Dagfari - 01.11.2006, Blaðsíða 35

Dagfari - 01.11.2006, Blaðsíða 35
vikum seinna. Lagið heitir „Ohio“ og hefur lifað góðu lífi fram á okkar dag. Höfundurinn er Neil Young. Nú, 36 árum seinna, er komin út enn ein platan með Neil Young. Hann hefur sjaldan verið eins beinskeytt- ur og nú. Hún kemur aðeins átta mánuðum á eftir annarri plötu, Prairie Wind. Á þeirri hugljúfu plötu er sannarlega undirstrikað það sem Neil Young hefur helst staðið fyrir á sínum ferli: Að lífið sé gott og ástin sterkasta aflið í manninum. Á nýjustu plötunni, Living With War, er annað uppi á teningnum. Pólitíska hliðin á Neil Young er þar alls- ráðandi. Young er reyndar meiri baráttumaður en margan grunar: Hann hefur meðal annars lagt The Bridge School, sem er skóli fyrir fötluð börn, gríðarlegt fjármagn þar sem hann hefur árlega síðan 1986 haldið styrktartónleika og fengið flesta af vinsælustu tónlistarmönnum heimsins til að leggja málefninu lið. Hann hefur líka verið hluti af hippabandinu Crosby, Stills, Nash & Young sem hefur lagt friðarmálefnum lið í áratugi og þegar litið er yfir feril hans er að flnna þónokkra ádeilutexta. Ásamt „Ohio“ má nefna „Southern man“ og „War of Man“. Þegar ég heyrði að von væri á pólitískri plötu frá Neil Young leist mér ekkert sérlega vel á hugmyndina, enda þoli ég ekki pólitík þrátt fyrir að í eðli mínu sé ég bæði friðar- og umhverfissinni. Þegar ég síðan las umfjöllun um afdráttarlausar skoðanir Neil Young á íraksstríðinu fylltist ég áhuga á ný. Nú eru fjögur ár liðin síðan við fjölmenntum í friðsam- legum mótmælum gegn Íraksstríðinu. Síðan hefur áhugi minn og margra dofnað þar sem síendurtekinn fréttaflutningur af þessu fáránlega stríði hreyfir ekki lengur eins mikið við manni. Þess vegna var kærkomið að fá ferskt spark í þessa baráttu. Living With War er þetta spark sem þurfti. Á sjötugs- aldri kemur Neil Young með sína kraftmestu plötu. Tilflnningin og reiðin í söng og gítarleik er ósvikin og ástríðufull. Hér er á ferðinni enn ein sönnun þess að Neil Young er einn mesti rokkari tónlistarsögunnar og platan er sönnun þess að rokktónlistin á sér ennþá von ef ástríða listamannsins er fyrir hendi. Living With War var hljóðrituð á örfáum dögum og ber þess merki að höfundur hafi ekki dvalið lengi við undirbúning. Tónsmíðarnar eru hráar og melódískar, nokkuð er um endurunnið efni höfundar og tvær melódíur eru auðheyrilega fengnar að láni frá Bob Dylan. Dylan er svo nálægur á þessari plötu að Neil endurgeldur honum greiðann frá „Highlands" í annað skipti. Þegar ég hlusta á lögin kemst ég ekki hjá að hugsa um lög Dylans eins og „Chimes of Freedom", „Knocking on Heaven’s Door“, „John Brown“, „With God on Our Side“ og fleiri. Textasmíðarnar eru í takt við útsetningarnar: Beittar, umbúðalausar, einfaldar en líka nokkuð klunnalegar á köflum. Þær hliðar sem Neil Young dregur fram verða oft útundan í stríðsumfjöllun fjölmiðla, þ.á.m. sú staðreynd aö hermenn eru ósjaldan sendir gegn sínum vilja á vígvöllinn, og látnir drepa andstæðinga og saklaust fólk. Heima fyrir er fólk sem þarf líka á þeim að halda og saknar þeirra. Sumir koma til baka í líkkistu, aðrir skaddaðir á sál og líkama. Young vísar líka í eyðileggingu náttúrunnar og þá gegndarlausu peningasóun sem Íraksstríðið hefur í för með sér fyrir bandarískan almenning, en jafnframt er fegurðin og friðurinn samanborin við niðurrifið. Neil Young vill draga hryðjuverkamanninn George W. Bush til ábyrgðar. Hann er alveg miður sín fyrir hönd banda- rísku þjóðarinnar sem veitti blóðþyrstum forseta sínum endurkjör. Living With War hefur fengið mjög misjafnar viðtökur. En þrátt fyrir nokkra vankanta finnst mér Young í heildina takast vel upp og efast ég um aó verkinu hefði nokkur greiði verið gerður með frekari finpússun. Mikið frekar held ég að það hefði dregið úr þvi kraftinn sem er helsti styrkur plötunnar. Living With War mun seint skipa sér sess meðal uppáhalds Neil Young- platna minna. Enda er allur samanburður fáránlegur þar sem platan er ekki beint hugsuð sem listræn afurð, heldur er rokkið einungis miðill boðskaps höfundar. Ég get ekki annað en verið þakklátur fyrir Living With War sem er tímamótaverk á ferli Neil Young. Hún vekur hlustandann til umhugsunar og þar með er tilganginum að hluta til náð. Living With War nýtur sín best þegar hún er spiluð á miklum styrk og mun skipa Neil Young sess í góðum hópi hugrakkra ádeiluskálda. Eftir 30 ár, þegar Bush og Rumsfeld verða dauðir og Íraksstríðið jafnfjarlægt samtímanum og Víetnamstríðið er núna, mun Living With War áfram standa til boða í plötubúðum og á bókasöfnum. Óskandi að næsta kynslóð læri eitthvað af henni. - Vængmaður Dagfari • nóvember2006 35

x

Dagfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagfari
https://timarit.is/publication/968

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.