Dagfari - 01.11.2006, Blaðsíða 30

Dagfari - 01.11.2006, Blaðsíða 30
eins og börn eru. Það var einn lítill gutti. Ég held hann hafi verið að tala við Högna. Hann var að spyrja um ísland og snjó og þetta allt og svo spurði hann Högna: „Hvað er lengi búið að vera stríð í þínu landi?“ Barnið hafói aldrei upplifað annað en þaó væri stríð. Þetta var strákur svona 10-11 ára. fyrst og fremst um það. Það var ekki hægt að búa í landinu - skapa þetta ástand að fólk gat ekki haldið áfram bara að lifa. „Viljum brauð með virðingu“ áþreifanlega var við í heimsókn á spítala í borginni Estelí þar sem hann dvaldi um skeið eftir að vinnu brigadist- anna í La Colonia var lokið og fór raunar á tungumáilanámskeið eins og upphaflega hafói verið ætlunin. Um spítalaheim- sóknina segir Gunnar: Þarna voru bandarísk hjón og maðurinn var læknir og hann talaði mikið um að hann hefði ekki gert sér grein fyrir því þegar hann fór að það vantaði einföldustu hluti bara eins og verkjapillur, magnyl - þetta var gjör- samlega ófáanlegt þarna. Það vantaði öll meðöl og það var sama hvað það var - það vantaði allt. Þegar ég kom til dæmis inn á spítala þarna í Estelí - við fórum þangað með þessum skóla í skoðunarferð - þá sáum við deild þar sem voru sængurkonur. Það voru tvær í rúmi - slík voru þrengslin. Af þessum orðum Gunnars og máli hans almennt má glögglega ráða hversu mikill skaði var unninn á sam- félaginu á þessum styrjaldarárum. Raunar vill hann meina að það hafi beinlínis verió markmið hernaðar- aðgerða Contranna að valda sem allra mestri röskun á daglegu lífi fólks og þjóðfélaginu almennt, en þannig yrði sem greióast skipt um stjórnvöld í landinu. Aðspurður um ástæðuna fyrir aðgerðum á borð við áðurnefnda árás á þorpið í grennd við La Colonia segir hann þannig: Bara til að hræða fólk og koma Sandinistunum frá völdum. Þetta snerist náttúrlega 30 Dagfari • nóvember 2006 Með öðrum orðum, þá voru Sandinistarnir fyrst og fremst almenn hreyfing félagshyggjufólks sem haföi það eitt að markmiði að bæta þjóðfélagið. Og þrátt fyrir allt tókst það í vissum atriðum. Læsi var þannig meira en í lön- dunum í kring, en á árunum 1979 til 1982 tókst að lækka tíðni ólæs- is úr 55% í 12%. Af sam- anburði við Hondúras og Guatemala, þar sem Gunnar fór einnig um, varð honum og ljóst að í Nicaragua talaði fólk mun meira um stjórnmál. Ólíkt því sem gerðist annars staðar í Mið-Ameríku, þar sem hann ferðaðist, var ástandið þannig ekki slíkt að fólk forðaðist þess hátt- ar umræður. Eftirfarandi saga Gunnars af kynnum sínum af klæðskera nokkrum í Managua, höf- uðborg Nicaragua, þar skeið eftir vinnuna í La sem hann dvaldist um Colonia, varpar ljósi á það: En til dæmis, þá varð maður aldrei var við það í Nicaragua aó fólk þyrði ekki að hafa skoðanir á póli- tík. Mér er minnisstætt að ég var náttúrlega búinn að slíta út öllum fötum. Svo keypti ég mér buxur og þurfti að láta stytta þær. Ég vissi af klæðskera þarna rétt hjá þar sem ég gisti. .Beint á móti honum var hersveit, nokkuð stór, svona heilmikil girðing og bygg- ingar og þarna bjó fullt af hermönnum. Þegar ég kom að sækja buxurnar, þá voru hermenn þarna - Sandinistahermenn - hjá kallinum. Þeir voru að rífast í ljósi þess illa ástands, sem Contrarnir og Bandaríkin ollu í Nicaragua, er merkilegt hversu margt jákvætt Gunnar varð þrátt fyrir allt var við í landinu. Var þannig augljóst að hreyfing Sandinista aðhylltist ekki neinn mannQandsamleg- an harðlínukommúnisma, eins og Bandaríkin og Contrarnir vildu vera láta. Um það segir Gunnar: Þeir voru ekki kommúnistar - þeir voru Sandinistar. Þjóðfélagið lamað Eins og gefur að skilja setti þetta langvinna striðs- ástand mark sitt á alla þætti þjóðfélagsins og má þar nefna heilbrigðiskerf- ið. Það varð Gunnar

x

Dagfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagfari
https://timarit.is/publication/968

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.