Heimilisritið - 01.06.1945, Qupperneq 56
um, hvort hann ætti nóga pen-
inga fyrir farmiða til London.
Skyndilega datt honum í hug,
hvort ekki myndi vera hægt að
fá atvinnu hér í nágrenninu.
„Skyldi vera nokkur mögu-
leiki á að fá eitthvað að gera
hér í grend?“ spurði hann.
„Ég veit ekki“, sagði sá
gamli, hugsandi í bragði. „Varla
vinna, sem þú myndir kæra þig
um“.
„Hvaða vinna er það?“ spurði
Martin forvitnislega.
Sá gamli benti á lága hæð,
sem sást út við sjóndeildar-
hringinn.
„Þeir eru að byggja flóðgarð
þarna í Outram“, sagði hann.
„Það gengur erfiðlega að fá
menn í þá vinnu“.
„Getið þér vísað mér til veg-
ar þangað?“ spurði Martin. í
sama bili ók strætisvagninn
framhjá.
Gamli maðurinn upplýsti
hann um, hvernig hann kæm-
ist styztu leið á vinnustöðvarn-
ar. Innan klukkustundar var
Martin kominn upp á hæðina og
sá fyrir sér hvar verið var að
byggja flóðgarðinn.
Þetta var mjög eyðilegur
staður. Martin kom hvergi auga
á nokkurn bóndabæ í grend-
inni. En skammt frá öðrum
enda flóðgarðsins voru nokkur
þráðabirgðaskýli.
Hann gekk niður brekkuna
og spurði verkamann, sem hann
mætti, hvar verkstjórinn myndi
vera.
„Hann stendur þarna uppi á
garðinum“, svaraði maðurinn.
Martin gekk upp á hina traust-
legu, steinsteyptu fyrirhleðslu,
sem verið var að byggja þvert
yfir fremur lítinn dal, og átti
að beizla ána.
Verkstjórinn var dimmradd-
aður, herðabreiður maður, veð-
urbarinn í andliti og brúnaþung-
ur.
„Hvað er yður á höndum?“
spurði hann Martin.
„Mig vantar vinnu“, svaraði
Martin.
Verkstjórinn hristi höfuðið.
„Ég sé sjálfur um alla reikn-
ingsfærslu“.
„Get ég ekki fengið vinnu við
fyrirhleðsluna?“ spurði Mart-
in. —
Maðurinn virti hann vandlega
fyrir sér. Hann þurfti á verka-
mönnum að halda — þeir voru
fáir, sem fengust til að vinna
þetta áhættusama starf, fjarri
mannabústöðum. Ef þessi ungi
maður vildi stunda erfiðisvinnu,
þá vildi hann ekki neita hon-
um um það, því alltaf var hægt
að segja honum upp, væri hann
ekki starfinu vaxinn.
„Jæja, það er flet í braggan-
um, sem er lengst héðan“, sagði
54
HEIMILISRITIÐ