Heimilisritið - 01.04.1946, Síða 7
reykjarstrókur.
Eftir skamma stund leið 'ann-
ar reykjarstrókur eftir hinum
fyrri, og bátt heyðist ógurlegur
dynkur.
Síðan komu fleiri dynkir, og
vádunur þessar bergmáluðu í
fjöllunum án afláts, og hvítir
reykjarstrókar liðu hver á eftir
öðrum upp í friðsælan himin-
inn og hnöppuðust saman í ský-
flóka yfir klettabeltunum.
Monsieur Sauvage yppti öxl-
um.
„Þeir eru byrjaðir aftur“,
sagði hann.
Morissot, sem hafði ekki aug-
un af flotholtinu, þar sem það
hoppaði upp og niður, varð
skyndilega gripinn reiði hins
friðsama manns gegn vitfirring-
unum, sem börðust á þennan
hátt, og sagði gremjulega: „Hví-
líkir bjánar, að drepa hverja
aðra, eins og þeir gera!“
„Þeir eru verri en villidýr“,
■anzaði Monsieur Sauvage.
Og Morissot, sem rétt í þessu
dró upp rænan fisk, sagði: „Og
hugsaðu til þess, að þannig verð-
ur þetta, svo lengi sem til verða
ríkistjómir“.
„Lýðveldið myndi ekki hafa
lýst yfir stríði“, greip Monsieur
Sauvage fram í. Þessu svaraði
Morissot í stuttu máli þannig:
„Með kóngum fáum við milli-
landastríð. Með lýðveldi fáum
við borgarastyrjöld". Og vinim-
ir tveir hófu friðsamlegar við-
ræður um stjómmál að hætti
alþýðumanna. Þeir voru sam-
mála um eitt atriði. Menn
myndu ajdrei verða frjálsir. Og
Mont-Valerien hélt áfram að
þmma, og frönsk hús hrundu
undan fallbyssukúlunum, og
mannabúkar urðu að dufti, og
margir draumar voru til einsk-
is, margar vonir til einskis,mörg
tilvonandi hamingja seld eyði-
leggingunni. Og yfir hjörtu eig-
inkvenna, hjörtu dætra, hjörtu
mæðra dundu hvarvetna tak-
markalausar þjáningar og ó-
segjanleg sorg.
„Þannig er lífið“, sagði Mon-
sieur Sauvage.
„Nei, þannig er dauðinn“.
svaraði Morissot hálfspaugandi.
En allt í einu fór titringur um
þá af skelfingu, er þeir heyrðu
fótatak fyrir aftan sig. Þeir
litu við og sáu fjóra hávaxna
menn standa þarna rétt hjá,
skeggjaða, með vopn 1 höndum,
klædda eins og þjóna, og höfðu
flöt húfupottlok á höfðum. Þeir
miðuðu rifflum sínum á vinina.
Veiðistengumarféllu úr hönd-
um þejrra og flutu niður ána.
í sömu andrá voru þeir gVipn-
ir, bundnir, varpað ofan í bát og
róið með þá yfir til Ile Marante.
Og bak við húsið, sem þeir
höfðu haldið mannlaust, vom
HEIMILISRITIB
5