Dagfari - 01.11.2006, Blaðsíða 45

Dagfari - 01.11.2006, Blaðsíða 45
náinna bandamanna, eins og íslensk stjórnvöld eru gott dæmi um, mótmæltu á alþj óðavettvangi. Mikilvægasta röksemdin gegn hreinþvætti íslenskra stjórnvalda er þó af allt öðrum toga. í skýrslu Evrópuráðsins er tekið fram að ætlunin er ekki að skera úr um að stjórnvöld þessara ríkja séu „sek“ fyrir að hafa leyft leynifangelsum að viðgangast, heldur að draga þau til „ábyrgðar“ fyrir að bregðast þeirri jákvæðu skyldu sinni „að rannsaka alvarlegar ásakanir."11 Samkvæmt þessu viðmiði er ekki aðeins rangt að vísvitandi eiga þátt í mannrétt- indabrotum annarra ríkja, heldur er líka óverjandi að rannsaka það ekki sérstak- lega ef einhver gögn benda til þess að mannréttindabrot viðgangist í viðkomandi ríki eða séu framin af ríkisborgurum þess. í þessum skilningi er skyldan jákvæð fremur en neikvæð, því hún felur í sér að stjórnvöld hafa sjálf frumkvæði að slíkum rannsóknum í stað þess að þurfa að vera beitt þrýstingi frá öðrum ríkjum eða samtökum. réttindabrot" og að „miðað við þær upplýsingar sem fram hefðu komið væri engin ástæða til [að rannsaka málið].“13 Þetta er einmitt það viðhorf sem íjallað er um í skýrslu Evrópuráðsins og byggist á þeirri hugmynd að sýna þurfi fram á einhverskonar sekt áður en innlend rannsókn hefur farið fram. Utanríkisráóherra sér aðeins neikvæðu skylduna til rannsóknar á mannréttindabrotum, en ekki hina jákvæðu sem felst frumkvæði íslenskra stjórnvalda eftir alvarlegar ásakanir frá Amnesty International. Sé afstaða íslenskra ráðamanna borin saman við gagnrýni Evrópuráðsins á ríkisstjórnir Póllands og Rúmeníu - sem eru þau tvö lönd sem koma verst út úr skýrslunni - þá er ljóst að enginn eðlismunur er á afstöðu ríkjanna þriggja. Enginn heldur því fram að ríkisstjórnir Póllands og Rúmeníu hafi beinlínis vitað af mannréttindabrotum bandarísku leyniþjónustunn- ar eða tekið þátt í þeim. Ásakanir Evrópuráðsins felast hins vegar í því að þótt ekki sé um að ræða „afdráttar- laus sönnunargögn fyrir tilvist leynifangelsa, þá rétt- læti gögnin ein og sér jákvæða skyldu til að hefja umfangsmikla rannsókn".14 Gögnin sem Amnesty International aflaði um hugsanlegt fangaflug í íslenskri lögsögu réttlæta - af nákvæmlega sömu ástæðum - að ríkisstjórn íslands sýni í verki hvers þau meta mannréttindi. Dagfari • nóvember 2006 45 Þann 5. apríl birtu mannréttindasamtökin Amnesty International skýrslu12 um fangaflug CIA og þátt annarra ríkja í mannréttindabrotunum sem þau fela í sér. Samkvæmt heimildum samtakanna millilenti ein flugvélanna sem voru í leigu bandarísku leyniþjónustunnar á Keflavíkurflugvelli. Amnesty telja að flugvélin hafi verið notuð til að flytja egypskan klerk frá Þýskalandi til Egyptalands eftir að hann var numinn á brott af CIA. Um er að ræða leigu- flugvél og eigendur hennar hafa játað að hafa leigt hana bandarísku leyniþjónustunni á umræddu tíma- bili. Ekki þarf frekari vitna vió. Traustar heimildir benda til þess að íslenskur flugvöllur geti hafa verið notaður við að fremja alvarleg mannréttindabrot. íslensk stjórnvöld geta ekki hunsað skýrslu Amnesty International, sem líklega eru virtustu mannréttinda- samtök í heimi. Ekki þarf heldur lengur að velta fyrir sér hvort íslens- ka ríkisstjórnin hafi sinnt „skyldu sinni til að rann- saka alvarlegar ásakanir". Sé viðmiðinu úr skýrslu Evrópuráðsins beitt á ásakanir Amnesty International á hendur íslenskum stjórnvöldum er aðeins hægt að komast að þeirri niðurstöðu að skylda íslands hafi verið að hefja rannsókn þegar í stað. Samkvæmt frétt Vísis um málið taldi þáverandi utan- ríkisráðherra engu að síður „ástæöulaust að ætla að landhelgi Íslands hafi verið notuð til að fremja mann-

x

Dagfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagfari
https://timarit.is/publication/968

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.