Heimilisritið - 01.06.1945, Page 36

Heimilisritið - 01.06.1945, Page 36
það væri hættulegt fyrir hann að hafa þessar fegurðargyðjur í kringum sig á skrifstofunni. Og ég hafði á réttu að standa, eins og alltaf, þegar velferð sonar míns á í hlut. En hvað um það, ég vil ekki gefa samþykki mitt til þessarar giftingar. Ég hef aðrar fyrirætlanir hvað framtíð Jacks snertir. Hafið þér skilið mig fullkomlega?" Jane var orðlaus. Svo að Jack elskaði hana og hafði í hyggju að giftast henni. — Þetta hafði hann sagt móður sinni! Hann hafði þá allan tímann vitað um tilfinningar hennar til hans. — Hjarta hennar fór að slá örara. Hún varð vör við að blóðið hljóp fram í kinnar hennar af ham- ingjugleði, sem gagntók hana. En þegar frúin tók aftur til máls var eins og blóðið stirðnaði í æðum hennar. ;,Ég er skilningsdauf, en ég er örlát, fröken Merriman mín. Ég skal greiða yður vel og kosta yður til útlanda, ef þér gleym- ið Jack . . .“ Hún dró ávísun upp úr tösku sinni, breiddi vandlega úr henni á borðið fyrir framan Jane og sagði: „Hérna sjáið þér það svart á hvítu að ég er örlát. Fyrir þús- und sterlingspund getið þér keypt yður mikið af fallegum fötum, góða mín, — en ef þér mynduð hinsvegar giftast Jack yrðuð þér að líða skort, því að hann fengi ekki eyri frá mér“. Og það var afgerandi tónn í rödd hennar. Jane var ekki í vafa um að henni var alvara. Hún myndi ekki víla það fyrir sér að framkvæma hótun sína. En Jane átti erfitt með að hugsa skýrt. Þetta kom allt svo óvænt. Hún reyndi að átta sig á öllum aðstæðum. Hváð átti hún að gera? Ósjálfrátt greip hún á- vísunina, sem gamla hefðarfrúin hafði lagt fyrir hana. Frú Chenoweth einblíndi á hana sigri hrósandi. Hún fór of- an í tösku sína aftur. „Og hérna, góða mín, er far- seðill til Ameríku". Hún leit á armbandsúr sitt. „Ég tók mér það bessaleyfi að senda þjón- ustustúlku frá mér heim til yð- ar, til þess að pakka niður fyrir yður. Þér hafið rétt aðeins tíma til að sækja farangurinn, áður en þér farið um borð, og leysa út ávísunina í bankanum í leið- inni. Skipið siglir í kvöld og bílstjórinn minn ekur yður, eftir því sem þér þurfið, þangað til. Og hér er ég með vélritað bréf, sem þér skuluð skrifa undir, sem er til sonar míns, og í því segir, að þér hafið orðið að fara í flýti af landi burt og að þér hafið aldrei elskað hann af heilum hug. Gjörið þér svo vel“. Næstum ósjálfrátt skrifaði 34 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.