Heimilisritið - 01.06.1945, Page 23
Bizto hosfiF miikiiiiur
Sérfræðingur í giftingarmálum, dr. CLIFFORD R.
ADAMS, skrifar þennan athyglisverða greinarstúf
KONUR, sem hafa misst ást eigin-
manns síns, vita venjulega ekki
hvað því veldur. Þaer kenna því um,
að þær séu farnar að láta á sjá
og þurfi að láta „flikka sig upp“.
Einföld ráð frá fegrunarsérfræðingi
geta gert gagn, en ef gripið er til
TÓttækra fegurðarmeðala verður
það oft að fara úr öskunni í eldinn.
Athuganir hafa leitt í ljós, að
glæsistúlkan hrífur ekki hug eigin-
mannsins eins 'og sú kona, sem upp-
iyllir þær sex efnislegar og andlegar
grundvallarþarfir hans, er hér grein-
ir: Líkamleg aðhlynning, félagsskap-
ur, yfirráð, viðurkenning, ástúð og
hreykni yfir maka sínum.
Ekki alls fyrir löngu kom til mín
kona nokkur, sem hafði verið gift
verkfræðingi í tíu ár, og leitaði
ráða hjá mér. Hún kvaðst hafa gert
allt, sem' í hennar valdi stæði, til
þess að vera góð eiginkona, en þó
væri nú svo komið, að eiginmaður
hennar hefði í hyggju að skilja við
hana og ganga að eiga aðstoðar-
stúlku, sem ynni á skrifstofu hans.
Sagan er svona, þegar öll kurl komu
til grafar:
Þegar þau giftust ályktaði hún
að hann ætti örðugt með að sjá
fyrir heimilinu með þeim launum
sem hann hafði (yfirráð hans skert)
og fékk sér sjálf atvinnu. Hún varði
hverjum eyri, sem hún vann sér
inn, til þess að klæða sig eða til
heimilisþarfa, og ætláðist þá um
leið til þess að hann eyddi engu
utan heimilisins.
Ennfremur hjálpaði hún honum
til að komast í kynni við „rétt
fólk“ og hafði forgöngu í því, að
þau hefðu gestaboð þrjú eða fjög-
ur kvöld í viku, sem þýddi sama og
að þau væru naumast nokkra
kvöldstund ein saman heirna. Og
þá sjaldan það bar við, vaæ kvöld-
verðurinn leifasafn kræsinga frá
fyrri kvöldborðum. Hann langaði
til að eignast börn, en hún andæfði
með þeim rökum, að hún hefði svo
mikið að gera.
Ég átti tal við mann hennar —
spurði um samband hans og skrif-
stofustúlkunnar. Já, hann sagði að
hún væri að mörgu leyti ekki eins
dugandi og kona hans, en að hún
væri „ákaflega geðug stúlka". Hún
hafði verið samvizkusöm í starfi
sínu og losað hann við mörg óþæg-
indi. Hún var blíðlynd og umhugs-
unarsöm, minnti hann jafnvel á af-
mæli konu hans. Og hún var eina
manneskjan, sem hann gat talað
hreinskilnislega við um örðugleika
sína, þegar þeir steðjuðu að.
Er nokkur furða þótt hann hafi
snúið baki við konu sinni og hænst
að stúlkunni? „Hin konan“, sú sem
stelur eiginmanninum frá eiginkon-
unni, getur það aðeins af því, að
hún lætur honum líða betur, lætur
HEIMILISRITIÐ
21