Heimilisritið - 01.04.1946, Page 5
varpaði mæðulega: „Og hvílíkt
veðurfar! Þetta er fyrsti góð-
viðrisdagurinn, sem komið hef-
ur lengi“.
Himinninn var enn blár.
Þeir gengu af stað hlið við
hlið 1 þungum þönkum. „Manstu
hvernig það var í gamla daga?“
sagði Morissot. „Við áttum góða
daga í þann tíð!“
„Hvenær eigum við aftur að
fara á veiðar saman?“ spurði
Monsieur Sauvage.
Þeir fóru inn í lítið kaffihús
og drukku absint saman, og
héldu síðan áfram göngunni.
Skyndileganam Morissotstað-
ar. „Hvað segirðu um að við fá-
um okkur annan absint?“
„Alveg eins og þú vilt“, sagði
Monsieur Sauvage. Og þeir fóru
ixm í annað kaffihús.
Þeir reikuðu dálítið í spori,
þegar þeir komu út aftur, því
iað þeir höfðu drukkið á fastandi
maga. Það var stillt veður, og
hægur andvarinn lék svalandi
um kinnar þeirra.
Það tók að renna af Monsieur
Sauvage í kulinu. Hann nam
allt í einu staðar og sagði: „En
ef við færum nú þangað?“
„Færum hvert?“
„Á veiðar auðvitað“.
„En hvert eigum við eiginlega
að fara á veiðar“.
„Til gömlu eyjunnar okkar,
auðvitað. Frönsku útverðirnir
HEIMILISRITIÐ
eru í grennd við Colombes, Du-
moulin ofursti er vinur minn, og
það verða engin vandræði með
að fá lykilorðið11.
Morissot skalf af eftirvænt-
ingu.
„Rétt segir þú. Við skulum
koma“. Þeir fóru hvor heim til
sín eftir veiðarfærunum.
Klukkustund síðar gengu þeir
hlið við hlið eftir veginum. Brátt
komu þeir að landsetrinu, þar
sem ofurstinn hafði höfuðstöðv-
ar sínar. Hann varð brosandi við
ósk þeirra. Og er þeir höfðu
fengið lykilorðið, héldu þeir á-
fram för sinni.
Eftir skamma stund voru þeir
komnir fram hjá útvörðunum,
fóru gegn um rústir Colombes
og sneiddu fram hjá víngörðun-
um, sem lágu niður að Signu.
Það var um klukkan ellefu.
Hinum megin lá Argenteuil-
þorpið í eyði. Hæðirnar í Orge-
mont og Sanois gáfu landslag-
inu svip sinn. Hin mikla flatn-
eskja breiddi úr auðn sinni alla
leið til Nanterre. Það var auðn
og tóm — grár, nakinn jarðveg-
ur og vetrarleg cherry-tré.
Monsieur Sauvage benti upp
til hæðanna og hvíslaði: „Þama
uppi eru Prússamir!" Vinirnir
tveir urðu slegnir óhug, þegar
þeir litu auðn sveitarinnar.
Prússarnir! Þeir höfðu ekki
séð þá enn, en þeir höfðu um
3