Dagfari - 01.11.2006, Blaðsíða 16

Dagfari - 01.11.2006, Blaðsíða 16
Her er stórfenglegt fyrirbæri. Þetta er staðreynd sem fer framhjá okkur mörgum íslendingum sem höfum fáar hersýningar séð á síöustu árum. En vel þjálfaður her í nýpressuðum búningum er óumdeilanlega heill- andi sýn. Bretadrottning átti áttræðisafmæli nú á dögunum. Mikið var um dýrðir hér í höfuðborg heimsveldisins - hnúóar fánastanga voru gylltir, háum sem lágum var boðió til kvöldverðar í höllinni og framleiðendur kvikmyndanna um Harry Potter tóku upp stuttmynd þar sem galdrakarlarnir ungu höfðu uppi á glataðri hliöartösku drottningarinnar. Og það var í tengslum við þessi hátíðarhöld sem ég sá fyrst her. Þeir voru á æfíngu, piltarnir, gríðarfjölmenn herlúðrasveit sem marseraði í tveimur fylkingum fram og aftur um stóran leikvang. Þeir spiluðu glaðlega marsa, hreyfingar þeirra voru nákvæmari en ég hef séð í nokkru dansatriði og sólin skein þannig að það stirndi á stífbónuð hljóðfærin. Og þar sem ég stóð þarna, þá skildi ég af hverju fjölda manns finnst að her og hermennska sé bara hið besta mál. Mannskepnan er ekki svo flókin, þrátt fyrir allt. Það eru einföldu, frumstæðu hlutirnir sem hafa áhrif á þankagang okkar. Við hrífumst af fallegum hlutum. Og þegar þessi snotra herlúðrasveit marserar framhjá, þá gleðst maður yfír því að þessir ungu piltar fái tæki- færi til þess að spila á lúðrana sína og vera í svona fallegum búningum. Herinn hlýtur að vera góður kost- ur, hafi maður áhuga á lúðrablæstri og leðurstíg- vélum. Jafnframt leiðir maður hugann að öllum þeim sem sækja æðri menntun í gegnum hin og þessi her- bákn, í fjölda landa. Maður skilur af hverju ungt fólk kýs að ganga til liðs við herinn í von um öiyggi og stöðugleika (hvoru tveggja er að vísu ógnað ef hermennirnir ungu eru sendir að víglínunni, en lÖDagfari • nóvember2006

x

Dagfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagfari
https://timarit.is/publication/968

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.