Dagfari - 01.11.2006, Blaðsíða 43
í þriðja og síðasta lagi verða ekki gerðar tilraunir til að
gagnrýna það siðferðiskerfi sem lagt er til grundvallar
í réttlætingu pyntinga. Réttlætingin byggir á því að
lágmarka eigi óhamingju og sársauka (og hámarka
hamingju, þótt það eigi tæplega við hér). Þeir sem lært
hafa siðfræði munu kannast við þessa kenningu sem
afleiðingasiðferði, nánar tiltekið sem nytjastefnu. Hún
er vinsæl en umdeild. Aðrar kenningar gera iðulega
ráð fyrir að eitthvað sé í sjálfu sér rangt og óréttlætan-
legt við alvarleg mannréttindabrot eins og pyntingar.
Enn er það í þágu umræðunnar að leyfa stuðn-
ingsmönnum ómannúðlegra yfirheyrsluaðferða að
velja sér siðfræðikenningu til viðmiðunar í umræð-
unni.
John Stuart Mill er frægasti fulltrúi nytjastefnu-
siðfræði nú á tímum. Mill gerir sér vel grein fyrir því
að ef ekki er stigið varlega til jarðar má nota nytja-
stefnuna til að verja hin mestu ódæðisverk. Tekur
hann í framhaldinu dæmi af ósannsögli, sem hæglega
má yfirfæra á ómannúðlegar yfirheyrslur, og segir að
„engin hagkvæmni [sé] fólgin í því að brjóta fyrir
stundarhag reglu sem er svo yfirburða mikilvæg."2
Reglan sem um ræðir gæti allt eins verið sú að
stunda ekki pyntingar. Mill viðurkennir svo í
framhaldinu að vissulega séu til undantekningatilvik.
„En til þess að gera ekki meiri undantekningu en
biýna nauðsyn ber til [...] ætti að viðurkenna hana og
setja henni mörk ef unnt er.“3
í bandaríska varnarmálaráðuneytinu er vissulega
viðurkennt að gera eigi undantekningu á annars
almennri reglu. Þann 4. júlí á þessu ári greindi Los
Angeles Times frá því að bandarísk stjórnvöld hafi gert
það að opinberri stefnu sinni að hunsa ákvæði
Genfarsáttmálans um niðurlægjandi meðferð á
föngum. Fyrir þá sem fallist hafa á nytjastefnusjónar-
miðið hingað til er vandinn hins vegar sá að engin
skýr mörk eru fyrir því hver geti talist til þeirra sem
má pynta og hvernig má pynta þá einstaklinga.
í opinberuðum skjölum frá bandaríska dómsmála-
ráðuneytinu er tekið fram að forsetinn hafi tekið þá
ákvörðun að „Genfarákvæðið um meðferð á stríðs-
föngum eigi ekki við um liðsmenn Talibana og Al-
Kaída.“4 En í þessu felst engin skilgreining á því hvað
það er að vera hluti af þessum tveimur hópum. Að
reiða fram einhverja slíka skilgreiningu væri þó langt
frá því að vera fullnægjandi til að réttlæta gjörðir
bandarískra hermanna. Ástæðan er einfaldlega sú að
það að vera liðsmaður Al-Kaída eða Talibana er
ásökun, sem svo er reynt að staðfesta með
yfirheyrslunum. Yfirheyrslurnar eru svo réttlættar
með vísun í að hinir yfirheyrðu séu liðsmenn Al-Kaída
eða Talibana.
Nú er ekki nema von að sumir lesendur séu orðnir
ruglaðir í ríminu. Réttlæting bandarískra ráðamanna
fer nefnilega í hring. Sá sem stígur upp í hringekjuna
þeirra snýst hring eftir hring þar til viðkomandi er
orðinn svo ringlaður að hann heldur að það sé jörðin
í kringum hann sem snýst en ekki hann sjáifur. Ef við
höldum okkur hins vegar á jörðunni er augljóst að
aðferðafræði Bandaríkjahers er sú sama og notuð var
af nornaveiðurum á miðöldum: Ef hin grunaða
drukknar ekki þegar henni er hent í djúpt vatn, þá er
talið augljóst að hún væri norn. Gallinn á sann-
reynsluaðferðum nornaveiðaranna og bandaríska
hersins er að allir fangar sem á annað borð eru á lífi
teljast vera sekir um hinn versta glæp.
Afsölcunin: Nokkrir svartir sauðir
Ekki þarf að fjöfyrða um mannréttindabrot í fangels-
um á borð við þau í Abu Ghraib og Guantanamo, enda
eru þau alkunn og hafa í nokkrum tilvikum verið
viöurkennd af gerendunum sjálfum. Helsta vörn
bandarískra stjórnvalda hefur falist í þeirri fullyrðingu
að pyntingarnar hafi verið verk „nokkurra svartra
sauða“ fremur en að almenn viðmið Bandaríkjahers
hafi legið að baki. Bent er á að ef opinber stefna
hersins er skoðuð munu flestir komast að þeirri
niðurstöðu að athæfi fangavarðanna sé ekki reglum
samkvæmt - enda var nokkrum þeirra refsað eins og
frægt er orðið. Þannig er komist að þeirri niðurstöðu
að æðstu valdhafar í Bandaríkjunum beri ekki ábyrgð
á mannréttindabrotum undirmanna sinna.
Þetta er í hæsta máta vafasöm röksemdafærsla.
Reyndin er sú að innan bandaríska stjórnkerfisins var
beitt tveimur mismunandi túlkunum á reglunum
gegn pyntingum og slæmri meðferð fanga. Önnur er
sú sem flestir munu fallast á, þ.e.a.s. að pyntingar eða
slæm meðferð felist í því að valda vísvitandi tilteknum
fanga líkamlegum eða andlegum sársauka. Þetta er
túlkunin sem beitt var þegar Lynndie England og
félagar hennar voru dæmdir sekir um ómannúðlega
meðferó á föngum í bandarískum herrétti.
Hin túlkunin er komin frá æðstu yfirmönnum banda-
rískra varnar- og dómsmála. í minnisblaði eftir
Alberto Gonzales, sem nokkru síðar var gerður að
dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, segir:
Að mínu mati felur [hin nýja hryðjuverkaógn gegn
bandarískum borgurum] í sér úreldingu hinna
ströngu takmarkana í Genfarsáttmálanum um
yfirheyrslu fjandsamlegra fanga [...].5
Minnisblaðið var ætlað forseta Bandaríkjanna.
Umræða innan bandaríska dómsmálaráðuneytisins
hélt áfram með því að Gonzales baó um skoðanir
aðstoðardómsmálaráðherra á málinu. í svarinu segir
m.a.:
Til að líkamlegur sársauki teljist vera pyntingar þarf
magn sársaukans að jafngilda því sem fylgir alvar-
legum líkamlegum meiðslum, eins og líffærabilunum,
hömlun eðlilegrar líkamsstarfsemi eða jafnvel dauða.
Dagfari • nóvember2006 43