Heimilisritið - 01.06.1945, Blaðsíða 9
ur hennar fylltist efasemdum.
Hafði hún rétt til að fórna bæði
hamingju sinni og Barrys vegna
þessa manns?
Hún hafði ekki haldið loforð
sitt við Barry um að skrifa hon-
um. Það yrði aðeins til kvalræð-
is fyrir þau bæði, að fara að
ýfa upp þau sár sem áttu að
gróa. Sem formaður fyrir syk-
urreyrsökrum hinum megin á
eyjunni, gat hann ekki farið í
heimsókn til hennar, og allar lík-
ur voru til þess að þau myndu
ekki sjást fyrr en eftir að hún
yrði gift Michael.
HAZEL hafði gert húsið
hreint með aðstoð tveggja inn-
fæddra stúlkna, látið ný tjöld
fyrir gluggana og var að laga
til í dagstofunni. Nónsólin hellti
brennheitum geislum sínum yfir
Suðurhafseyjuna. Það var vika
þangað til brúðkaupið átti að
fara fram. Allt í einu stóð
Hazel andspænis Barry í stof-
unni.
Hann gerði sig líklegan til að
taka hana í faðm sér, en hún
hopaði á hæl.
, „Barry, hvað viltu mér? Til
hvers kemurðu hingað?“ and-
varpaði hún.
„Eg kem af því að ég gat ekki
verið lengur í burtu frá þér“,
svaraði hann ástríðufullur. „Eg
hef beðið eftir boðum frá þér og
nú er eg búinn að missa þolin-
mæðina. Hazel! Þú getur ekki
gert þetta. Þú hefur ekki leyfi
til að fórna sjálfri þér og giftast
þessum manni. Hann er ekki
þess verður að snerta skó þína“.
„Barry — Barry —“ sagði
Hazel blíðróma. „Hvað þýðir að
vera að tala um þetta? Micha-
el þarfnast mín og ég hef ákveð-
ið að giftast honum. Við því er
ekkert að gera, vinur minn“.
Barry kraup við hlið hennar,
tók um báðar hendur hennar og
þrýsti þeim að vörum sínum.
HVORUGT þeirra heyrði fóta-
takið útifyrir eða sá Michael,
þegar hann forðaði sér frá dyr-
um stofunnar og gekk í skugga
svalanna úti fyrir opnum glugga,
þar sem hann gat hlustað á
hvert það orð sem þau sögðu.
„Hlustaðu á mig, hjartað
mitt“, sagði Barry biðjandi. „Eg
elska þig, hvað sem þú segir, og
ég get ekki horft á það þegj-
andi og hljóðalaust, að þú eyði-
leggir líf þitt. Þú hefur ekki
minnsta grun um, hvaða fram-
tíð bíður þín með þessum manni.
Allir hérna,nema þú,vita,hvern-
ig maður Michael er. Ef þú gift-
ist honum verður allt þitt líf
ein píslarganga. Gerðu þér fulla
grein fyrir því, Hazel, áður en
það er um seinan“.
„Eg hef hugleitt það, Barry“,
HEIMILISRITIÐ
7