Dagfari - 01.11.2006, Blaðsíða 33

Dagfari - 01.11.2006, Blaðsíða 33
legar. Fyrir þær ber að refsa.“ í stjórnarskrá Austur Tímor segir svo: „Lýðveldið Austur Tímor mun halda uppi friðsamlegum samskiptum og samvinnu við allar aðrar þjóðir, stefna að friðsamlegri lausn deilumála, almennri, jafnri og skipulegri afvopnun, nýrri sameiginlegri skipan öryggismála og nýrri alþjóðlegri efnahagsskipan sem geti tryggt frið og réttlæti í sam- skiptum þjóða.“ Tvö ríki hafa það hins vegar í stjórnarskrá sinni að ekki skuli stofnaður her í landinu, Costa Rica og Japan. í stjórnarskrá Costa Rica er lagt bann við „her sem varanlegri stofnun“. í japönsku stjórnarskránni segir beinlínis: „... mun aldrei verða komið á fót land-, sjó- eða flugher né öðrum vígbúnaði. Réttur ríkisins til hernaðar mun aldrei verða viðurkenndur." Vissulega hafa ráðamenn sumsstaóar haft laga á að fara kringum þessi ákvæði, eins og sjá má af þátttöku Þýskalands í innrás í Júgóslavíu 1999 og Japans í hernámi íraks, en þó teljum við þessi ákvæði ekki þýðingarlaus. Þegar Dagfari fór í prentun lá enn ekki fyrir niðurstaða Stjórnarskrárnefndarinnar. Ekki er sérstök ástæða til bjartsýni, enda virðast fulltrúar meirihluta nefndarinnar telja það forgangsatriði að endurskoða ákvæði um málskotsrétt forseta en láta önnur atriði sitja á hakanum. Þá tiltók varaformaður nefndarinnar, Þorsteinn Pálsson, tillögur SHA sérstaklega í umræðum á málþinginu sem dæmi um breytingar sem honum væri ekki að skapi. Sérstaklega taldi hann það íþyngjandi fyrir framkvæmdavaldið ef sett væru ákvæði sem bönnuðu ríkisstjórn að lýsa yfir stríði á hendur öðrum ríkjum. Barátta herstöðvaandstæðinga fyrir endurskoðun stjórnarskrárinnar heldur þó áfram. - Stefán Pálsson

x

Dagfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagfari
https://timarit.is/publication/968

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.