Dagfari - 01.11.2006, Blaðsíða 18

Dagfari - 01.11.2006, Blaðsíða 18
Höfnum hermennsku Sennilega hafa ónæmislæknisfræði, sýklafræði og far- aldsfræði bjargað fleiri mannslífum en nokkuð annað það sem maðurinn hefur tekið sér fyrir hendur. Faraldsfræðin kortleggur hvað veldur því að sýklarnir komast að okkur og reynir að uppræta þær aðstæður; sýklafræðin safnar upplýsingum um óvininn og kemur sér upp lyfjum til að bombardera hann; ónæmiskerfi líkamans sigtar út hvern og einn sýkil, ræðst á hann með ofurafli og hreinsar upp draslið og leifarnar. Með fyrirbyggjandi ónæmisaðgerðum er svo mögulegt að útiýma árans sýklunum með öllu, svo við getum lifað í friði án þeirra. Dýrðleiki þessa þrenns er hvernig það vinnur eins og smurð hernaðarvél. Hiyllingur hernaðarvéla er hvernig þær vinna eins og þetta þrennt. Mótsögn? ímyndaðu þér að í stað “sýkill” standi orð eins og kommúnisti, múslimi, gyðingur, Palestínu- maður og þar fram eftir götunum. Sjáðu fyrir þér fólk sem er haldið einangruðu, dælt yfir það eldi og brenni- steini, það vegið úr launsátri og loks útrýmt. Sem betur fer er slíkt okkur fjarri bæði í tíma og rúmi, en engu að síður er þetta alvara lífsins hjá fólki víða um heim. halda. Spurt er hver eigi að verja okkur, þegar grunnspurningin er hvers vegna þurfi að verja okkur. Og fyrir hverjum? Ze Germans?? Menn benda á að allar Evrópuþjóðir eigi her svo við hljótum að þurfa hann. Hvers konar nauðhyggjurök eru það? Allir krakkarnir eiga He-Man kall svo ég verö að eiga svoleiðis líka. Hinar þjóðirnar hafa eflaust sínar ástæður fyrir að halda úti her. Sumar vilja e.t.v. halda í fornar hefðir, s.s. í Lúxemborg þar sem herinn er e.k. lúórasveit ríkisins. Annarsstaðar er herþjálf- unin hugsuó í og með sem innræting aga eða ókeypis menntaganga fyrir efnalitla unglinga. Má samt ekki efla aga og hafa menntun endurgjaldslausa, án þess þó að kenna vopnaburð eða hvernig drepa megi annað fólk? Áður var þjóðum austan tjalds núið því um nasir að fólki væri þar þiýst inn í skóla til að atvinnuleysi virtist minna. Má ekki vera að víða sé herinn sams- konar atvinnubótavinna? Lækki atvinnuleysið á pappírunum? Vandinn er sá að hérlendis er þensla; atvinnugnægð en ekki atvinnuleysi. Hvernig ætti þá að manna íslenskan her? Með starfsmannaleigum?? T.d. er ekki lengra siðan en í sumar að lá við byltingu í Mexíkó. Ástandið í Kólumbíu þarf ekki að fjölyrða um og um það leyti er við komumst á koppinn bárust bræður á banaspjót í Níkaragua. Samt hafa ná- grannaríkin Kosta Ríka og Panama lagt niður herinn, verja fjármunum í landgræðslu og menntun og búa við frið og stöðugleika. Frið. Án hers. Jahérna! Fyrst fátæk ríki umkringd bananalýðveldum sjá ekki þörf fyrir her, skýtur það skökku við að rík eyja, umkringd þorski og ýsu, velti sér vansvefta og ráðalaus upp úr því hvaó sé rétt að gera þegar af- kastamesta herveldi heims þarf ekki lengur á henni að 18 Dagfari • nóvember2006 Ritstjóri Fréttablaðsins á þó einna sérkennilegust rökin: Lögreglan á að verja okkur fyrir ofbeldi sam- borgaranna en herinn fyrir ofbeldi borgara annarra ríkja. Hann slægi því þá væntanlega upp á forsíðu þegar herinn væri kallaður til að skjóta gúmmíkúlum á uppivöðslusama Færeyinga á Seyóisfirði. Kannski klórar hann sér enn í hausnum yfir því þegar skoskur beljaki banaði manni í Keflavík, hvers vegna herinn hafi ekki verið kallaður út. Þar hefðu nú verið hæg heimatökin. Hermenn skapa meiri hættu en þeir fyrirbyggja. Fólki er eflaust í fersku minni þegar bandarískur hermaður

x

Dagfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagfari
https://timarit.is/publication/968

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.