Heimilisritið - 01.06.1945, Page 13

Heimilisritið - 01.06.1945, Page 13
Andlitsfegrun og hárlagning Hvernig hárgreiðsla fer þér bezt? Hvernig áttu að fegra andlit þitt? — Það fer eftir andlitslögun þinni! Grein þesai sty&st aS nokk.ru leyti viS kajla úr bókinni ,,Personality Unlimited", sem nýlega hefar k°m/8 út i New York og er eftir frœgan fegurSarsérfrœSing i New York — Veronica Dengel. NÚTÍMAKONAN eyðir mikl- nm tíma og peningum í fegrun og snyrtingu. Það þykir orðið næstum eins sjálfsagt að hún láti liða hár sitt, púðri sig og liti varir sínar, eins og að hún haldi líkama sínum hreinum og gangi snyrtilega til fara. Til þess að „fegrunin" nái tilgangi sínum, má ekki nota fegurðarmeðölin handahófslega. En því miður virðast margar konur ekki gera sér grein fyrir sumum einföld- ustu grundvallaratriðum, sem hafa þarf í huga þegar þær leit- ast við að fegra útlit sitt. Við skulum hér gera okkur grein fyrir því, að frá fagur- fræðilegu sjónarmiði er egg- laga eða ávalt andlit fegurst. Þar af leiðandi ber fyrst og fremst að haga hárgreiðslu og andlitsfegrun þannig, að lögun andlitsins verði sem næst ávalt að sjá. Þessu grundvallaratriði megum við aldrei gleyma. Það er afar mikilvægt að hár- lagningin sé við hæfi andlitsins, ef skapa á jafnvægi og sam- ræmi í andliti og yfirbragði. Að þessu hefur til þessa verið of lítill gaumur gefinn hér, og mun jafnvel vera misbrestur á því að hárgreiðslukonur hafi skilning og þekkingu í þeim efnum. En nú skulum við athuga lít- illega helstu undirstöðuatriði, sem hafa ber í huga, ef hár- greiðslan og andlitsfegrunin eiga að vera í samræmi við lög- un andlitsins. Til þess að ganga úr skugga um lögun andlitsins er bezt að greiða hárið vel upp frá enn- inu og upp frá gagnaugunum, og binda klút þétt yfir hárið. Svo skaltu líta í spegil og virða andlit þitt vandlega fyrir þér. Ef þú hefur klassiskt, ávalt HF.TMTI .ISRITIÐ II

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.