Dagfari - 01.11.2006, Blaðsíða 10

Dagfari - 01.11.2006, Blaðsíða 10
1974, mars: Ríkisstjómarflokkamir ná samkomulagi um uppsögn vamarsamningsins en í staðinn verði samið við Bandaríkjastjóm um margvísleg afnot Bandaríkjanna og Atlantshafsbandalagsins af Keflavíkurflugvelli. Andstæðingar hersins kölluðu tillögur þessar „fataskiptalausnina“ en stuðningsmenn hersetunnar stóðu fyrír undirskrífiasöfnun undir nafninu Varíð land. Áður en viðræðum við Bandaríkin lauk höfðu hins vegar faríð fram stjómarskipti og aðeins voru léttvægar breytingar gerðar á samningum. 1977: Dómar falla í földa meiðyrðamála sem forkólfar Varíns lands höfðuðu gegn þeim sem gagnrýndu þá. Meðal þeirra ummæla sem dæmd voru ómerk var einkunnin „ mannvitsbrekkur“ um þá kumpána. 1978: Samtök herstöðvaandstæðinga héldu fölmennan útifund til minningar um að 10 ár vorufrá innrás Sovétríkjanna í Tékkóslóvakíu. Á útifundi Heimdallar um sama efni sama dag mætti varla nokkur maður. 1981: Fyrsta Keflavíkurgangan undir yfirskríftinni „fiiðarganga“ og var andófinu eiríkum beint gegn stóraukinni kjamorkuvígvæðingu risaveldanna. Sem hluta af kjamorkukapphlaupinu settu Bandaríkin upp kjamorkusprengjur víða á meginlandi Evrópu í trássi við samkomulag um takmörkun kjamorkuvopna. 1984: í opinberri skoðanakönnun lýsir yfirgnæfandi meiríhluti íslendinga (um 90%) sig hlynntan stofnun kjamorkuvopnalauss svæðis á Norðurlöndum. Síðar var þvi haldið fram í Morgunblaðinu að þessar hugmyndir væru runnar undan rifium Sovétmanna. 1985: Kertum fleytt á Reykjavíkurtjöm til minningar um að 40 ár voru liðinfrá kjamorkuárásum Bandaríkjastjómar á óbreytta borgara í japönsku borgunum Hiroshima og Nagasaki. Hefur kertafleytingin upp frá því verið árlegur viðburður. 1987: Skilið á milli herflugs og farþegaflugs á Keflavíkurflugvelli með opnun Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar. Samkvæmt samkomulagi frá 1974 átti Bandaríkjastjóm að greiða helming kostnaðar, en þar sem kostnaður fór langt fram úr áætlun varð kostnaður íslenskra skattgreiðenda mun meirí en talað hefði verið um. 1989, mars: Álþingismaðurínn Geir Haarde lætur hafa eftir sér að semja megi um brottför Bandaríkjahers þegar Berlínarmúrínn verði rifinn. í nóvember hverfur Berlínarmúrinn en herinn situr sem fastast. 1991: Fyrra stríð Bandaríkjanna gegn írak, s.k. „Flóabardagi“. Friðarhreyfingar víða um lönd eiga erfitt uppdráttar og fá lítinn aðgang að fölmiðlum. Síðasta ganga herstöðvaandstæðinga frá Keflavík til Reykjavíkur undir slagorðinu „í átt til afvopnunar". 1992: í Dagfara, blaði herstöðvaandstæðinga, birtist ítarleg umföllun um mengun af völdum Bandaríkjahers. Kröfur Samtaka herstöðvaandstæðinga um úrbætur fá engan hljómgrunn ráðamanna. 1994: Þáverandi utanríkisráðherra, Jón Baldvin Hannibalsson, skrifar undir samkomulag um framkvæmd vamarsamningsins við Bandaríkjastjóm þar sem það sjónarmið er ríkjandi að framlengja skuli hersetuna án tillits til aukinnar slökunar í alþjóðasamskiptum. 1995: Tillaga um friðlýsingu íslands fyrír kjamorku vopnum fyrst lögð fram á alþingi. Þrátt fyrír ítrekaðar tilraunir hefur hún aldrei fengist afgreidd úr utanríkismálanefhd. 1996: Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra skrifar undir samkomulag við Bandaríkjastjóm á svipuðum nótum og gert var 1994. 1999, mars: Þingsályktunartillaga um að stefnt skuli að uppsögn vamarsamningsins lögð fram á Alþingi og felld með 7 atkvæðum gegn 47, en tveir sátu hjá. ísland gerist aðili að árásarstríði gegn annarri þjóð í fýrsta sinn þegar Atlantshafsbandalagið hefur loftárásir á Júgóslavíu. maí: Bandaríska hemum er heimilað að halda heræfingu í Hljómskálagarðinum, en herstöðvaandstæðingar koma í veg fyrír hana með aðgerðum sínum. 2001, september: Átlantshafsbandalagið samþykkir mótatkvæðalaust skilyrðislausan stuðning við hvers konar árásir Bandaríkjanna á Afganistan. Davíð Oddsson kallar sjónarmið stríðsandstæðinga „óviðfelldin". 10 Dagfari • nóvember2006

x

Dagfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagfari
https://timarit.is/publication/968

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.