Heimilisritið - 01.06.1945, Side 40

Heimilisritið - 01.06.1945, Side 40
sem ég fékk fyrir mörgum árum að hinn þýzki skilningur á „heiðri“, sem Þjóðverjar stag- ast endalaust á, er vitleysa. Berlín, 26. jan. 1940. Sitt af hverju: Mér var sagt í dag, að nú hafi alls selzt 5.950,000 eintök af bibl- íu Hitlers, „Barátta mín“ og er talin þar með vasaútgáfan, sem ætluð er hermönnum á vígstöðv- unum. — Tröllaukin sala. Stórkostlegustu þjóðflutning- um, sem hafa átt sér stað síðan eftir heimsstyrjöldina, þegar Tyrkland og Grikkland skiptust á íbúum, er nú senn lokið í Pól- landi. Um það bil 135,000 Þjóð- verja, sem bjuggu í þeim hluta Póllands, er Rússar fengu, og um 100,000 Þjóðverja frá balt- isku ríkjunum, eru nú settir nið- ur víðsvegar í þeim hluta Pól- lands, sem hefur verið innlim- aður í Þýzkaland. Jafnmargir Pólverjar hafa verið reknir frá heimilum sínum til þess að rýma fyrir þeim, og fluttir til hins hernumda hluta Póllands.--------- Dr. Frank, landstjóri Þjóð- verja í Póllandi, hefur tilkynnt, að Pólverjum, sem draga varn- ing sinn undan sölu eða neita að selja hann, þótt þeim sé boð- ið sanngjarnt verð, skuli hegna með lífláti. Þetta gerir Þjóðverj- um unnt að rýja Pólverja inn að skinni. Ef Pólverji þverskallast, fýkur höfuðið. Átta Pólverjar, þar á meðal þrjár konur, hafa verið dæmdar til dauða í Pósen, fyrir að hafa misþyrmt þýzkum flugmönnum að yfirlögðu ráði, — sennilega fallhlífamönnum. Jafnvel Þjóðverjar viðurkenna, að enginn flugmannanna hafi verið drepinn. Orðastríð. — Tilkynningar frá vígstöðvunum fjalla eingöngu um það, hvernig þýzkar vélbyss- u.r kljást við frönsk gjallarhorn! Svo virðist sem á Rínarvígstöðv- unum hafi Frakkar útvarpað einhverju af plötum, sem Þjóð- verjar segja að sé móðgun við foringjann. „Frakkar bjuggust ekki við“, segir D. N. B. af hinu gersamlega skilningsleysi á kímni, sem ger- ir Þjóðverja svo broslega, „að þýzkar hersveitir myndu á auga- bragði hefna hverrar áreitni við foringjann“. Þess vegna hófu Þjóðverjar skothríð á frönsku gjallarhornin við Allenheim og Breisach. Starfsmenn við herinn segja mér, að sannast að segja hafi Frakkar aðeins útvarpað af plötum gömlum ræðum Hitlers, þar sem hann afneitar komm- únismanum og Sovétríkjunum. í járnbrautarlest 4. febr. 1940. Hripa hér niður þrjár sögur, sem ég hef heyrt: 38 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.