Dagfari - 01.11.2006, Blaðsíða 27

Dagfari - 01.11.2006, Blaðsíða 27
ur voru fjarlægðar gusaðist blóð úr vitum þeirra. Margir fanganna munu enn vera í hungurverkfalli og hyggjast halda því áfram, annað hvort þangað til komið er fram við þá af virðingu eða þeir deyja. Sjálfsvígstilraunir í búðunum eru nokkuð tíðar. Maður að nafni Muhammad Saad Iqbal al-Madni er einn þeirra sem reynt hafa sjálfsvíg í búðunum. Hann mun nú vera orðinn geðveikur samkvæmt frásögnum annarra fanga. Það er líklega afleiðing þeirrar meðferðar sem hann sætti í neðanjarðargeymslu í Egyptalandi, en þangað var hann framseldur af Bandaríkjaher og Egyptar unnu svo á honum eins og nokkurs konar undirverktakar. Þar fékk hann ekki að sjá sólina í langan tíma. Þar var bundið fyrir augu hans, honum gefin raflost, hann var barinn og látinn hanga neðan úr loft- inu þar til hann viðurkenndi að hafa starfað með Osama Bin Laden. Réttarmorð Enginn fanganna í Guantanamo hefur verið dæmdur fyrir eitt eða neitt. Réttað var yfir föngum Bandaríkjahers af svokölluðum hernefndum en ekki alvöru dómstólum. Þessar hernefndir eru ekki hlut- lausar því þær heyra undir framkvæmdavaldið, þær hafa rétt til að dæma menn til dauða, og dómum þeir- ra er hvergi hægt að áfrýja. Enn fremur geta nefndirnar haldið sönnunargögnum leyndum fyrir sakborningum svo þeir geta ekki undirbúið vörn sína á fullnægjandi hátt. Það er því nokkuð ljóst að þessar nefndir sem sumir hinna „óvinveittu bardagamanna“ flytja mál sín fyrir, eru skrípamyndir af dómstólum sem stunda lítið annað en skrumskælingu á réttar- kerfmu. Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur nú bless- unarlega ákveðið að þessir herdómstólar séu ekki lög- mætir. Engu að síður hafa fangar áfram verið færðir fyrir nefndirnar, þ.á.m. Omar Khadr sem var tekinn höndum einungis 15 ára gamall og er talinn vera mjög illa á sig kominn jafnt andlega sem líkamlega. Jafnvel þó fangarnir losni vió þann leiðinlega titil „óvinveittir bardagamenn" fá þeir samt að dúsa áfram í búðunum. Þannig var ástatt fyrir níu manns í febrúar síðastliðnum. Hugsanlega er það vegna þess að þeir eiga á hættu enn frekari mannréttindabrot sé þeim skilað til heimalanda sinna, ef marka má orð Colin Powell frá árinu 2004 þar að lútandi, og er það vel að þessir fangar séu ekki sendir beint aftur, t.d. til Kína, þar sem ekkert skárra biði þeirra. Aftur á móti virðist ganga einstaklega hægt aó finna önnur ríki þar sem þessir menn geta fengið hæli. Einstaka fangar hafa verið fluttir frá Guantanamo. Sumir þeirra hafa einungis verið sendir í einhverjar aðrar fangabúðir. Aðrir hafa fengið frelsi einungis til að vera áreittir í tíma og ótíma, til að þola tilviljana- kenndar handtökur og slæma meðferð af ýmsum toga. Sumir hafa fengið að snúa til síns heima eftir hið full- komna réttarmorð sem þeir urðu að þola vegna stríðs Bandaríkjastjórnar gegn hryðjuverkum. En þegar þeir fá loksins frelsið á ný eru þeir yfirleitt lítið annað en mennskar rústir, bugaðir á sál og líkama. En kannski mega þeir prísa sig sæla fyrir að hafa komist aftur til síns heima. Bandarísk yfirvöld hafa jú áskilið sér rétt til að halda sínum föngum þar til yfir lýkur ef þeim finnst ástæða til, því þau eru í stríði. Stríði sem ekki sér fyrir endann á. Stríði sem getur staðið nákvæmlega eins lengi og stjórnvöld í Washington vilja að það standi. Það er gallinn við að lýsa yfir stríði á hend- ur hugtaki; illa getur gengið að kveða það í kútinn með því að sprengja þaó eða skjóta. Nægir í þessu samhengi að vísa til orða George W. Bush frá 15. ágúst um að langt stríð væri framund- an, en það sagði hann í kjölfar hinna meintu árása á Heathrow-flugvöll sem áttu að eiga sér stað nokkrum dögum fyrr. Baráttan fyrir að uppræta hiyðjuverk í heiminum gæti allt eins staðið til eilífðarnóns. Hægt væri að tíunda sorgarsögu Guantanamobúð- anna og vistmanna þeirra í mun ítarlegra og átakan- legra máli en hér er gert. Það sem er þó mikilvægast að hafa í huga þegar fjallað er um búðirnar er að þær eru fyrst og fremst tákn. Þær eru einkenni sem standa fyrir níðingsskapinn sem bandarísk hernað- arhyggja undanfarinna ára hefur haft í för með sér. Þær eru ekki eitthvert afmarkað, illkynja æxli í heims- byggðinni. Þvert á móti, þá bendir flest til þess að þær séu einungis hinn sýnilegi ásteitingarsteinn, topp- urinn á ísjakanum. Amnesty International og mörg fleiri öfl berjast enn af krafti fyrir því að þessu „gúlagi okkar tíma“ eins og Irene Khan, aðalframkvæmda- stjóri AI kallaði búðirnar, verði lokað. En hafa ber ætíð hugfast að jafnvel þegar það tekst þá verður það ein- ungis eitt skref í rétta átt. Sami her og nú er nýfloginn frá íslandi hefur hvergi nærri lokið sér af við að leggja líf saklauss fólks í rúst fyrir óljósan tilgang. - Kári Páll Óskarsson Dagfari • nóvember2006 27

x

Dagfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagfari
https://timarit.is/publication/968

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.