Heimilisritið - 01.06.1945, Síða 31
in og beinlínis nýtur þess? Ef ég
er heima á morgnana kemur
hún líka í ljós. Sko, nú sezt hún.
Líklega þykir henni venju frem-
ur skemmtilegt í kvöld, af því
að við erum tveir“.
Við gáfumst upp. Köbbe hafði
keypt nokkrar nýjar bækur, og
ég varð að fá að sjá þær. Hann
minntist ekki framar á stúlkuna
á svölunum, en ég fylgdist með
því að hann skotraði oft til henn-
ar augunum. Hún sat hin róleg-
asta. — Hún sýndi þolinmæði,
sem var vissulega aðdáunarverð.
Seinna kom Siri og sótti mig.
Hún veit allt um alla og heldur
sig við jörðina, sem Köbbe gerir
ekki nema þegar hann neyðist
til þess. Ég gat ekki stillt mig
um að spyrja hana, hvort hún
þekkti fjölskylduna í íbúðinni á
móti. Ekki var óhugsandi að
hægt myndi að upplýsa fjöl-
skylduna um áhyggjur Köbbe og
sjá hvort það hrifi.
Hún leit yfir á svalirnar og
varð allt í einu mjög alvarleg í
bragði.
„Mikið er það bágt með þessa
ungu stúlku. Hún er blind, og
fjölskylda hennar var nauð-
beygð til að flytja hingað til
borgarinnar ofan úr sveit. Nú á
hún erfitt með að venjast þessu
breytta umhverfi, og hefur ekki
nema svalirnar, þegar hún vill
njóta hreina loftsins“.
Og Siri skildi ekki, hvers
vegna við þögðum og svöruðum
ekki orði. Hún leit undrandi á
okkur áður en hún hélt áfram
upplýsingum sínum.
ENDIR
NÝGIFT
Susan Hayvvorth og Jess
Barker. Þau eru nýgift.
Susan er ein þeirra film-
dísa, sem hafa -verið svo
önnum kafnar við að afla
sér frægðar og frama, að
þær hafa ekki gefið sér
tíma til að hugsa um karl-
menn. En það fór eins fyr-
ir henni og mörgum stall-
systrum hennar þegar
hán hafði náð takmarkinu
fór hún að líta í kring um
sig eftir ást og umhyggju.
HEIMILISRITIÐ
29