Dagfari - 01.11.2006, Blaðsíða 37
- sögukorn frá Stokksnesi
Fljótlega eftir 1950 hófst bygging radarstöðvarinnar á
Stokksnesi við Hornafjörð. „Kaninn“ hélt svo til þarna
í um hálfa öld. Á þeim tíma má segja að alltaf hafi
verið einhverjar framkvæmdir þar í gangi. Alltaf voru
að koma fram einhverjar nýungar í tækninni sem
sjálfsagt voru taldar ómissandi þáttur í starflnu
þarna.
Einhvern tíma skömmu fyrir 1970 var eitt slíkt mál á
döfinni. Einhverju fyrirferðarmiklu í traustum
umbúðum var skipað upp á Höfn og það síóan flutt
með gætni á Stokksnes. í tengslum við þessi umsvif
kom skip úr hafi og staðnæmdist úti fyrir Stokksnesi.
Fenginn var einn af stærri vertíðarbátum Hafnar til að
draga til lands úr skipinu einhverskonar rafmagns-
kapal. Menn skröfuðu eitt og annað um þessar
framkvæmdir en vissu þó lítið.
En á þessum árum var einnig mörg tækniþróun á
döfmni hér í þjóðfélaginu, þar á meðal ýmis konar ný
tækni til að vita hvar fisk væri að finna á
íslandsmiðum.
Á loðnuvertíðinni næsta vetur eða þarnæsta, þegar
loðnugangan var á hraðri ferð suður með
Austíjörðum, fylgdi henni í það minnsta einn loðnu-
bátur með alveg splunkunýtt og óvenjulegt
fiskileitartæki. Um það leyti sem loðnugangan var
komin suður aö Stokksnesi birtist þessi bátur á
mióunum. Kannski er ekki rétt að segja að báturinn
hafi „birst“ því bæði var þoka og skammdegismyrkrið
skollið á.
En heima í radarstöðinni á Stokksnesi fór ekki
framhjá starfsmönnum að eitthvað afar dularfullt var
að gerast þarna úti fyrir. Á tækjum þeirra birtust
nákvæmar upplýsingar um hvaðan þessi dularfullu
merki komu en þoka og myrkur komu í veg fyrir að
þeir sæu hvað þetta var. Málið upplýstist svo fljótlega
og verndararnir önduðu léttara.
Svo liðu nokkur ár. Kannski voru flestir búnir að
gleyma þessum ráðgátum. En skömmu fyrir 1980 rak
á fjörur við Stokksnes torkennilegan hlut sem
bóndinn á Horni tilkynnti sýslumanni strax um. Þetta
reyndist vera einhvers konar dufl. Hinir bandarísku
starfsmenn radarstöðvarinnar brugðust skjótt við og
sóttu duflið og settu í hús.
Um þessar mundir var ég undirritaður fréttamaður
Sjónvarpsins þarna á Höfn og fékk ég strax tilmæli um
að fara á staðinn og mynda gripinn. En þá kom babb
í bátinn. Mér var tilkynnt að enginn fengi aó koma
nálægt hlutnum fyrr en eftir tiltekinn tíma þ.e. kl. 4
síðdegis. Verið gæti að þetta væri einhvers konar
sprengja.
Þegar ég svo mætti á staðinn blasti við mér þetta
dularfulla dufl, afgirt í undarlega illa upplýstri
geymslu. Það slagaði hátt í það að vera á stærð við
Wolkswagen-bjöllu. Það var nokkuð beyglað.
Auðsýnilega hafði það lamist eitthvað í grjót þegar það
rak að landi. Hér og þar stóðu út úr því einhverskonar
baukar á stilkum. Flestir reyndar beyglaöir, beygðir
eða að mestu týndir. Eitt var þó á duflinu sem virtist
aldeilis óskemmt. Það var hvítmáluð áletrun með
torkennilegum stöfum.
Ég var fræddur á því að þetta væri rússneskt letur og
þýddi FLOTDUFL. Mikið langaði mig til að koma við
letrið og vita hvort málningin væri orðin þurr. En sitt
hvoru megin við mig stóðu Kanar og girðingin
óárennileg. Aðspurður sagði bóndinn á Horni að hann
hefði enga áletrun séö á duflinu, þegar hann fann það,
en hún hefði auðvitað getað snúið niður þar sem það
lá í fjörunni.
Skömmu síðar rak ámóta dufl á land í nágrenni
radarstöðvarinnar í Sandgerði.
í sjónvarpinu skömmu eftir þetta var viðtal í fréttum
við bandarískan yfirmann í hermálum sem hér var þá
staddur. Duflin undarlegu bar meðal annars á góma.
Hann gaf litlar skýringar á því hvers konar fyrirbæri
þetta væru, en sagðist þó geta fullyrt að þau væru
rússnesk. Fréttamaður spurði þá hvernig gæti staðið
á því að þau rækju bara á land í nágrenni radar-
stöðvanna. Við því fékkst ekkert svar. En viti menn.
Dögunum seinna rak enn eitt duflið og það var á
Hornströndum!
Heimir Þór Gíslason.
Dagfari • nóvember 2006 37