Dagfari - 01.11.2006, Blaðsíða 40

Dagfari - 01.11.2006, Blaðsíða 40
Listaverk eins og lögin Masters of War eftir Bob Dylan og Peacetrain eftir Yusuf Islam (Cat Stevens) hafa sennilega verió mun árangursríkari meðöl gegn stríðs- rekstri en þúsundir fræðilegra bóka, skýrsla og rit- gerða um friðarmál. Listin höfðar til tilfmninga fólks; hún hittir hjartað fyrir og hreyfir við fólki. Það er engin tilviljun að því sé haldið fram að rithöfundar á borð við George Orwell hafi haft meiri áhrif á örlög kommún- ismans en sá hagfræðingaher sem gagnrýndi hann. En það voru þó ekki listir sem skiptu mestu máli í falli Sovétríkjanna og þeirrar alræðisstefnu sem ríkti þar og í Austur-Evrópu heldur fyrst og fremst gallar sjálfs kerfisins og það leiðarljós og sú dirfska sem kristin trú veitti til dæmis pólskum verkamönnum í baráttu þeirra fyrir mannréttindum. Fræg eru orð Jóhannesar Páls II. páfa í einni af heimsóknum sínum til heima- lands síns, Póllands: „Óttist ekki ferðalagið inn í hið óþekkta. Leggið bara óhrædd af staö og munið að ég er með ykkur, og því getur engin ógæfa grandað ykkur; allt er gott. Gerió þetta í góðri trú og af öryggi." Jósef Stalín óttaðist á sínum tíma ekki baráttu vestrænna kirkjudeilda gegn kommúnismanum, held- ur spurði háðslega: „Hversu margar herdeildir hefur páfinn?“ Hann er sjálfsagt órólegur í gröfinni; Vatíkanið er enn til, en Sovétríkin liðin undir lok. Tolstoj og baráttan fyrir friði Rússneski rithöfundurinn Lev Tolstoj (1828-1910) var mikill friðarsinni. Hann var í raun á móti allri vald- beitingu og taldi kristna trú gegna stóru hlutverki í að færa mannkynið á nýtt vitundarstig. Hugmyndafræði Tolstoys tilheyrði þannig kristnum anarkisma, líkt og hugmyndafræði danska guðfræðingsins Soren Kierke- 40 Dagfari • nóvember2006 gaard. Árið 1894 kom út ensk þýðing af bók eftir Tolstoj, sem ári áður hafði verið bönnuð í heimalandi hans vegna þess að hún væri hættuleg ríki og kirkju. Bókin nefnist á ensku The Kingdom of God is Within You. Christianity Not as a Mystic Religion but as a New Theory ofLife. Eintak af bókinni var sent til ungs ind- versks lögfræðings í Suður-Afríku, sem hét Mohandas Karamchand Gandhi, en varð síðar frægur undir nafninu Mahatma Gandhi. Bókin hafði feikileg áhrif á Gandhi; hún mótaði hugarfar hans og lagði grunninn að hinni óbilandi trú hans á að öll barátta yrði að vera friðsöm og ofbeldislaus. Martin Luther King, Nelson Mandela, Aung San Suu Kyi og fleiri fylgdu síðar í fót- spor Gandhis. Friösöm barátta hefur reynst mun árangursríkari en ofbeldisfull barátta og ættu til dæmis Palestínumenn og Kúrdar að hafa það í huga í átökum sínum við ísraelsmenn og Tyrki. Lev Tolstoj talar um þrenns konar sjónarhorn á lífið; hið dýrslega (animal), hið heiðna (pagan) og hið guðdómlega (divine). Maður sem aðhyllist hina guðdómlegu kenningu um lífið sér lífið hvorki í sínu eigin einstaklingseðli né í samfélögum einstaklinga (ijölskyldu, ætt, þjóðflokk, þjóð o.s.frv.) heldur í hinni eilífu uppsprettu lífsins — Guði, og til að uppfylla vilja Guðs er hann reiðubúinn að fórna hagsmunum sjálfs síns og samfélags síns. Hreyfiafl lífs hans er kærleikur og trúarbrögð hans felast í tilbeiðslu á lögmáli alls sem er — Guði. Tolstoj segir þetta sjónarhorn á lífið vera hið endanlega sjónarhorn og að á því byggist hin kristna trú, sem sé leiðarvísir fyrir allt okkar líf og hafi áhrif á allar okkar athafnir.1 Að mati Tolstojs á þannig lífið, samkvæmt kristinni trú, að vera framför í átt að guðdómlegri fullkomnun j

x

Dagfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagfari
https://timarit.is/publication/968

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.