Dagfari - 01.11.2006, Blaðsíða 39

Dagfari - 01.11.2006, Blaðsíða 39
Téténía og sérstaða Rússa Öll þessi vandræði hafa endurspeglast í gengi hersins í Téténíu. Þótt Rússar hafi Téténíu núna að miklu leyti á sínu valdi hlýtur það að teljast hálfgerður Pyrrhosarsigur því þeir hafa þolað mikið mannfall og lagt höfuðborg Téténíu, Grozníj, að miklu leyti í rúst. Rússnesk hermálayfirvöld hafa háleit markmið um að nútímavæða rússneska herinn, bæta aðbúnað hans, tæki og vopn en hafa einnig að hluta til hrint í framkvæmd áætlun um að gera hiuta hans að atvinnuher. í framhaldi á að minnka herskylduna í eitt ár frá 2008. Með þessu vilja menn leysa ýmis vandamál. Vafalítið sjá menn fyrir sér að auðveldara sé að koma sér upp vel þjálfuðum her ef hermennirnir eru atvinnumenn en ekki bara í stuttri herþjónustu. Rússnesk varnar- málayfirvöld sjá hins vegar ekki fyrir sér að fylgja fordæmi Bandaríkjamanna og gera herinn algerlega að atvinnuher enda er landfræðileg staða iandanna ekki sambærileg. Rússland á landamæri að fjölmörg- um löndum með mismunandi stjórnmálaástand og því telja yfirvöld að tryggja verði að almennir borgarar hafi grundvallar herþjálfun ef til almennrar herkvaðn- ingar kæmi. Hins vegar verður nýi atvinnuherinn lík- lega notaður í öllum smærri átökum eins og sjá má af því að í Téténíu hefur hann þegar tekið við. í apríl síðastliðnum var gerð skoðanakönnun meðal Rússa um viðhorf til herþjónustu. í ljós kom að Rússar skiptast í tvær nokkuð jafnar fylkingar í afstöðu til þess hvernig beri að manna herinn. 49% vildu atvinnuher en 45% vildu halda í almenna her- skyldu. Flestir sem vildu halda í herþjónustuna gáfu fyrir því þá ástæðu að allir menn ættu að búa yfir herþjálfun. 35% töldu að ungir menn öðluðust ómetanlega lífsreynslu í hernum og 31% töldu að herþjónustan gerði þá að almennilegum borgurum. Líklega er sögulegt hlutskipti Rússa eins ólíkt hlut- skipti hinna herlausu íslendinga og hugsast getur. En þetta myndi aldrei fara svona úr böndunum hjá okkur ef við ættum her, er það nokkuð? Við gætum auðvitað haft stjórn á öllu. Við erum jú rík, en Rússar eru fátækir. Við erum öðruvísi en Rússar. Er það ekki? -Aðalsteinn Hákonarson Dagfari • nóvember 2006 39

x

Dagfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagfari
https://timarit.is/publication/968

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.