Heimilisritið - 01.04.1946, Qupperneq 9
Sauvage afsíðis og fór hins sama
á leit við hann.
Monsieur Sauvage var þögull.
Á ný stóðu vinirnir hlið við
hlið.
Liðsforinginn gaf skipun. Her-
mennimir lyftu byssunum.
Þá leit Morrissot, eins og af
hendingu, á fullan fiskpokann,
sem lá í grasinu fáein skref frá
þeim.
Iðandi fiskahrúgan glitraði
eins og silfur, þegar sólargeisl-
inn féll á hana. Lífið skein dauf-
lega við Morissot. Gegn vilja
hans fylltust augu hans tárum.
„Vertu sæll, Monsieur Sau-
vage“, stamaði hann.
„Vertu sæll, Monsieur Mor-
issot“, tautaði Sauvage.
Þeir tókust í hendur, án þess
að geta fyrirbyggt hræðslutitr-
inginn, sem læsti sig um þá frá
hvirfli til ilja.
Liðsforinginn hrópaði: „Skjót-
ið!“
Tólf skot kváðu við í einu.
Monsieur Sauvage féll fram
yfir sig,eins og trédrumbur. Mbr-
issot, sem yar hærri, snerist í
boga og yalt yfir vin sinn,
méð andlitið uppíloft, en blóð
vætlaði gegn um rifu á frakka
hans, um brjóstið. Þjóðverjinn
gaf enn fyrirskipanir. Menn
hans tvístruðust, komu síðan
aftur með reipi og þunga steina,
sem þeir bundu við fætuma á
hinum tveim dauðu vinum. Því
næst bám þeir þá niður á ár-
bakkann.
Mont-Valerien hélt áfram að
þruma inni í reykjarkafinu.
Tveir hermenn tóku um hend-
ur og fætur Morissot. Tveir aðr-
ir tóku Sauvage á sama hátt.
Skrokkamir sveifluðust í sterk-
um örmum, sem vörpuðu þeim
frá sér laf afli miklu, svo að þeir
féllu í boga og stungust síðan
á endann niður í ána.
Vatnið skvettist hátt upp,
. myndaði hringiðu, skaut upp
loftbólum, kyrrðist. Dálitlar öld-
ur bárust að sröndinni.
Dálítið flaut af blóði niður
ána.
Liðsforingnin sneri aftur til
hússins og sagði rólega: „Ætli
fiskarnir þiggi þá ekki!“
Skyndilega kom hann auga á
pokann, sem já fullur af fiski
í grasinu. Hann tók hann upp,
brosti og kallaði: „Vilhjálmur!“
Hermaður með hvíta svuntu
kom hlaupandi. Og Prússinn
skipaði, um le.ið og hann fleygðí
til hans veiði hinna tveggja
dauðu manna: „Sjáðu um, að
þessir fiskar verði steiktir fyrir
mig undir eins, meðan þeir eru
enn lifandi. Ég hygg þeir munu
bragðast vel“.
Því næst kveikti hann í pípu
sinni.
ENDIR
HEIMILISRITIÐ
7