Dagfari - 01.11.2006, Blaðsíða 4
SundaKafnarslagiKriiftift ‘79
„Hestaunnendum freklega
misboðið**1
Þessa fyrirsögn mátti lesa á 2. síöu Morgunblaðsins
miðvikudaginn 19. september 1979. Herstöðva-
andstæðingar höfóu daginn áður mótmælt komu
NATO-herskipa til landsins með því að reisa níðstöng
með hrosshausi og daginn eftir fóru fram fjöldamót-
mæli við Sundahöfn sem enduðu í slagsmálum milli
lögreglunnar og herstöðvaandstæðinga.
Árið hafði verið viðburðaríkt fyrir herstöðvaand-
stæðinga, þrjátíu ár voru liðin frá inngöngunni í NATO
og mótmæli herstöðvaandstæðinga fóru að snúast að
miklu leyti um kjarnorkuógnina. Minnistæðast hlýtur
þó árið 1979 að vera fyrir Sundahafnarslaginn fræga.
Hér verður stuttlega rakið hvað átti sér stað.
Níðstöngin
Þann 6. september 1979 gaf utanríkisráóuneytið út
fréttatilkynningu um að átta skip úr fastaflota NATO
á Atlantshafi mundu koma í heimsókn til Reykjavíkur
dagana 17. -19. september. Samtök herstöðvaand-
stæðinga létu að sjálfsögðu ekki á sér standa og
undirbjuggu mótmæli. Þegar tilkynningin barst var
ákveðið að mótmæla komu herskipanna með því að
reisa níðstöng og halda Qöldamótmæli.
Aó morgni 18. september sigldu skipin inn í höfnina.
Herstöðvaandstæðingar voru þá reiðubúnir með
níðstöngina á Laugarnestanga, á toppi hverrar sat
blóðugur hestshaus. Á stöngina var rist með rúnum
kvæði Jóns Óskars, „Varið ykkur hermenn".
Herstöðvaandstæðingar snéru fyrst hrosshausnum að
skipunum og níðnum beint að NATO og bandaríska
hernum. Því næst var hausnum beint að landinu
sjálfu og á „stjórnmálamenn þá er þetta land byggja,
svo allir fari þeir villur vega, og enginn hendi né hitti
sitt inni, fyrr en þeir reka herinn úr landi og segja
ísland úr Nató.“2 Lögreglumenn brugðust skjótt við og
náðu hrosshausnum og stönginni af herstöðvaand-
stæðingunum. Sigurður Ólafsson söngvari og hesta-
maður í Laugarnesi hafði kvartað yfir að stöngin heföi
verið reist í leyfisleysi á landareign hans og hefði skelft
hesta sem voru í nágrenninu á beit. Samtökin óskuðu
þess að fá hesthausinn afhentan á ný en lögreglan
neitaði því „á þeirri forsendu að hann hefði verið
settur í sorptunnu, þar sem geymdar væru líkams-
leifar fleiri dauðra dýra. Því væri af heilbrigðis-
ástæðum ekki hægt að afhenda þeim hesthausinn.“3
Stöngina sjálfa fengu SHA þó afhenta til baka.
Ásmundur Ásmundsson, þáverandi formaður
miönefndar samtakanna neitaöi aö gefa upp viö
4 Dagfari • nóvember 2006
blaðamenn Morgunblaðsins hvar herstöðvaand-
stæðingar hefðu fengið hesthausinn, en heimildir
blaðsins sögðu að unnið væri hart að því innan sam-
takanna að útvega nýjan haus eftir að sá fyrri var
brottnuminn.
Viöbrögð
Þó Mogginn hafi lítið skeytt um hana þótti níðstöngin
efni í forsíðufrétt hjá Þjóðviljanum, með fyrirsögninni:
„Flotaheimsóknin argvítug ögrun.“4 Á sömu blaðsíðu
segir Ásmundur Ásmundsson að þetta sé „frekleg árás
af hálfu lögreglunnar" og „ekki hefði hann betur séð
en hestar hans [Sigurðar] yndu sér hið besta á beit,
enda níðstöngin ekki nálægt þeim.“5 f Alþýðublaðinu
segir Benedikt Gröndal, utanríkisráðherra, þetta vera
„allt samkvæmt gildandi lögum um komu erlendra
herskipa, og ekkert frábrugðið.“6
Samdægurs höfðu Samtök herstöðvaandstæðinga
sent frá sér fréttatilkynningu þar sem samtökin „mót-
mæla harðlega komu átta herskipa úr fastaflota Nato
til landsins. Því til fulltingis hefur níðstöng verið reist
í Laugarnesi, mögnuð og rúnum rist, þar sem þessum
manndrápsfleytum er óskað ófarnaðar í hvívetna, svo
og þeim myrkraöflum sem að baki standa, Nato og
handbendum þess hérlendis og erlendis." Samtökin
töldu komu herskipanna tilraun til að „skapa jákvæð
viðhorf meðal landsmanna til vígbúnaðar og
hernaðarbrölts." Herstöðvaandstæðingar kalla komu
herskipana ögrun vió þá „sem staðið hafa gegn vopna-
skaki og vígaglaumi [...] [og[ hvern þann mann sem
ber friðarhugsjónir í brjósti."7 í Alþýðublaðinu 20.
september eru svo þjóðþekktir einstaklingar spurðir
hvort níðstöng herstöðvaandstæðinga hafi þjónað
málstað þeirra. Thor Vilhjálmsson, rithöfundur,
svarar svo: „Það er vandséð ennþá, enda er þetta forn
galdur. Tíminn einn verður að leióa það í ljós.“8 Hver
veit nema Thor hafi hitt naglann á höfuðið og níðurinn
hafl loks hitt í mark 15. mars 2006, þegar tilkynnt var
um brottflutning hersins af Miðnesheiði.
Slagurinn 19. september
„Herstöðvaandstæðingar munu ekki láta þessum
ögrunum ósvarað. Því mun efnt til útifundar þar sem
herskipin liggja vió bryggju inn við Sundahöfn
klukkan 17:30 á miðvikudag. Níð herstöðvaand-
stæðinga, sem hvein í rám og reiðum skipanna á leið
til íslands, og tafði þau [,..]mun þar hrína á flotanum
svo í minnum verður haft allt til ragnaraka.“9
Mönnum var bersýnilega heitt í hamsi. Lögreglan
þurfti að bregðast vió og setja menn á vörð við