Heimilisritið - 01.06.1945, Side 52
fá sér. „Flýttu þér“, mælti hún.
„Þér er óhætt að vera kyrr hjá
mér. Maðurinn minn hefur
aldrei séð þig, þekkir þig þess
vegna ekki. Við segjum að þú
sért Lane læknir og að ég hafi
skyndilega orðið veik — lækn-
irinn minn hafi ekki verið við,
en náðzt hafi í þig. Manninn
minn mun ekki gruna, að neitt
óhreint sé við þetta. Ef þú elsk-
ar mig, verður þú að leika hlut-
verkið án þess þér fatist. Nú
kemur hann. Vertu tilbúinn.
Maurice kinnkaði kolli. Þar
sem hún kaus að fá að komast
hjá skilnaði, var hann nauð-
beygður til þess að fara að vilja
hennar.
Hr. Wermington kom inn í
svefnherbergið og horfði undr-
andi á þau. Olive stundi sem
veik væri. Hún mælti: „Elskan
mín! ertu kominn? En hvað það
gleður mig. Eg varð svo veik.
Þessi maður er læknir og heitir
Lane“.
Wermington sneri sér að
unga manninum og spurði með
hluttekningu: „Hvað gengur að
henni? Vonandi er það ekki al-
varlegt“.
Maurice svitnaði. En hvorugt
þeirra tók eftir því. Hann sagði:
„Nei, frúnni varð skyndilega
illt. En hún er hressari núna.
Hún verður að hafa næði“.
Maurice þorði ekki að líta á
50
frúna. Wermington var ekki
hræddur um konu sína, eða af-
brýðisamur. Hann elskaði Olive.
Kænskubragð hennar hafði
heppnazt.
Wermington og Maurice töl-
uðu um heilbrigðismál litla
stund. Þegar Maurice var að
fara, spurði Wermington, hvort
kona hans hefði fengið nokkurt
meðal. Maurice leitaði 1 frakka-
vasa sínum og tók upp glas með
aspirintöflum. Hann fék oft höf-
uðverk og bar því jafnan aspir-
ín á sér. Hann rétti Wermington
glasið og mælti: „Gefið frúnni
tvær töflur og vatn á eftir. Ég
lít hér inn á morgun“.
Að svo mæltu kvaddi hann og
hélt heimleiðis. „Bölvað klúð-
ur“, sagði hann við sjálfan sig.
„Þar skall hurð nærri hælum.
En hyggin er Olive. Þetta tók á
taugarnar“.
Hann var hálftíma heim. Það
var komið fram í október og far-
ið að kólna í veðri. Klukkan var
eitt er hann kom inn í íbúð sína.
Það var ljós í skrifstofu hans.
Frændi hans, Arnold Bloom-
field, dvaldi hjá honum um
tíma. Hann er prófessor í efna-
fræði og var nýlega kominn úr
ferð til Austurlanda. Hann var
oft á fótum fram á nætur við
lestur og tilraunir.
Prófessorinn kom á móti Maur-
ice fram í anddyrið, alláhyggju-
HEIMILISRITIÐ
/