Dagfari - 01.11.2006, Blaðsíða 44

Dagfari - 01.11.2006, Blaðsíða 44
Til að einber andlegur sársauki eða þjáning teljist til pyntinga [...] þarf hann að valda verulegum sálrænum skaða í verulega langan tíma, t.d. fleiri mánuði eða jafnvel mörg ár.6 Gonzades hefur viðurkennt að hafa samsinnt túlkun aðstoðardómsmálaráðherrans þegar minnisblaðið var birt í ágúst 2002. Snemma árs 2005, eftir að upp komst um pyntingarnar í Abu Ghraib, lýsti Gonzales því hins vegar yfir að Bandaríkjastjórn beitti ekki lengur skilgreiningunni sem fram kemur í túlkuninni. En á tveggja og hálfs ára tímabili virðist skilgreining bandaríska dómsmálaráðuneytisins á pyntingum vera sú sem lesa má út úr svari aðstoðarráðherrans.7 Á þessu tímabili voru framin verstu mannréttindabrotin sem upp hefur komist um í fangelsum Bandaríkja- manna í írak. Þessu óháðu eru svo fyrirskipanir Donalds Rumsfeld varnarmálaráóherra um leyfilegar yfirheyrsluaðferðir. í desember 2002 heimilaói Rumsfeld formlega aóferðir eins og að nýta sér fælni fanganna - t.d. hræöslu við hunda - og að svipta þá allri örvun frá ljósi og hljóðum. í heimildinni eru einnig formlega leyfóar aðferðir þar sem fangarnir eru látnir standa í óþægi- legum stellingum í allt að Qóra klukkutíma, en Rumsfeld skrifaði þá með eigin hendi á blaðið að hann stæði sjálfur uppréttur í átta til tíu tíma á dag.8 Jafnvel þótt Rumsfeld hafi síðar neyðst til að draga heimildina til baka nokkru síðar vegna mótmæla í bandaríska stjórnkerfinu, þá liggur vilji valdamestu stjórnmálamanna landsins ljós fyrir. Æðstu yfirmenn bandarískra hermála - varnarmála-, dómsmála- og utanríkisráðherra, auk forsetans sjálfs - bera ábyrgð á mannréttindabrotunum í stjórnartíð þeirra vegna þess að túlkun þeirra á mannréttindum fanga var ljóslega skammt frá því sem ljósmyndir úr Abu Ghraib hafa sýnt. Enda er túlkunin í engu sam- ræmi við Genfarsáttmálann eða aðrar alþjóðlegar skuldbindingar um almenn mannréttindi. Þegar kemur svo að því að finna blóraböggul breytist túlkun bandaríska stjórnkerfisins skyndilega í það sem sam- iýmist alþjóðlegum sáttmála. Það þýðir þó ekki að pyntingar viógangist ekki í fleiri bandarískum herfangelsum, enda má hæglega efast um að Lynndie England og samverkamenn hennar hefðu hlotið nokkurn dóm ef myndirnar af þeim hefóu farið til varnarmálaráðherrans í staó fjölmióla. í það allra minnsta er ljóst að bandarísk stjórnvöld hafa ekki opinberlega dæmt hermenn fyrir önnur mannrétt- indabrot en þau sem þegar hafa vakið óhug heimsbyg- gðarinnar í fjölmiðlum. Það er enn ein sönnun þess að fangaverðirnir í Abu Ghraib voru blórabögglar en ekki svartir sauðir. Sauóirnir eru æðstu yfirmenn banda- rískra varnarmála. www.fridur. is Fangaflug bandarísku ley niþ j ónustunnar í vor fengu íslenskir ijölmiðlar óvænt áhuga á þeim aðferðum sem yfirmenn herafla nota til að firra sig ábyrgð og forðast sakfellingu fyrir stríðsglæpi. Sérstaklega var fjallað um svonefnt fangaflug (e. extraordinaiy rendition). Nafnið er mjög villandi því í nær öllum tilvikum er ekki um að ræða sakfellda glæpamenn, heldur aðeins grunaða einstaklinga sem ekki hafa verið ákærðir fyrir neinn glæp. Hugmyndin er einmitt sú að vegna þess að sönnunargögn skortir til að halda fólkinu föngnu, þá þurfi að beita öðrum aðferðum til að knýja fram sekt hinna grunuðu. Vandinn er sá að þessar aðferðir eru ekki löglegar í flestum vestrænum lýðræðisríkjum, ekki einu sinni samkvæmt þröngu skilgreiningunni á pyntingum sem fjallað var um hér að ofan. Þess vegna þarf að flytja þá nauðuga til annarra landa sem ekki búa yfir jafn strangri mannréttindalöggjöf og í Bandaríkjunum. Ríki eins og Egyptaland, Jórdanía, Marokkó, Pakistan, Sádí-Arabía og Sýrland hafa verið nefnd sem algengustu áfangastaðir í fangaflugi bandarísku leyniþjónustunnar CIA.9 Ásakanir um slík mannrétt- indabrot eru ekki nýjar af nálinni og mannréttinda- samtök vöktu athygli á þeim fyrir mörgum árum síóan. Fangaflugið þótti aftur á móti ekki fréttnæmt fyrr en vakin var athygli á sönnunargögnum þess efnis að vélarnar heföu farió til landa innan Evrópu. Hér á landi höfðu margir áhyggjur af því að flugvélarnar gætu hafa millilent í Keflavík á leið sinni til Austur- Evrópu. En þegar Evrópuráðið birti svo lista með fjórtán löndum sem ljóst þótti að hefðu átt beinan þátt í mannréttindabrotum CIA, en hvergi var minnst á Island,10 þá var dálítið eins og að ríkisstjórn íslands hefði verið hvítþvegin af öllum ásökunum. Ábyrgð íslenskra stjórnvalda Óþarft er að benda á að skýrsla Evrópuráðsins sýnir ekki fram á hreina samvisku íslensku ríkisstjórnar- innar. Raunar er margt enn á huldu og stjórnvöld margra ríkja hafa ekki viljaó veita rannsóknarnefnd Evrópuráðsins nauðsynlegar upplýsingar. En jafnvel þótt engin fórnarlömb bandarísku leynisþjónustunnar hafi komið við í Keflavík er ekki þar með sagt að ríkisstjórnin beri enga ábyrgð á mannréttindabrot- unum. Það er aðeins stigsmunur en ekki eðlismunur á því að veita leyniþjónustunni beinan stuðning með millilendingu og hinu að styðja við bakið á bandarís- ka hernum eftir öðrum leiðum, t.d. í Atlantshafs- bandalaginu og Sameinuðu þjóðunum. Bandaríkjaher mun ekki eiga í neinum vandræðum með að finna aðrar flugleiðir, en gæti ekki haldið uppi viðlíka umfangsmiklum mannréttindabrotum ef stjórnvöld 44 Dagfari • nóvember 2006

x

Dagfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagfari
https://timarit.is/publication/968

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.