Heimilisritið - 01.06.1945, Side 25

Heimilisritið - 01.06.1945, Side 25
9 VINSÆLUSTU KVIKMVNDIR OG KVIKMYNDALEIKARAR 1944 Gallupstofnunin fræga í Banda- ríkjunum hefur látið fara fram 'skoðanakönnun þar í landi um það, hvaða filmstjömur og kvikmyndir Ameríkumönnum hafi þótt beztar á árinu 1944. Leikarablaðið Photoplay birti niðurstöður skoðanakönnunax- innar. Greer Garson var kosin vinsæl- asta leikkonan með miklum at- kvæðamun. Næstar henni koma Bette Davis, Betty Grable, Ginger Rogers og Judy Garland. Þekktustu kvikmyndimar, sem Garson hefur leikið í, eru: „Frú Miniver“, „Rand- om Harvest", „Frú Curie“ og „Frú Parkington“. Talið er að Judy Gar- land hefði orðið henni skeinuhætt, ef kvikmyndin „Meet Me In St. Louis“, sem hún hefur nýlega leikið í, hefði verið tilbúin fyrri hluta síðasta árs. Bing Crosby var hinsvegar val- inn vinsælasti karlmaðurinn, sem nú leikur í kvikmyndum. Hann hef- ur langa reynslu að baki sér sem söngvari og leikari. Byrjað var að sýna kvikmyndina „Going My Way“ á síðasta ári, en hún hefur hlotið óskipt lof og eftirtekt allra. Cros- by leikur í henni og mun það miklu hafa ráðið að hann fékk fleiri at- kvæði en þeir Humphrey Bogart, Bob Hope, Gary Cooper og Cary Grant, sem fylgdu fast á hæla hon- um með atkvæðamagn. Van John- son kom einnig til greina. Kvikmyndin „Going My Way“ fékk fyrstu verðlaun. í henni vekur Barry gamli Fitzgerald mikla at- hygli fyrir leik sinn. Aðrar beztu myndir ársins voru m. a.: Nr. 2 „Sagan af Wássell! ladkni“ (hefur verið sýnd hér), 3. „A Guy Named Joe“, 4. „Frú Parkington“ og 5. „Laura“. Ofarlega voru einnig: „Since You Went Away“ (var nýlega sýnd hér), „The Sullivans", „Dragon Seed“, „Frú Curie“ og „White Cliffs Of Dover“. AFMÆLISDAGAR Charles Laughton verður 54 ára 1. júlí og Olivia De Havilland 29 ára sama dag. George Sanders verð- ur 39 ára 3. júlí og Leon Erroll 44 ára sama dag. Joan Marsh verður 31 árs 10. júlí, Jean Hersholt 59 ára 12. júlí, Irene Dunne 41 árs 14. júlí og Annabella 32 ára sama dag. 16. júlí verður Barbara Stanwyck 38 ára og Ginger Rogers 34 ára. 17. júlí verður James Cagney 41 árs og John Carrol 32 ára. Joe E. Brown verður 53 ára 28. júlí og William Powell verður 53 ára 29. júlí. AÐEINS VINÁTTA? Það þykir í frásögur færandi, að þrjár af þekktustu, ógiftu filmdís- unum í Hollywood eru í mjög nán- um kunningsskap sín við hvorn karl- mann, án þess að þar liggi nokkuð annað á bak við en vinátta. Joan Fontaine og heimspekingurinn og rithöfundurinn John Houseman eru mjög samrýmd. Marlene Dietrich og Willis Goldbeck hafa verið nánir vinir árum saman. Athyglisverðast er þó, að Clifton Webb, sá sem lék aðalhlutverkið í „Laura“, og Greta Garbo eru einlægir vinir. HEIMILISRITIÐ 23

x

Heimilisritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.