Dagfari - 01.11.2006, Blaðsíða 8

Dagfari - 01.11.2006, Blaðsíða 8
1945, okt.: Bandaríkjastjótn fer opinberlega fram á að íslendingar láti þeim í té Skerjafjörð, Hvalfjörð og Keflavík sem herstöðvar til 99 ára. Þessari beiðni var hafnað af Ólafi Thors forsætisráðherra að fengnu áliti tólf manna nefndar sem skipuð var fulltrúum allra þingflokka. íslands að því er hitamál fyrir tilverknað Þjóðvamarfélagsins sem gengst fyrír fundaher ferð til að vekja almenning til vitundar um málið. Alþýðublaðið kallar þetta frumkvæði „áróður kommúnista og nokkurra fáráðlinga" en Sigurbjöm Einarsson dósent fær einkunnina „smurður Moskvuagent“ í Morgunblaðinu fyrír málflutning sinn á fundi stúdenta 1. desember. 1946: Bandaríkin fallast á að flytja herafla sinn úr landi innan hálfs árs en þess í stað fá þeir aðstöðu á Keflavíkurflugvelli til ársins 1952. september: Alþýðusamband íslands lýsir yfir sólarhríngsverkfalli vegna Keflavíkursamningsins. Fjölmennur útifundur á Lækjartorgi að tilhlutan verkalýðs- hreyfingarínnar þar sem faríð er fram á þjóðaratkvæðagreiðslu um samninginn. október: Keflavíkursamningurinn samþykktur á Alþingi með 32 atkvæðum gegn 20. Næstu ár var óeinkennisklætt og óvopnað lið Bandaríkjamanna á Keflavíkurflugvelli til að þjónusta flugvélar hersins á leið milli Evrópu og Ameríku, en þeir töldust ekki hermenn. 1948: Atómstöðin eftir Halldór Laxness kemur út. Reynist ótrúlega sannspá um atburðarás næstu missera og ára. desember: Stofnun Atlantshafsbandalagsins og aðild 8 Dagfari • nóvember 2006 1949, janúar: Meirihluti Útvarpsráðs fær því framgengt að ekki er sagtfrá ályktunum gegn NATÓ í útvarpsfréttum. mars: Alþingi samþykkir aðild íslands að Atlantshafsbandalaginu með 37 atkvæðum gegn 13. Tillaga Sósíalistaflokksins um þjóðaratkvæðagreiðslu erfelld. í framhaldinu kemur til átaka við Alþingishúsið þar sem lögregla og vopnað varalið, sem að miklu leyti var skipað ungum sjálfstæðismönnum, beita kylfum á óvopnaðan almúga. Að lokum er mannfjöldanum dreift með táragasi. Nokkrir mótmælenda hlutu dóma og voru m.a. sviptir kosningarétti og kjörgengi, en engir ofbeldis menn úr röðum varaliðs voru kærðir vegna áverka sem þeir ullu áfólki. 1951: Hinn 5. maí er vamarsamningurinn undirritaður í Reykjavík af utanríkisráðherra íslands og sérlegum sendiherra Bandaríkjanna á íslandi. Fyrstu hermennimir komu til íslands 7. maí. Hinn 8. maí var undirrítaður viðbætir við vamarsamninginn frá 5. maí af sömu

x

Dagfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagfari
https://timarit.is/publication/968

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.