Heimilisritið - 01.06.1945, Page 14

Heimilisritið - 01.06.1945, Page 14
andlit er svo að segja sama hvernig þú lætur liða og leggja hár þitt. Einföld hárlagning fer þér þó betur heldur en sú, sem er mjög áberandi og flókin. — Fallegast er að greiða upp frá enninu, skipta í miðju og láta það leggjast aftur fyrir eyrun niður hnakkann, lítið eitt liðað. Andlitsfegrunin er einnig vandalítil. Það þarf aðeins að hafa það hugfast að spilla ekki lögun og línum andlitsins. Ef þú hefur mjög breitt andlit skaltu greiða hárið upp og aft- ur frá þunnvöngunum, þétt að höfðinu og láttu það lyftast og liðast uppi á höfðinu, þannig, að höfuðið virðist hækka og and- litið lengjast. Greiddu það einn- ig þétt niður með hliðunum og láttu eyrun koma fram fyrir, ef þau eru falleg. Notaðu kinnalit aftast á kinn- unum, en nokkru framar eftir því sem neðar dregur. Þetta mýkir línur neðri kjálkans. Auð- vitað eiga kinnarnar að vera rauðastar á móts við eyrun og varast verður að litunin verði áberandi. Hafið augnabrúnirnar lítið eitt bogadregnar. Stúlkur með kringluleitt and- lit skulu haga hárgreiðslunni þannig, að allt miðist við það að lengja andlitið. Forðist að hafa hárið flatt yfir enninu eða í þykkni hjá eyrunum. Bezt fer á því að láta það lyftast, liðast og 12 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.