Heimilisritið - 01.06.1945, Qupperneq 56

Heimilisritið - 01.06.1945, Qupperneq 56
um, hvort hann ætti nóga pen- inga fyrir farmiða til London. Skyndilega datt honum í hug, hvort ekki myndi vera hægt að fá atvinnu hér í nágrenninu. „Skyldi vera nokkur mögu- leiki á að fá eitthvað að gera hér í grend?“ spurði hann. „Ég veit ekki“, sagði sá gamli, hugsandi í bragði. „Varla vinna, sem þú myndir kæra þig um“. „Hvaða vinna er það?“ spurði Martin forvitnislega. Sá gamli benti á lága hæð, sem sást út við sjóndeildar- hringinn. „Þeir eru að byggja flóðgarð þarna í Outram“, sagði hann. „Það gengur erfiðlega að fá menn í þá vinnu“. „Getið þér vísað mér til veg- ar þangað?“ spurði Martin. í sama bili ók strætisvagninn framhjá. Gamli maðurinn upplýsti hann um, hvernig hann kæm- ist styztu leið á vinnustöðvarn- ar. Innan klukkustundar var Martin kominn upp á hæðina og sá fyrir sér hvar verið var að byggja flóðgarðinn. Þetta var mjög eyðilegur staður. Martin kom hvergi auga á nokkurn bóndabæ í grend- inni. En skammt frá öðrum enda flóðgarðsins voru nokkur þráðabirgðaskýli. Hann gekk niður brekkuna og spurði verkamann, sem hann mætti, hvar verkstjórinn myndi vera. „Hann stendur þarna uppi á garðinum“, svaraði maðurinn. Martin gekk upp á hina traust- legu, steinsteyptu fyrirhleðslu, sem verið var að byggja þvert yfir fremur lítinn dal, og átti að beizla ána. Verkstjórinn var dimmradd- aður, herðabreiður maður, veð- urbarinn í andliti og brúnaþung- ur. „Hvað er yður á höndum?“ spurði hann Martin. „Mig vantar vinnu“, svaraði Martin. Verkstjórinn hristi höfuðið. „Ég sé sjálfur um alla reikn- ingsfærslu“. „Get ég ekki fengið vinnu við fyrirhleðsluna?“ spurði Mart- in. — Maðurinn virti hann vandlega fyrir sér. Hann þurfti á verka- mönnum að halda — þeir voru fáir, sem fengust til að vinna þetta áhættusama starf, fjarri mannabústöðum. Ef þessi ungi maður vildi stunda erfiðisvinnu, þá vildi hann ekki neita hon- um um það, því alltaf var hægt að segja honum upp, væri hann ekki starfinu vaxinn. „Jæja, það er flet í braggan- um, sem er lengst héðan“, sagði 54 HEIMILISRITIÐ
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Heimilisritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.