Dagfari - 01.11.2006, Blaðsíða 38
Rússneski Herinn
Rússland var sannkallað heimsveldi á 20. öldinni.
Herinn er samofinn þeirri ímynd og afrek hersins í
baráttunni við nasista hafa skipað stórt hlutverk
opinberlega frá lokum stríðs. Stríðslokadagurinn er til
að mynda enn stór hátíðisdagur.
En auk þess að vera nálægur Rússum í sögu og
þjóðarímynd er herinn líka áberandi í hinu daglega
lífi. Ungir menn í herklæðum sjást viða á götum en
þaö eru venjulega kadettar á leiðinni í og úr her-
skólum, hermenn að vinna ýmis samfélagsstörf eða
hermenn í fríi. Þess utan hefur herinn bein áhrif á líf
margra því rússneskir karlmenn eru skyldugir að
undirgangast tveggja ára herþjónustu.
Rússneski herinn hefur rúmlega milljón hermenn sem
eru flestir í land-, sjó- eða lofthernum. Fyrir utan
þessar þrjár meginstoðir hersins hefur hann geim-,
eldflauga- og fallhlífaher og umfangsmikla starfsemi
til stuðnings hernum. Rússneski herinn hefur
nokkrar herstöðvar utan Rússlands en þeim hefur
fækkað á undanförnum árum. Nýlega var tekin
ákvörðun um aö loka herstöðvum í Víetnam og á
Kúbu þannig að eftir standa einungis herstöðvar í
fyrrum Sovétlýðveldum og flotastöð í Sýrlandi.
Langstærsta verkefni rússneska hersins frá falli
Sovétríkjanna hefur verið hinn umdeildi hernaður í
Téténíu sem sér eins og stendur ekki fýrir endann á.
Engum dylst að fall Sovétríkjanna hafði í för með sér
umbyltingu á flestum sviðum rússnesks samfélags en
fyrir ríkið hefur það reynst afar erfitt verkefni að halda
við umfangsmiklu opinberu kerfi. Skólar, spítalar og
fleiri stofnanir eru reknar áfram þrátt fyrir ónóga fjár-
muni af fólki sem fær svo lítil laun að þau duga ekki
til framfærslu ein og sér. Herinn hefur ekki farið
varhluta af þessu. Hann á í erfiðieikum með að útvega
hermönnum viöunandi aðbúnað, húsnæöi og mat.
Einnig eru hergögn ónóg og úreldast hratt.
Hugsanlega má skýra langlífi þessara stofnana að
hluta til með því að það væri óhugsandi að þær störf-
uðu ekki áfram. Kennarar og heilbrigðisstarfsfólk
sætta sig við sitt hlutskipti því þau hafa hvergi annað
að leita eftir vinnu við sitt hæfi. En svona aðstæður
leiða af sér mikil vandamál, t.d. áfengissýki og
spillingu.
Martraðir rússneskrar æsku
Sá sem umgengst ungt fólk í Rússlandi kemst fljótt að
því að herinn hefur slæmt orðspor. Auk þess að að-
búnaðurinn sé lélegur heyrast hræðilegar sögur um
ofbeldi gagnvart nýliðum og þar til nýlega áttu þeir
sem fóru í herinn það á hættu að vera sendir illa
undirbúnir í átökin í Téténíu. Síðan 2004 hefur her-
liðið þar verið mannað atvinnuhermönnum eingöngu.
Drykkjuskapur er vafalítið ein af helstu ástæðum
ofbeldisins. Þaö er erfitt að gera sér grein fyrir því í hve
miklum mæli ofbeldi gegn nýliðum viðgengst og sumir
segja það stórlega ýkt. Engu að síður koma reglulega
fram í dagsljósið sögur af misþyrmingum hermanna.
Örlög Andrejs Sytsjovs, sem missti báða fætur og kyn-
færi eftir barsmíðar yfirmanns síns, komust í heims-
fréttirnar í febrúar síðastliðnum. Samtök mæðra her-
manna eru sjálfstæð samtök sem berjast fyrir réttind-
um hermanna og hjálpa einstökum hermönnum að
leita réttar síns. Á heimasíðu þeirra (www.ucsmr.ru)
má lesa fjölda hiyllingssagna af illri meðferð ungra
hermanna.
Spillingin í hernum á sér margar birtingarmyndir, t.d.
heyrast sögur um að hermenn selji óprúttnum aðilum
vopn og skotfæri. Einnig eru dæmi um að liðsforingjar
leigi hermenn sem vinnuafl. í desember síðastliðnum
var herforingi rekinn úr hernum fyrir slíkt athæfi og í
sumar var liðsforingi í Pétursborg dæmdur til fjár-
sektar fyrir að hafa leigt hermann uppgjafaherforingja
til að vinna í sumarhúsi þess síðarnefnda. Honum var
haldið föngnum þar í hálfan annan mánuó og mátti
þola grófar barsmíðar og svelti. Þegar þessi grein var
skrifuð hafði dómur í máli herforingjans fyrrverandi
ekki fallið.
Hvort þessar sögur bera vitni útbreiddu ofbeldi eða
eru einstök tilvik breytir ekki því að tilhugsunin um
að fara í herinn vekur ugg hjá ungum Rússum.
Herinn hefur enda átt í stökuStu vandræðum með að
framfylgja herskyldunni. Þeir, sem geta, fara ekki í
herinn og kerfið býður upp á margar undanþágur og
fresti. Nú er svo komið aó þangað fara aðeins um 10%
skyldugra. Hinir eru undanþegnir vegna heilsu eða
geta frestað herþjónustu vegna þess til dæmis að þeir
eru í háskóla, eiga aldraðh eða veika foreldra eða ung
börn. Margir múta læknum til að fá vottorð eða múta
jafnvel sjálfum fulltrúunum sem sjá um aó framfylgja
herskyldunni.
38 Dagfari • nóvember 2006