Dagfari - 01.11.2006, Blaðsíða 31

Dagfari - 01.11.2006, Blaðsíða 31
um pólitík. Kallinn var mjög ósáttur við Sandinistana. Hann vildi bara fá þá burtu. Þeir voru búnir að eyði- leggja allan bisness fyrir honum. Annað sem er Gunnari minnisstætt er að hvergi sá hann betl í Nicaragua ólíkt því sem hann varð var við í löndunum í kring. Þá þótti Gunnari fólkið í Nicaragua glaðvært og vingjarnlegt og ekki eins þving- að og í nágrannaríkjunum Hondúras og Guatemala. Má gera því skóna að það hafi verið vegna þess að Sandinistar leyfðu opnar umræður og þar með óþvingaðra samfélag í staó þess að þagga niður í gagn- rýnisröddum með ógnunum og ofbeldi. En eins og rakið hefur verið réru Contrarnir og Bandaríkin að því öllum árum að skemma sem allra mest fyrir Sandinistum og eyðileggja þar með allar þeirra umbótatilraunir - sem snerust í raun um það eitt að fólk losnaði úr fjötrum fátæktar og eymdar. Þeirri fögru hugsjón er ágætlega lýst í texta við dægurlag sem Gunnari er minnisstætt og vinsælt var í Nicaragua á þessum árum. Að lokum er við hæfi að grípa þar niður í frásögn Gunnars þar sem vikið er að því: Ég man - það var viðlag í dægurlagatexta. Það var sönghópur - svona byltingarsinnar. Það var svona viðlag: „Quieremos pan con dignitad." Þetta var það sem Nikarnir [íbúar Nicaraguaj vildu. Þeir vildu bara fá að borða brauðið sitt og fá að rækta sitt korn í friði, fá sitt land og geta borðað sitt brauð. Skilurðu hvað ég á við? Skilurðu hvað þetta þýðir? „Quieremos pan - con dignitad." - „Viljum brauð - með virðingu." - Þórður Sveinsson - Myndir eru úr einkasafni Gunnars Dagfari • nóvember2006 31

x

Dagfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagfari
https://timarit.is/publication/968

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.