka út eitt smásagnasafn
eftir Ingva Þór Kormáksson, Raddir úr
fjarlægð, á vegum Sögur útgáfu. Sama
forlag sendi fyrir fáeinum dögum frá sér
langa nóvellu eftir Ágúst Borgþór Sverr-
isson, Stolnar stundir. Þeir báðir hafa lagt
sig eftir smásögugerð. Sögur eiga hrós
skilið fyrir að koma verkum sem þessum
til lesenda.
Þeir skrifa báðir frekar sléttan og átaka-
lítinn stíl, glæða sögur sínar lífi með nösk-
um lýsingum á persónum og aðstæðum.
Þeir eru ekki ýkja frumlegir í efnisvali,
raunar tengja þeir söguefni báðir með
skyldum hætti ferli sínum og sköpunar-
saga safnsins hjá Ingva og sögunnar hjá
Ágústi kemur til í báðum tilvikum, raunar
hélt ég að sú tíska sem greip íslenska höf-
unda um tíma væri liðin undir lok, en þessi
þráláti barnasjúkdómur herjar enn á Rit-
höfundasambandið. (Jú, kæru höfundar,
við vitum að í bókinni sem við erum að
lesa er saga og þið skópuð hana.)
Ef safn Ingva er lesið í runu frá upphafi
taka að klifast viðfangsefni, spilamennska
á skólaárum á böllum sem í mörgum er
tilfallandi, raunar best heppnuð í fremstu
sögunni, Píanó. Ingvi er lunkinn við að
sjá hið spaugilega, söguefnið flýtur áfram
átakalítið en lesturinn er þægileg nautn,
tónninn samur.
Saga Ágústs er nokkuð lengri, um 100
síður líkt og Kaffihús Cullers. Þar er lýst
lengri tíma, ferli sem tekur óvænta snún-
inga svo að lesandinn veit ekki vel hvert
leiðin liggur. Höfundinum tekst nokkrum
sinnum að vinda upp á þráðinn, lesanda
til furðu.
Í tilvikum þeirra beggja er í boði þægi-
legt, ísmeygilegt lesefni sem styttir stund-
ina án þess þó að rista djúpt í áhuga.
40 bækur Helgin 21.-24. apríl 2011
Bókardómur handBók um íslensku
Bækur
Páll Baldvin Baldvinsson
pbb@frettatiminn.is
Loksins er Valli kominn út í íslensku
prenti á vegum JPV sem er unnið í Kína.
Langförull sláni með dúskhúfu sem leynist í
mannhafinu þar sem athugull lesandi mynd-
anna verður að leita hann uppi. Valla-bálkurinn
hefur í mínum ranni glatt fjórar kynslóðir síðan hann
komst hér í bókaskáp, mun vera til bæði í stóru út-
gáfunni og þeirri litlu, sem er svo agnarsmá að leita
þarf hennar með stækkunargleri. Allt bendir til að
Valla hafi tekið aldarfjórðung að komast í íslenska
útgáfu. Bækurnar tvær sem JPV gaf út um daginn
er merktar höfundinum 1987 og 1988. Leitin hefur
því staðið yfir um langan aldur ... Eyfi var tuttugu og
fimm þegar hún hófst, Björgvin þrjátíu og fimm, svo
við Valli tökum þátt í auglýsingaherferð vinsælla og
áberandi söngvara. Valli er fjarri því kominn að
síðasta söludegi. -pbb
Leitin að Valla
Handbók fyrir byrjend-
ur og lengra komna
Styttri sögur
Tvær nóvellur og eitt smásagnasafn koma til álita og vekja spurningar um varnarhátt
smásögunnar hér á landi.Handbók um íslensku vegur þungt
í hendi, vandlega saumuð í kjöl
enda gerð fyrir mikla notkun, rétt
400 síður. Í formála er gerð grein
fyrir erindi Árnastofnunar Magn-
ússonar: „Stofnunin miðlar þekk-
ingu á íslenskri tungu. Málfarsráð-
gjöf og leiðbeiningar hennar miða
að eflingu og varðveislu íslenskrar
tungu í ræðu og riti og
skulu byggðar á fræðileg-
um grundvelli.“ Þannig er
handbókin tilkomin, Rit-
stjóri er Jóhannes B. Sig-
tryggsson en JPV gefur
út í samvinnu við Árna
Magg og Kó. Verkið er
skrifað af fjölda sérfræð-
inga á stofnuninni. Það
er aftur miðað að hvers-
dagslegri notkun almenn-
ings og raunar afar þarft
á okkar tímum og brýnt.
Hér gefur að líta langa
atriðaskrá innan á spjöld-
um bókarinnar sem rekur
efnisskrána; fremri helm-
ingur lagður undir mál-
notkun, stafsetningu og
ritun, sá seinni almennt
um íslenskt mál. Niður-
skipan er afar skýr, hver
kafli meitlaður og ekkert kjaftæði:
Atviksorð, almennt, flokkun með
dæmum, munur atviksorða og lýs-
ingarorða með dæmum, enn fleiri
um hreyfingu eða dvöl, eitt orð eða
tvö, herðandi atviksorð – þetta tek-
ur ekki nema fjórar síður.
Hér er því á ferðinni merkilegt rit.
Ítarlega atriðaskrá auðveldar leitina
ef það sem finna þarf kemur ekki í
ljós í kaflayfirlitinu. Allt efnið í fyrri
hlutanum beinist að því að miðla
upplýsingum, eyða vafaatriðum og
svara spurningum í huga leitanda.
Bókin kemur einkum í þarfir þeim
sem vinnur við textaskrif af öllu
tagi. Hún er svo ljós í fyrirmælum
sínum að hún hentar krökkum frá
tíu ára aldri sem á annað borð fá
hvatningu til að leita sér upplýsinga.
En til að sinna hlutverki sínu til fulls
ætti efni hennar að vera aðgengilegt
á neti öllum að frjálsum notum.
Hér er margt skemmti-
legt: Leiðbeiningar um
gott mál, greinarmerkja-
setning, n eða nn, strik og
bönd eru þarna í beinni
stafrófsröð og þar fara
saman hreinar leiðbein-
ingar við stærri álita-
mál: Hvernig á að skrifa
skýrslu eða umsóknir,
hvernig leita upplýsinga
og haga yfirlestri. Allt
klárt í framsetningu á auð-
skiljanlegu og skýru máli.
Seinni partur verksins
er nokkuð annars eðlis:
Þar er að finna umfjöll-
un um ýmsa þætti mál-
menningar okkar sem
tölum íslensku, fyrst með
almennri greiningu helstu
hugtaka en síðan umfjöll-
un um sértæk fyrirbæri
eins og íðorðastefnu, þ.e. sérfræði-
heiti í þess háttar umræðu (mál
bíladellukalla, prjónakvenna og
fíkla svo dæmi séu tekin). Þar eru
líka kaflar um íslenska málstefnu,
mannanöfn og margt fleira.
Í heild sinni er Handbók um ís-
lensku merkilegt og þarft verk sem
verður öllum til gagns – jafnvel
gamans – sem í það leggjast. Um-
brotsmaður hefði mátt stækka letur
í skrám svo lesmál fyllti síðufjölda í
örkunum í staða þess að ritið endi á
sjö auðum síðum. -pbb
Gyrðir Elíasson er í
efsta sæti aðallista
Eymundssonar með
Milli trjánna sem hlaut
bókmenntaverðlaun
Norðurlandaráðs í liðinni
viku. Tunglið braust inn
í húsið, ljóðaþýðingar
hans, er líka á lista þessu
vikuna.
gyrðir Á toppnum
Frá einum af litríkari básum
Horsens-hátíðarinnar.
Valli
loksins
mættur
í inn-
lendri
útgáfu.
handbók
um íslensku
Ritstjóri: Jóhannes B.
Sigtryggsson
Stofnun Árna Magnússonar í
íslenskum fræðum,
401 bls. JPV 2011.
kaffihús
tregans
Carson McCullers
Þýðing. Óskar Árni Óskarsson
104 bls. Bjartur 2010.
raddir úr
fjarlægð
Ingvi Þór
Kormáksson
138 bls. Sögur útgáfa 2010.
stolnar
stundir
Ágúst Borgþór
Sverrisson
110 bls. Sögur útgáfa 2011.
Carson McCuller
tilheyrði hópi höf-
unda sem dvaldi
einkum við sögu-
efni sunnan til í
Bandaríkjunum,
plantekrulend-
unum, þrælasvæð-
unum, ríkidæmi
landeigenda
sem urðu undir í
borgarastríðinu.Frábært tækifæri á landsbyggðinni
Vesturbyggð- Veitingaskáli – bensínsala
Til sölu veitingaskáli í nýlegu 150 fm húsnæði og með bensínsölu og
almennri þjónustu við ferðafólk, svo sem pizzu- og grillmatseðil og
léttvínsleyfi. Frábært tækifæri fyrir fjöskyldu því einnig er til sölu á staðnum
140 fm húseign með 4 svefnherb. mjög vel staðsett með stóra ræktaða lóð.
Góður framhaldsskóli og íþróttahús á staðnum.
Verð veitingaskála kr. 6,5 millj auk lagers
og verð húss kr. 15 millj.
Allar nánari upplýsingar veittar í síma 773-4700
eða með fyrirspurn á www.atv.is
Fyrirtækjasalan Ánanaustum