Dagfari - 01.11.2006, Blaðsíða 17
blekkingin um öryggi er engu að síður til staðar).
Hugurinn hvarflar til bresku prinsanna, þeirra Harry
og William, en stanslaus fréttaflutningur er af ævin-
týrum þeirra í Sandhurst herskólanum. Harry er
útskrifaður og mun vera ákafur að komast til írak, því
hann má ekki heyra á það minnst að sér verði hlíft
stöðu sinnar vegna. Yfirboðarar hans mega þó ekki
heyra á það minnst að senda hann þangað því sú hin
sama staða stofnar hersveitarfélögum hans í bráða
hættu á átakasvæði. Allt þetta drekka breskar hús-
mæður - og ég - í sig beint úr slúðurblöóunum.
Maður horfir á ferðamennina stilla sér upp nálægt
lífvörðum með bjarnarskinnshúfur og í ljósmynda-
brosunum örlar ekki á gagnrýni eða tortryggni í garð
vopnaða hermannsins við hlió þeirra.
Munurinn á þeirri mynd sem við íslendingar höfum af
her og hermennsku og þeirri mynd sem Bretar hafa af
hermennsku er æði mikill. Hvernig má líka annað
vera, þegar gjörvöll þjóðin telur sig eiga forfeðrum
sínum í breska hernum allt að launa? Á haustin stíga
fram aldraðir dátar, skrýddir heiðursorðum og bjóða
til sölu valmúa úr pappa svo að borgararnir geti
heiðrað minningu fallinna frænda og minnst hins
dýrkeypta sigurs 1918. Verðið er kaupandanum í
sjálfsvald selt. Og vegfarendur þyrpast að
söluborðunum og láta klinkið streyma ofan í plastföt-
ur öldunganna. Hvernig getum við íslendingar skilið
hvaó þýtur í gegnum huga hins breska þegns þegar
hann nælir hárauðan pappavalmúa í barm sér að
hausti til?
En ekki síður má spyrja: Hvernig getur breskur
almenningur skilið hvernig aðrir geta fundið til
andúðar gegn maskínunni? Hernaðarminnismerki
eru á hverju götuhorni, dáða af vígvellinum er minnst
oft á hverju einasta ári, í neðanjarðarlestinni er
auglýst eftir fjárframlögum í eftirlaunasjóð aflóga her-
manna og þjóðsöngurinn hyllir þjóðhöfðingjann sem
herforingja. Hvernig er hægt að fara fram á það að
alþýða manna sem er alin upp við þessar aðstæður sé
annað en hliðholl hernum?
Og hún er það. Herinn þykir, eftir því sem ég kemst
næst, fremur jákvætt afl hérna á Bretlandseyjum.
Þrátt fyrir andstöðu margra við hernaðinn hafa menn
ekkert upp á herinn að klaga. Það eru stríðsherrarnir
sem mönnum er uppsigað við.
Manni finnst að maður sé hálfgerð heimótt að velta
þessu fyrir sér, að skilja ekki það sem allir hinir
virðast skilja svo undurvel. Hvernig má það vera að
það sé í góðu lagi að þjálfa hluta af æsku landsins upp
sem drápsvélar, á þeim forsendum að það sé hollt fyrir
ómótaða unglinga að kynnast aga? Hvernig er hægt að
vera fylgjandi því að vígbúast, en vera samt and-
snúinn hernaði?
Við Islendingar erum svo sannarlega engir aukvisar
þegar kemur að föðurlandsást, en við sitjum alltaf
uppi með þetta pínlega 700 ára tímabil sem við viljum
helst ekki telja með. Við þekkjum ekki þennan þunga
sögunnar sem hvílir á breskum herðum; okkur er það
framandi að skilgreina okkur út frá hernaði, út frá
sigrum og landvinningum.
Heimurinn er gegnumsýrður af hernaði og auðvitað
þekkja íslendingar það eins og aðrir. Við horfum á
bandarískar stríósmyndir í sjónvarpinu, við þýðum
samviskusamlega ástúðlegar lýsingar Júlíusar Sesars
á breiðfylkingum sínum í menntaskóla, við bombard-
erum geimorka í tölvuleikjum og við sverjum skáta-
hreyfingunni hollustu í æsku. En við munum aldrei
skilja til fulls traust þjóðar til varnarliðs síns. Við
erum svo lánsöm að skilja ekki óttann við óvinaherlið,
sem hvetur ungt fólk til þess aö taka sjálfviljugt upp
vopn fyrir land sitt og þjóð. Við erum þeirrar gæfu
aðnjótandi að her virðist okkur villimannsleg stofnun,
sveipuð blekkingunni um siðmenningu. Á íslandi þarf
enginn að afsala sér sjálfsforræði til margra ára til
þess að eiga kost á menntun, húsaskjóli eða þátttöku
í lúðrasveit. Það er okkar gæfa.
íslensk átakasaga takmarkast að miklu leyti við
bændur í slagsmálum. Það hljómar ekki mjög heims-
borgaralega, en einmitt þess vegna - vegna þess að við
höfum staðið utan við skipulögð ofbeldisverk - njótum
við þess munaðar að geta velt fyrir okkur hugmyndin-
ni um her án þess að saga eða þjóðarstolt trufli dóm-
greind okkar.
Siðmenningin er að svo mörgu leyti blekking. Það er
svo ótalmargt sem viðgengst í veröldinni sem við
frjálslyndu lúxusgrísirnir á Islandi höldum að ætti
ekki að viðgangast í siómenntuðum löndum. Bretland
á að heita eitt af siðmenntuðustu löndum heims, þar
sem dagleg samskipti eru niðurnjörvuð í kurteisis-
siðum og tedrykkju, en hér tíðkast samt hagkvæmnis-
hjónabönd; hér fara fram hnífabardagar á götum úti
og hér eru tæplega 200.000 þegnar hluti af vopnuðum
hersveitum landsins. Unglingar sem eru ekki nógu
gamlir til að fá afgreitt áfengi eru nógu gamlir til þess
að skrá sig í herinn og að deyja fyrir land sitt. Hvers
konar siðmenning er þaö?
Þaó hlýtur því að vera hlutverk landa eins og Islands
að æpa að keisarinn sé klæðalaus. Sama þó að hann
eigi fallega lúðrasveit.
- AmcLís Dúnja Þórarinsdóttir
Dagfari • nóvember 2006 17