Heimilisritið - 01.06.1945, Page 51
Denise Robens
Smdsaga
Heðalið
HÚSIÐ stendur á Cavendish-
torgi. Húsbóndinn var ekki
heima. En frúin var í faðmlög-
um við friðil sinn.
Skyndilega heyrði hún lykla-
glamur. Útidyrnar voru opnað-
ar. Frúin losaði sig úr örmum
ástvinarins og hlustaði. Svo
sagði hún áköf og æst:
„Maðurinn minn er að koma“.
„Það er ómögulegt“, svaraði
Maurice Trevoi. Hann var
klæddur veizlubúningi og frú-
in einnig.
„Jú, það er hann“, sagði frú
Olive Wermington. Hún var
orðin mjög óttaslegin.
„En þú sagðir að hann yrði að
heiman í nótt“.
„Já, hann sagðist ætla að
skreppa til Hollands í verzlunar-
erindum“.
„01ive“, sagði Maurice. „Þú
veizt að ég elska þig, Nú lítur
út fyrir að leyndarmál okkar
verði opinbert. Skildu við mann-
inn þinn. Ég vil giftast þér“.
Hún svaraði: „Vitleysa. Við
erum peningalaus og ég þoli
ekki fátækt. Nei, en við verðum
að losna úr þessari klípu. Eg
hef ekki heitist þér. Þú getur
ekki ásakað mig“.
Þau horfðust í augu. Olive var
reið og hrædd. Hún var skynug
kona. Hún hafði verið gift G.
Wermington í sex ár og hún
þekkti siðvenjur hans. Hún vissi
hvað hann myndi gera, þegar
hann kæmi inn í húsið. Hann
myndi fyrst fara inn í borðstof-
una og fá sér whisky og sóda
og tala við hana í gegnum dyrn-
ar á meðan. Hann kæmi ekki
inn jt svefnherbergið fyrstu 5
mínúturnar.
Náðartíminn var ekki langur.
Maurice gat ekki farið út úr her-
berginu án þess að valda grun.
Hann varð að vera kyrr hjá
henni. Það var þýðingarlaust að
reyna að fela friðilinn, sízt þar
sem þau voru stödd í svefnher-
berginu.
Frúin lagðist upp í rúmið og
dró sængina upp að höku. Hún
fleygði vasaklút til Maurice og
skipaði honum að væta hann og
HEIMILISRITIÐ
49