Heimilisritið - 01.06.1945, Side 29
KÖBBE gætir vel stöðu sinnar
i skólanum, en á hverju kvöldi
helgar hann sig bókum sínum
og tekur mjög sjaldan á móti
.gestum eða lætur ónáða sig á
annan hátt. Ég er einn af þeim
fáu vinum hans, sem leyfist að
trufla hann að kvöldlagi. Venju-
lega kem ég þá einn til hans
og Siri sækir mig svo.
Honum geðjast vel að Siri, en
kýs þó heldur að ég komi einn.
Við borðum kvöldverð saman og
á eftir setjumst við og reykjum.
Káðskona Köbbe býr til prýði-
legan mat og við erum fremur
fátalaðir. Við þegjum ef okkur
sýnist svo, og við tölum ef við
þurfum þess.
Það var eftir að við höfðum
horðað saman í gærkvöld, að
Köbbe kom mér allt í einu á ó-
vart. Hann sagði rólega og
raunalega, á meðan hann kveikti
mjög vandlega í pípunni sinni:
„Ég verð víst neyddur til að
flytja“.
Það verður að þekkja Köbbe
til þess að geta skilið, hve und-
arlega lét í eyrum að heyra hann
rnæla þessi orð. Ég veit ekki
hversu lengi hann hefur búið í
sömu íbuðinni, en það hlýtur
bráðum að uálgast mannsaldur.
Hann er afar vanafastur og hat-
ar allar breytingar. Engin leið
er að finna íbúð, þar sem bóka-
skápar hans geta staðið nákvæm-
lega eins og þeir standa nú. Til-
hugsunin um það, að Köbbe
hefði í hyggju að flytja, fannst
mér í fyllsta máta ósennileg,
jafnvel óeðlileg.
Hann veitti undrun minni eft-
irtekt og benti með pípunni sinni
til gluggans.
„Þú hefur víst gleýmt því, að
nú er ég búinn að fá andbýlinga,
sem hafa svalir í þokkabót“.
„Varla þarftu að flytja þess
vegna“. Ég skildi ekki hvað hann
átti við. Ég vissi vel um óánægju
hans yfir því, að nýlega hafði
verið byggt á lóðinni hinum
megin við götuna, gegnt glugg-
um hans. En hann varð að gera
sér það að góðu, og auk þess var
húsið mjög snoturt.
„ÞESS VEGNA þarf ég ein-
mitt að flytja“, sagðí Köbbe.
„Áður gat ég horft á grasvöll,
HEIMIUSRITIÐ
27