Dagfari - 01.11.2006, Blaðsíða 14

Dagfari - 01.11.2006, Blaðsíða 14
Heim til Maryland Nú þegar bandaríski herinn er farinn frá íslandi er útséð um aö okkur verði boöið aftur inn í stofuna hjá hinum óbreytta Stuart og fjölskyldu hans frá Maryland. Sem táknar það auðvitað aö engin Mildred færir okkur kaldan Coors Light og kanadabúrbón á stofuborðið, að engin Mandy og Luke, eða hvað þau hétu, börnin þeirra Stuarts og Mildredar, komi döpur en sæt á svip inn í stofuna til að bjóða foreldrum sínum góða nótt í ellefu hundraöasta og fjórtánda skiptið áður en þau halda inn í herbergió sitt til aö sofna í íslenska álpappírsmyrkrinu. Nú þegar herinn er farinn komum við inn í íbúð Stuarts og Mildredar og þar er enginn Stuart eöa Mildred. Ekki heldur Jim eöa Lenny, eöa hvaö þeir hétu, hermannavinir Stuarts. Og þar af leiðandi ekki Fran eöa Rosalyn, konur Jim eða Lenny, og engin Mandy, dóttir Stuarts og Mildredar, sem núna er ábyggilega komin meö mann og börn, gott ef ekki skilin líka og komin meö offituvandamál, og þaðan af síður Luke bróðir hennar því hann fór í herinn eins og pabbi sinn og var drepinn í írak og sendur í álkistu heim til Maryland. - Bragi Ólafsson 14 Dagfari • nóvember2006

x

Dagfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagfari
https://timarit.is/publication/968

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.