Dagfari - 01.11.2006, Blaðsíða 36

Dagfari - 01.11.2006, Blaðsíða 36
Tímamótayfirlýsingr BandaríKjahers Bandaríska flugvélamóðurskipið USS Wasp kom til Reykjavíkur um miðjan október s.l. Um er að ræða eitt stærsta herskip sem hingað hefur komið, en skipið hefur meðal annars verið nýtt við stríðsrekstur Bandaríkjamanna í írak og áhöfnin fengið sérstakt lof frá Cheyney varaforseta fyrir framgöngu sína þar. I tilefni af heimsókninni sendu Samtök herstöðvaandstæðinga frá sér harðorða tilkynningu, sem birtist víða. Þar voru afþakkaðar heimsóknir frá herveldi sem stendur í blóðugum styrjöldum í írak og Afganistan. Þá voru gagniýndar áæt- lanir um sameiginlegar æfíngar hermanna og íslenskra lögreglumanna. Að lokum minntu SHA á ályktun borgarstjórnar frá 21. mars 2002 þar sem segir: „Borgarstjórn samþykkir að bönnuð verði í borgarlandinu umferó og geymsla kjarnorku-,efna- og sýklavopna." Umrædd samþykkt var einmitt gerð í kjölfar áskorunar Samtaka herstöðvaandstæðinga til íslenskra sveitarfélaga fyrir nokkrum misserum. Nokkrir fjölmiðlar hentu þennan hluta ályktunarinnar á lofti og beindu þeirri fyrirspurn til stjórnenda USS Wasp hvort gereyðingarvopn væru um borð. Viðbrögð yfirmannanna voru afar athyglisverð, enda lýstu þeir því yfir að engin slík vopn væri að finna í skipinu. Óhætt er að segja að þessi yfirlýsing marki tímamót í samskiptasögu íslendinga og bandarískra hernaðaryfirvalda. Til þessa hefur það verið yfirlýst stefna Bandaríkjahers að játa hvorki né neita fyrirspurnum um hvort kjarnorkuvopn séu um borð í skipum hans eða kafbátum. Það eru meiriháttar tíðindi ef rétt er að Bandaríkjaher hafi fallið frá þessari stefnu sinni. Má þá ætla að í framtíðin- ni muni herinn gefa út sambærilegar yfirlýsingar í tengslum við herskipakomur til íslands. Samtök herstöðvaandstæðinga minna á hiö gamla baráttumál sitt, að Alþingi Islands samþykki íyrir sitt leyti allsherjar friðlýsingu landsins og landhelginnar fyrir kjarnorku- og efnavopnum. Tillögur þessa efnis hafa verið bornar upp á þinginu en þær ekki fengist samþykktar, en Halldór Ásgrímsson þáverandi utanríkisráðherra hélt því fram í umræðum á Alþingi að samþykkt slíkrar friðlýsingar jafngilti úrsögn úr NATO. 36 Dagfari • nóvember2006

x

Dagfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagfari
https://timarit.is/publication/968

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.