Dagfari - 01.11.2006, Blaðsíða 23

Dagfari - 01.11.2006, Blaðsíða 23
efni heima í þessum flokki, þar á meðal piparúði sem inniheldur efnið kapsaísín, virka efnið í pipará- vöxtum. Kapsaísín veldur bólgum í slímhúð, bæði í augum og öndunarvegi. Auk dæmisins úr fyrri heimsstyrjöldinni má nefna að Bandaríkjaher beitti táragasi talsvert í Víetnamstríðinu, einkum til að flæma andstæðinga sína út úr jarðgöngum. Rétt er að árétta að þótt efnavopnasáttmálinn sem nú er í gildi banni notkun táragass í hernaði, bannar enginn alþjóðasáttmáli notkun þess í öðrum tilgangi. Aukinheldur gerðu örfá ríki — þeirra á meðal eru Bandaríkin — fyrirvara um hugsanlega notkun tára- gass í hernaði við sérstakar aðstæður þegar þau undirrituðu efnavopnasáttmálann. Athygli vekur að utan skilgreiningar efnavopna- sáttmálans falla ýmis efni sem notuð eru í hernaði og hafa skaðleg áhrif á líkamann. Þar má nefna plöntueitur á borð við „agent orange“ sem Bandaríkjaher beitti í Víetnam, en það inniheldur díoxín sem er þrávirkt lífrænt efni og veldur skaða á ónæmiskerfinu, krabbameini í lifur og lungum og fæðingargöllum. Einnig má nefna mjög eldfim efni svo sem hvítan fosfór, en sami her notaði hann gegn uppreisnarmönnum og óbreyttum borgurum í Fallúdja í írak á síðasta ári. Notkun fosfórs er þó bönnuð samkvæmt öðrum sáttmála, nánar til tekið þriðja hluta sáttmála Sameinuðu þjóðanna um tilteknar gerðir hefðbundinna vopna frá 1980. Bandaríkin hafa enda ekki fullgilt nema tvo af fimm hlutum þessa sáttmála. Bann viö notkun efnavopna Eins og áður sagði hefur efnahernaður alla tíð verið litinn hornauga og ýmis bönn hafa verið lögð við honum. Herstjórnir hafa þó iðulega fundið leiðir framhjá þessum bönnum. Til dæmis bannar sáttmálinn frá friðarráðstefnunni í den Haag árið 1899 notkun skeyta sem fyllt eru með eiturgasi, en segja má að Þjóðverjar hafi ekki brotið hann í klór- gasárásum fyrri heimsstyrjaldarinnar því þeir losuðu gasiö beint út í andrúmsloftið og létu vindinn bera það að óvinaherbúðunum. Sáttmáli um bann við hernaði með kæfandi, eitruðum og öðrum gösum og sýklahernaði, venjulega kallaður Genfarsáttmálinn, var undirritaður árið 1925 og tók gildi þremur árum síðar. Eins og nafnið gefur til kynna bannar hann efnahernað en áfram var leyfilegt að vinna að þróun efna- og sýklavopna. í dag eru 133 ríki aðilar að sáttmálanum, sum áskilja sér þó að svara efna- og sýklavopnaárásum í sömu mynt. Árið 1993 var sáttmáli um bann við þróun, fram- leiðslu, söfnun birgða og notkun efnavopna, og um eyðingu þeirra — venjulega nefndur efnavopna- sáttmálinn — undirritaður í den Haag. Sáttmálinn, sem gekk í gildi árið 1997, tekur alls til um 70 efna sem bannað er að framleiða til hernaðarnota. Efnin eru flokkuð í þrennt eftir því hve mikið þau eru notuð á lögmætan hátt. Þannig tilheyra rísín og sinnepsgas fyrsta flokki, en þau eru ekki notuð í neinum öðrum tilgangi en hernaði. í öðrum flokki eru efni sém eru lítið notuð í lögmætum tilgangi, svo sem þíódíglýkól sem er náskylt sinnepsgasi en er notað sem leysir í bleki. Efnin sem tilheyra þriðja flokki eru mikið notuð í iðnaði, til dæmis fosgen og blásýra. Þær 178 þjóðir sem hafa fullgilt sáttmálann skuldbinda sig til að stöðva alla framleiðslu efnavopna og eyða öllum efnavopnum sínum fyrir apríl 2007, með möguleika á fresti til 2012. Alls viðurkenndu tólf aðildarríki sáttmálans að eiga efnavopnaverksmiðjur og sex ríki sögðust eiga birgðir efnavopna. Talið er að auk þessara ríkja eigi nokkur önnur efnavopn og/eða verksmiðjur til framleiðslu þeirra. Meðal þeirra eru ísrael, Egyptaland, Sýrland og Norður-Kórea, en ekkert þeirra hefur fullgilt efnavopnasáttmálann. Að auki hafa nokkur aðildar- ríki sáttmálans — meðal annarra Súdan og Kína — verið sökuð um að hafa ekki sagt rétt til um efnavopnabirgðir sínar. Staðan í dag Samkvæmt síðustu tölum (10. júlí 2006) frá eftirlits- stofnuninni OPCW hefur um 19% skráðra efnavopna í heiminum verið eytt — en markmiðið var 45% fyrir apríl 2004 — og búið er að stöðva framleiðslu þeirra 65 efnavopnaverksmiðja sem skráðar voru til OPCW. 55 þeirra hafa aukinheldur annaðhvort verið rifnar eða þeim breytt til framleiðslu á öðrum og friðvænlegri efnum. Þó er ljóst að markmið sáttmálans nást ekki innan árs; búist er við að Bandaríkjamenn nái að eyða öllum efnavopnum sínum árið 2014 en Rússar varla fyrr en 2027. - Finnbogi Óskarsson Heimildir og ítarefni Chemical warfare - greinaröð um efnahemað á Wikipedíu, frjálsu alfræðibókinni. <http://en.wikipedia.org/wiki/Chemical_warfare> Medicál management of chemical casualties handbook, United states army, 1995. <http://www.fas.org/nuke/guide/usa/doctrine/army/mmcch> Protocol for the prohibition ofthe use in war of asphyxiating, poisonous or other gases, and of bacteriological methods of warfare, 1925. <http://www.sipri.org/contents/cbwarfare/cbw_research_doc/cbw_histori- cal/ cbw-hist-geneva-eng. html> Convention on the prohibition of the development, production, stockpiling and use of chemical weapons and on their destruction, OPCW, 1993. <http://www. opcw. org/ html/ db/ cwc/ eng/ cwc_fra meset. html> The chemical weapons convention at a glance, Arms control association, 2005. <http://www.armscontrol.org/factsheets/cwcglance.asp> Convention on prohibitions or restrictions on the use of certain conventional weapons which may be deemed to be excessively injurious or to have indis- criminate effects, 1993. <http://www.ccwtreaty.com/ccwtreatytext.htm> Gas killed Moscow hostages, BBC news world edition, 27. október 2002. < http:// news. bbc. co.uk/ 2/ hi/ eu rope/2365383. stm> Phosphorus was used for Fallujah bombs, admits US, The Times, 17. nóvem- ber 2005. <http://www.timesonline.co.Uk/article/0,, 7374-1875728,00.html> Dagfari • nóvember2006 23

x

Dagfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagfari
https://timarit.is/publication/968

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.