Heimilisritið - 01.04.1946, Side 18

Heimilisritið - 01.04.1946, Side 18
verið svo góðir kunningjar, er það ekki?“ Það hellist svolítil súpa úr skeið- inni hennar — annað var það ekki. Hún sagði, án þess að nokkur svip- breyting sæist á henni: „Nei, til hamingju, Donald! Mér þykir þú segja fréttirnar!“ Hún varð hissa á því að heyra sig segja þetta; það var furðulegt að tunga, er var svo þurr og brenn- heit sem hennar, skyldi geta myndað orð og hljóð eins og ekk- ert hefði í skorist. Hún hugsaði með sér: Ég má ekki láta á neinu bera.... ég verð að muna, að Donald er hérna, og að hann má aldrei komast að því.... aldrei að eilífu.... Hún heyrði að hann var aftur farinn að segja eitthvað, og með ógurlegri viljaáreynslu neyddi hún sig til að hlusta, einsetti sér að verjast þeim óhugnanlega myrk- urhjúpi, sem að henni sótti. Hún greip um borðfótinn með annarri hendinni, til þess að geta haldið sér í eitthvað fast og áþreifanlegt. Iíún heyrði að hann sagði: „Auðvitað breytir það engu okkar á milli — ég vona að þú komir engu síður með mér í heim- sókn á sveitasetrið mitt, eins og við vorum búin að tala um. Amber kemur líka og Tony Farrar og kon- an hans og einn af kunningjum mínum, sem heitir Hennesey. „Amber — er það kærastan N þín?“ spurði hún rólega. „Já“, sagði hann. „Hún heitir Amber. Ég vona, Hilary, að þér falli vel við hana. Þú verður að koma oft og heimsækja okkur, eft- ir að við erum gift. Lofaðu mér því“. Nei, hugsaði Hilary þjáð af hug- arkvölum, það get ég ekki.... það yrði mér um megn.... Svo gat hún allt í einu farið að hugsa skýrt aftur. Hún ætlaði að fara með þeim heim til Donalds, hún ætlaði að þvinga sig til þess. Það gæti litið grunsamlega út, ef hún neitaði, einkum þar sem svo virt- ist sem Hennesey væri boðinn með í förina hennar vegna, hugsaði hún með sér beisk í huga. En svo skyldi hún hætta að umgangast Donald, smátt og smátt, en þó svo fljótt, að hún gæti komist hjá því að fara í brúðkaupið. Hún skildi ekki í því eftir á, hvernig henni hcfði tekist að láta eins og ekkert væri þarna við borð- ið hjá honum. Það bjargaði miklu, að þau töluðu í sífellu saman — um það, með hvaða lest þau ættu að fara, hvernig ætti að sækja hana á stöðina, og að hún yrði að muna eftir að taka með sér göngu- skó, því það gat verið forugt í Devonshire. .. ---------Hilary hafði naumast látið niður í töskuna, þegar hún gerði sér það ljóst, að það var vitleysa af henni að fara þetta. Það HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.