Dagfari - 01.11.2006, Blaðsíða 29

Dagfari - 01.11.2006, Blaðsíða 29
kaffi - og baunir og tortillur sem eru svona maískökur. Svo í hádeginu, þá fékk maður það sama og hrísgrjón áttu að vera með, en það var svona með höppum og glöppum. Soldill skortur á hrísgrjónum yfirleitt. Maður fékk eiginlega aldrei nóg af þeim. Einnig segir Gunnar að einu sinni í viku hafi verió egg, en það hafi þó verið upp og ofan. í ljósi þessarar lýs- ingar á hinu fábreytta mataræði í þorpinu - sem Gunnar segir þó hafa verið drýgt með stöku hænsni og dálitlu svínakjöti - vildi blaðamaður vita hvort ekki hefði borið á vannæringu. Um það segir Gunnar: Maður sá það á einstaka börn- um; þau voru með svo bullandi orma að maginn á þeim var uppblásinn og það var nú enginn læknir þarna í þorpinu. Það dó þarna lítil stúlka. Það var belgísk kona í þessum hóp og ég fór með henni því að fólkið bað hana aö taka mynd af líkinu af barninu. Barnið lá þarna í rúminu - hvít sængurföt og einhver blómaskreyting og ég var að furða mig á því að hún var með opin augun. Og ég var einmitt að spekúlera hvers vegna augunum væri ekki lokað. Svo áttaði ég mig á því seinna að skýringin var bara að líkið var svo skrælnað eða þornað - hún hafði ofþornað af senni- lega einhverri ormaveiki og fengið svo botnlausan niðurgang að það hefur hreinlega ekki verið hægt að loka augunum. „Hvad er lengi búið að vera stríð í þínu landi?“ Gunnar varð vitni aó annarri athöfn vegna dauða íbúa úr þorpinu. Var það líkvaka manns sem lést í árás Contra-skæruliða ásamt tveimur öðrum á leið heim úr herþjónustu; í þeirri árás var og þremur mönnum rænt og þeir sennilega neyddir til að berjast fyrir Contrana eins og algengt var. En um líkvökuna segir Gunnar: Það var komið með líkið seint um kvöldið. Það var farið að skyggja. Þarna við þetta sameiginlega eldhús var nokkuð stórt torg þar sem fólk dansaði, gerði sér dagamun - svona samkomustaður. Kistan stóð þarna opin alla nóttina. Þætti nú sennilega fátækleg hérna, var úr illa hefluðum borðum. Það sem var skiýtnast var aó hún var opin - eða það var eins og lok yfir efri hluta líkamans. Svo fór fólk þarna að og krossaði yfir líkið. Þannig að ég fór þarna og kíkti. Þá var hann þarna, búið að þvo hann allan og alveg hreinn, en maður sá að hann var sundurskotinn. Svo var farið með kistuna daginn eftir þar sem hann var jarðsettur. Þetta var kista sem herinn átti og hún var bara notuð fyrir svona líkvökur og líkið tekið úr og sett í poka og jarðað svoleiðis. Fleira gerðist sem minnti áþreifanlega á að stríð geysaði. Eitt sinn réðust Contrarnir þannig á lítið þorp ekki langt frá La Colonia. Um það segir Gunnar: Þetta þorp var mikið minna heldur en þar sem við vorum - svona mjög lítið samyrkjubú þar sem þeir brenndu allt til grunna. Ég fór þangað. Það vorum við Vesturlandabúarnir sem vorum aflögufærir og við söfnuðum saman einhverju fatadóti og svona - þeir stálu öllu steini léttara og brenndu niður húsin. Kynni, sem Gunnar og annar íslendingur í hópi brigadistanna, Högni að nafni, áttu við lítinn dreng í La Colonia eru Gunnari sérstaklega minnisstæð. Þeim kynnum lýsir hann svo: Krakkarnir voru alltaf að sniglast í kringum okkur. Þó að við værum ekki fyrsti Vesturlandahópurinn sem var þarna. Það er svona

x

Dagfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagfari
https://timarit.is/publication/968

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.