Heimilisritið - 01.06.1945, Page 55

Heimilisritið - 01.06.1945, Page 55
Martin lagði þegar af stað og vonaði að nú hefði hamingjan loks snúist honum í hag. Hann fór með járnbrautarlest til Mid- church, en þaðan með straetis- vagni til Hilton Tower, og var þá kominn tvær mílur út fyrir sjálfa borgina. Á leiðinni varð honum hugs- að til Önnu. Hann hafði verið kominn á fremsta hlunn með að segja henni fréttirnar, áður en hann lagði af stað um morg- uninn, en hætt við það. Nú' von- aðist hann til að fá vinnuna og mega hafa Önnu hjá sér. Hann gekk í gegnum garðs- hliðið eftir löngum rykugum gangstíg í steikjandi sólskini. Húsið blasti við honum. Það var stórt með ótal gluggum. — Honum fannst það eitthvað svo kynlegt, þögult, líflaust. Hann veitti því athygli að tjöld voru dregin fyrir glugga. Hann hringdi dyrabjöllunni. Góða stund var steinhljóð, en svo opnaði þjónn hinar þungu, marrandi eikardyr. „William Clayton bað mig um að tala við síg“, sagði Martin hressilega. En þjónninn stóð kyrr í gætt- inni, þungur á brún. „Því miður — ég er hræddur um að þér getið ekki fengið að tala við Clayton. — Ég . . .“ Martin dró upp bréfið, en maðurinn bandaði frá sér hend- inni. „Alveg sama. Ég er hrædd- ur um að Clayton veiti yður ekki viðtal — hann dó í morg- un“. Martin varð agndofa. Dáinn! Allar vonir hans um atvinnu hrundu til grunna. „Er enginn annar, sem ég get talað við?“ spurði hann. Maðurinn hristi höfuðið. „Nei“, svaraði hann. „Clay- ton var piparsveinn. Ég veit ekki til að hann eigi nokkra ættingja, nema frænku 1 Cana- da. Ég og annar þjónn erum þeir einu, sem eru 1 húsinu“. Martin gekk á burtu, niður- beygður. Hann var alveg bjarg- arlaus. Honum fannst sem fram- tíðin væri gersamlega vonlaus. Hann hafði eytt því nær sínum síðasta eyri í fargjaldið. Þegar hann gekk um garðhlið- ið út á götuna, kallaði gamall maður til hans, sem hallaði sér upp að girðingunni. „Varst þú maðurinn, sem Cla- yton ætlaði að ráða til sín?“ „Já, sá er maðurinn“, svaraðí Martin. „Það hefur verið hastarlegt að komast að raun um að hann væri látinn“. Martin kinnkaði kolli og von- aði að strætisvagninn færi að koma, þótt jhann væri í vafa 53

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.