Heimilisritið - 01.06.1945, Síða 5

Heimilisritið - 01.06.1945, Síða 5
liann fyrir sér. Fimm ára dvöl í hitabeltinu og óslökkvandi á- fengisþorsti höfðu sett sín merki á Michael Mallory. En Aloola veitti því ekki eftirtekt. Hún tók núna fyrst og fremst eftir klæðnaði hans, snjóhvítu skyrt- unni, vel pressuðu buxunum og :gljáburstuðu skónum. „Hvað kemur til?“ hugsaði hún með isér og grannskoðaði um leið þá gagngerðu breytingu, sem orðin var á honum — vel greitt hárið, nýrakaðar kinnarn- ar og smágerðar, hreinar hend- urnar, sem nú héldu á bréfi í stað hins ómissandi wiskyglass. Aloola horfði undrandi á þ>ennan háa og fríða írlending. Undanfarandi mánuði hafði þessi hviklynda en ástríðufulla Suðurhafsstúlka veitt honum hlíðu sína óskipta. Hún réði loks ekki lengur við forvitni sína og læddist berum fótum inn í húsið, eftir gróf- gerða gólfteppinu, inn í stóra dagstofu. Michael hrökk við, þegar brúnir handleggir vöfðust um háls honum og sagt var blíðri og lágri rödd við eyra hans: „Mikið ertu yndislegur, Mike! Ég elska þig. En hvers vegna heldurðu þér svona til í dag? Það er þó ekki fyrir Aloola — er það?“ Michael losaði sig óþolinmóð- ur úr hinum freistandi faðmlög- um hennar. Honum hafði brugð- ið við þessa óvæntu snertingu. Taugaskammirnar voru farnar að bila. Hann hafði einmitt ver- ið niðursokkinn í hugsanir sín- ar um Hazel. Við lestur bréfs- ins hafði hún, tryggðatröllið, enn á ný, staðið honum lifandi fyrir hugskotssjónum, með hin fögru, gráu augu og gullna hárið. „Þetta máttu ekki, Aloola!“ æpti hann. „Þessu verður að vera lokið. Þú mátt aldrei koma hingað aftur. Aldrei framar. — Skilurðu það?“ Aloola starði á hann með stórum, skelfdum augum, eins og barn, sem er skammað fyrir eitthvað, sem það hefur ekki gert. Hún þrýsti litlu höndunum sínum að brjóstinu, sem bifaðist áberandi mikið og ört af geðs- hræringu. Þykkt og svart hár hennar, skreytt sterkrauðum Hybiscus-blómum, féll í frjáls- legum liðum niður á naktar axl- Smásag'a- fim Sml^miFlhafseyjmínni efÉtr Molly DoEovan Mauie HEIMILISRITIÐ 3

x

Heimilisritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.