Heimilisritið - 01.06.1945, Qupperneq 10

Heimilisritið - 01.06.1945, Qupperneq 10
sagði hún blíðlega. „Eg veit hvernig Michael er og hvernig líf mitt verður sem kona hans. En ég get ekki svikið hann núna, Barry. Hann á engan að nema ■mig og hann hefur óbilandi traust á mér. Það er skylda mín að... „Skylda!“ hrópaði Barry ákaf- ur. „Hvaða skyldur binda þig við drykkjuræfil, sem ekkert getur og ekkert vill. Og svo er eitt, sem ég hefði helzt ekki viljað að ég þyrfti að segja þér. En gæti það ef til vill orðið til þess að opna augu þín, þá verð ég að skýra þér frá því. Hann hefur ekki einu sinni verið þér trúr. Hann hefur verið í tæri við Kanak-stelpu — eina af inn- fæddu stúlkunum hérna. hann hefur lifað með henni. Það er hennar sæti, sem þú skipar nú, Hazel. Þú — þú — sem.. Hazel varð náföl. „Eg trúi þér ekki“, hvíslaði hún. „Það er ekki satt“. „Jú, það er satt. Það er and- styggilegt að ég skuli þurfa að segja þér það. Skilurðu nú, að það er ógerningur fyrir þig að giftast þessum manni? Það væri ef til vill annað mál, ef þú elsk- aðir hann, en það er ekki því að heilsa. Þú elskar mig, Hazel. Það veit ég, þó að þú hafir aldrei sagt mér það. Vertu nú hrein- skilin við sjálfa þig“. HAZEL var á báðum áttum litla stund. Það var satt, sem hann sagði. Ást hennar til Barrys var svo öflug, að nærri lá að hún sigraði. Efasemdir vöknuðu í hug hennar. Hafði hann rétt til þess? Myndi fó.rn hennar verða árang- urslaus? Var Michael verður hennar, ef Barry fór með rétt mál? Þetta var allt svo óviðfeld- ið — en ef það var satt, þarfn- aðist Michael hennar þá ekki þeim mun meira? „Þetta er tilgangslaust, Barry. Það sem þú segir gerir engan mismun. Eg veit ekki hvað Michael hefur áður gert, en hann er þá að minnsta kosti búinn að segja skilið við slíkt nú. Ef þú elskar mig í raun og veru, getur þú ekki sýnt það á betri hátt, en þann að fara núna og gera aldrei tilraun til að hitta mig framar“. „Hazel!“ Andvarp hans rann henni til rifja. Henni féll sárt að láta sem hún sæi ekki örvæntinguna í svip hans. Hún sneri sér undan og gerði sitt ýtrasta til að láta eins og ekkert væri, þegar hún sagði: „Vertu nú góður, elsku Barry minn, og farðu. Eg má til með að vera ein“ . Hann gekk nær henni, en sá um leið í svip hennar, að hann. a HEIMILISRITIÐ
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Heimilisritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.