Dagfari - 01.11.2006, Blaðsíða 32

Dagfari - 01.11.2006, Blaðsíða 32
SHA og endurskoðun st| ómarskrárínnar Um mitt yfirstandandi kjörtímabil var komið á legg sérstakri Stjórnarskrárnefnd sem hefur það að mark- miði sínu að undirbúa breytingar á stjórnarskrá íslands fyrir þingkosningarnar 2007. Haft var sam- band við ijölda félagasamtaka og leitað eftir tillögum. í bréfi frá Jóni Kristjánssyni, formanni nefndarinnar þann 20. apríl 2005 var formlega leitað eftir tillögum SHA í málinu og samtökunum boðið að senda fulltrúa á málþing þá um vorið. Ákveðið var að þekkjast boð nefndarinnar og í svar- bréfi frá SHA kom fram aó óskaö væri eftir þátttöku í þriðju málstofu ráðstefnunnar, ísland í alþjóólegu umhverfi. Voru þar tiltekin þrjú megináherslumál: Það verði bundið í stjórnarskrá að á íslandi verði aldrei stofnaóur her né herskylda leidd í lög. Það verði bundið í stjórnarskrá að ísland fari aldrei með ófriði á hendur öðrum þjóðum né styðji á nokkurn hátt slíkar aðgerðir annarra ríkja. Það verði bundið í stjórnarskrá að ísland og íslensk lögsaga verði friðlýst fyrir kjarnorku-, efna- og sýklavopnum eða öðrum þeim vopnum sem flokka má sem gereyðingar- vopn. Einar Ólafsson, þáverandi ritari SHA fylgdi tillögunum úr hlaði. Hann benti á að Þjóðarhreyf- ingin hefði mælt fyrir tillögum sem væru mjög í anda tveggja fyrstu greinanna og tók hann undir málflutning fulltrúa hennar. Þá benti hann á að rökin fyrir því að binda ákvæði af þessu tagi í stjórnarskrá byggðust bæði á innlend- um og erlendum hagsmun- um. Frá árinu 1998 hafa hernaðarútgjöld i heim- inum farið vaxandi. Skv. sænsku friðarrannsókn- arstofnuninni, SIPRI, námu þau þá 765 milljörðum bandaríkjadala en 975 milljörðum dala árið 2004. Báðar upphæðirnar eru lagaðar að verðgildi ársins 2003. Aukningin nam 23%. Tilhneiging er til aukningar her- og vígvæðingar og hefur hennar einnig orðið vart hér á landi. Skv. sömu heimild voru ísland og Costa Rica árið 2003 með lægstu hernaðarútgjöld miðað við þjóðartekjur, 0,0%. Það er væntanlega óbreytt ennþá. Sem betur fer eru hernaðarútgjöld lítil í mörgum lönd- um en sums staðar slaga þau upp í útgjöld til menntamála eða heilbrigðismála og fara jafnvel fram úr þeim. Þjóðhagslegur hagnaður af herleysi er því ótvíræður. Varðandi tillöguna um friðlýsinguna er til ýmissa alþjóðlegra skuldbindinga að horfa. Þjóðir heims hafa sameinast um að hefta útbreiðslu kjarnorkuvopna með NPT-samningnum svokallaða. Sumir mundu segja að kjarnorkuvopn séu ekki sambærileg við önnur vopn, en líta verður til þess að ýmsir útreikningar hafa sýnt að ef því fé sem eytt er til hern- aðar væri í staðinn eytt til betri aðstæðna, heilsu- gæslu og menntunar mætti bjarga tugmilljónum mannslífa fyrir utan þau mannslíf sem tapast beinlínis vegna beitingar þessara vopna. Þannig má segja að það sé ekki síður skylda allra þjóða að eyða vígtólum og afnema öll hernaðarútgjöld en að stöðva kjarnorkuvígbúnað. Það mætti raunar færa rök að því að einnig ætti að binda í stjómarskrá að íslandi standi utan hernaðar- bandalaga. Með því að setja ofangreind atriði inn í stjórnaskrá okkar erum við því bæöi að tryggja að hér verði ekki tekið fé frá velferðarmál- um til hernaðarút- gjalda og leggja okkar afmörkum til friðsam- legri og betri verald- ar og sýna öðrum þjóðum fordæmi. Reyndar eru til ákvæði í þessa vem í stjórnarskrám annarra ríkja og skulu hér nefnd nokkur: Þýska stjórnarskráin leggur ekki bann við stofnun hers, en hins vegar segir þar: „Aðgeróir sem miða að því að trufla friðsamlega sambúð milli þjóóa, sérstak- lega með því að undirbúa árásarstríð, eru ekki leyfi- 32 Dagfari • nóvember 2006

x

Dagfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagfari
https://timarit.is/publication/968

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.