Dagfari - 01.11.2006, Blaðsíða 42
Að réttlæta óréttlæti
Pyntingar, fangaflug og ábyrgð íslenskra stjórnvalda
s é
Því miður virðast pyntingar undantekningalítið vera
stundaðar í öllum ríkjum og stofnunum sem fást við
ofbeldi. Ógnarstjórnir í öðrum heimsálfum eru þar
mest áberandi en herir lýðræðisríkja eru oft litlu
skárri. Bandarísk stjórnvöld hafa sérstaklega sætt
harðri gagnrýni fyrir að leyfa pyntingum að viðgangast
í baráttu sinni gegn hryðjuverkum.
hægt að bjarga mun fleirum frá verra böli. í tilfelli
Bandaríkjanna er vitanlega um að ræða að reynt er að
afla upplýsinga um yfirvofandi hryðjuverkaárásir með
því að beita hugsanlega hryðjuverkamenn miklu
harðræði í von um að þeir láti bugast og komi upp um
samverkamenn sína.
Ástæðan er ekki sú að Bandaríkin séu sek um sérlega
hrottaleg mannréttindabrot, a.m.k. ekki sé miðað við
önnur lönd. Skýringarnar virðast einkum vera tvær.
Annars vegar er búist við meiru af Bandaríkjunum
vegna þess aó stjórnkerfi þeirra er gagnsætt og
lýðræðislegt samanborið við önnur ríki sem gerst hafa
sek um viðlíka mannréttindabrot. Hins vegar hafa
bandarískir ráðamenn gert ítrekaðar tilraunir til að
réttlæta og afsaka voðaverk hersins á pólitískum
vettvangi.1
í þessari grein hyggst ég bæði taka fyrir réttlætingu
bandarískra ráðamanna fyrir þeim ómannúölegu
yflrheyrsluaóferðum sem beitt er og afsökunina sem
svo var notuð til að firra sig ábyrgð á verknaðinum. Að
því loknu ætla ég að skoða þátt íslenskra stjórnvalda
í mannréttindabrotum Bandaríkjanna, sér í lagi með
tilliti til svonefnds fangaflugs bandarísku leyni-
þjónustunnar.
Réttlætingin: Almannahagur
Réttlætingin sem veitt er fyrir ómannúðlegri meðferð á
föngum er ævinlega sú að með því að gera einum illt
42 Dagfari • nóvember 2006
Ég ætla að byrja á því að nefna - en hunsa svo í
framhaldinu - nokkrar mótbárur sem oft eru settar
fram gegn slíkum mannréttindabrotum. í fyrsta lagi
má mjög efast um að pyntingar séu raunverulega
notaðar í þeim tilgangi að koma upp um mannskæðari
árásir - í mörgum tilvikum virðast pyntingarnar frekar
vera notaðar sem refsing en yfirheyrsluaðferö. Sem
refsingar eru pyntingar svo augljóslega óréttlætan-
legar út frá siðferðilegu sjónarmiði að til að ráðast ekki
á garðinn þar sem hann er lægstur er rétt að ijalla
aðeins um þær pyntingar sem notaðar eru í
yfirheyrslum.
í öðru lagi verður ekki fjallað um áhættuna sem fylgir
því að vega og meta hugsanlegt böl sem hægt er að
koma í veg fýrir með ómannúðlegum yfirheyrslum.
Her- og leyniþjónustumenn hafa enga tiyggingu fyrir
því að yfirheyrslur þeirra komi nokkrum manni að
gagni - einkum í ljósi þess að réttlætingin vísar til
þess sem hefði getað gerst, en ekki raunverulegra
atburða. í þágu umræðunnar skulum viö samt gera
ráð fyrir að til séu aðferðir til að meta slíkt böl á móti
sársaukanum og óhamingjunni sem pyntingar valda
föngum.