Heimilisritið - 01.04.1946, Page 4

Heimilisritið - 01.04.1946, Page 4
Guy de Maupassant: Tveir VINIR HIN UMSETNA Parísarborg þjáðist af ógnum hungursins. Fáir spörvar sáust nú orðið á húsþökunum, og rottumar voru jafnvel óðum að hverfa úr skolp- ræsunum. Fólkið var reiðubúið að leggja allt sér til munns. Monsieur Morissot, úrsmiður, sem hafði misst atvinnu sína, reikaði í hægðum sínum um trjágöngin á björtum janúar- morgni, með hendur í vösum og tóman maga, þegar hann stóð skyndilega augliti til auglitis við gamlan vin. Það var veiðifélagi hans, Monsieur Sauvage. Áður en stríðið brauzt úr, fór Morissot oft að heiman snemma á sunnudagsmorgnum með bambusstöng í hendi og blikk- kassa á bakinu stytztu og beztu leið til íle Marante. Ekki var hann fyrr kominn i þetta draumaland sitt en hann byrj- aði aðveiða. Og hann hélt áfram veiðinni fram á nótt. 2 Franski rithöfundurinm Guy de Maupassant er einhver frægasti smá- sagnarithöfundurinn, sem uppi hefur* verið. Hann fæddist árið 1850 og dó aðeins 43 ára gamall, eft- ir að hafa ritað yfir 300 sögur. Þær liafa fleiri eða færri verið þýdd- ar á öll menningarmál. Margar af sögum lians hafa komið út á íslenzku og notið mikilla vinsælda. Hérna hitti hann á hverjum sunnudegi feitan, lítinn og glað- an náunga, Monsieur Sauvage, smákaupmann, sem var líka forfallinn veiðimaður. Ósjaldan höfðu þeir setið hálfan daginn hlið við hlið með stengumar í höndunum, sveiflandi fótunum yfir vatninu. Þessir tveir menn höfðu tengzt órjúfanlegum vin- áttuböndum. Suma dagana skiptust þeir ekki á einu orði. Aðra daga mös- uðu þeir. Þeir skildu hvom ann- an fullkomlega án þess að segja orð, af því að þeir höfðu gaman af því sama og vom eins skapi farnir. — Nú, þegar þeir báru kennzl hvor á annan, tókust þeir í hendur, hrærðir af að hittast aftur undir svo ólíkum kring- umstæðum. Monsieur Sauvage stundi, um leið og hann muldr- aði: „Hvílíkir skelfingartímar!“ Morissot hristi höfuðið og and- HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.