Heimilisritið - 01.06.1945, Síða 37

Heimilisritið - 01.06.1945, Síða 37
Jane undir bréfið. Hún var skjálfhent og augu hennar fyllt- ust af tárum. Henni féll sárt að gefa yfirlýsingu um, að hún sleppti öllu tilkalli til Jacks, en líklega var það honum fyrir beztu — Jack var ungur . . . ÞEGAR skipið lagði frá hafn- arbakkanum hafði Jane komið farangri sínum um borð og fengið kvittun hjá skipstjóran- um fyrir því, að hún hefði lagt eitt þúsund pund sterlings inn í peningaskáp skipsins. Hún leit út á hafið, þangað sem hún var að fara og kanna nýtt líf. Henni varð hugsað til Jacks og sagði með sjálfri sér: „Hann sagði mömmu sinni að hann elskaði mig“. Hún hét því að hugsa til Jacks öðru hverju með þeirri virðingu, er konur sýna góðum biðlum, sem þær hryggbrjóta. Sama kvöldið sendi frú Che- nowith syni sínum símskeyti, þangað sem hann hafði farið í viðskiptaerindum: FYRIRGEFÐU MÉR STOP ÉG VISSI STRAX AÐ EINKA- RITARI ÞINN JANE MERRI- MAN VAR Á EFTIR ÞÉR PEN- INGANNA VEGNA AÐEINS STOP BORGAÐI HENNI VEL OG SENDI HANA TIL AME- RÍKU STOP TAKTU ÞETTA EKKI NÆRRI ÞÉR ÞVÍ MAMMA VEIT ALLTÁF BET- UR í ÞESSUM EFNUM STOP ÁSTARKVEÐJA. Jack svaraði með þessu skeyti: FYRIRGEFÐU MÉR STOP NÝGIFTUR NÝJA EINKARIT- ARANUM MÍNUM STOP JANE MERRIMAN ER HÆTT AÐ VINNA HJÁ MÉR FYRIR TÍU DÖGUM OG RÉÐI SIG ANN- AÐ STOP MAMMA VEITEKKI ALLTAF BETUR STOP ÞÚ BORGAÐIR EKKI RÉTTUM EINKARITARA STOP ÁSTAR- KVEÐJA — JACK. ENDIR ORÐSPEKI Boðorðin, sem ég hef sett mér í lífinu, eru blátt áfram þessi: dragðu ekki af þér við vinnu þína, takmarkaðu skemmtanir þínar, láttu þig jafnlitlu varða hinar góðu og slæmu skoðanir annarra, komdu aldrei illa fram við vin þinn, reiðstu aldrei ut af neinu, lifðu hvert andartak eins algerlega og unt er, og vertu alltaf ánægður með lífið en aldrei með þig sjálfan. George Jean Nathan Enginn flokkur er eins slæmur og forystumenn hans. Will Rogers. Sá þyngsti kross sem lagður er á karlmanninn er að geta ekki gortað af því við konuna sína, hvað konur reyndu að daðra við hann. Helen Rov.land HEIMILISRITIÐ 35

x

Heimilisritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.