Heimilisritið - 01.04.1946, Page 29

Heimilisritið - 01.04.1946, Page 29
finn að ég þoli illa að skrifa ennþá. Náðu í penna og pappír“. Hún gekk hlýðin að skrifborð- inu og vonaði, að svipur hennar !kæmi ekki upp um kvíða hennar. Hún gat átt von á að hann héldi henni tíraunum saman í návist sinni. Og á hverri minútu mátti hún búast við því, að hann myndi eftir bréfinu og færi að kryfja hana sagna. Henni fannst eins og að í vasa hennar væri lítil og stór- hættuleg sprengja. Og svo bættist ofan á allt annað aðrar knýjandi áhyggjur, sem hún varð að víkja til hliðar. „. .. . Þú verður að koma“, hafði Rob sagt. „Ég elska þig“. Hún varð að reyna að finna ein- hvern felustað í herberginu, þar sem hún gat falið bréfið til bráða- birgða, þangað til hún gæti eyðilagt það. Ivan og Beatrice voru að tala saman. Hún leit í kringum sig. Hvar átti hún að fela bréfið? Hún gekk að gluggadyrunum. Ivan horfði á Beatrice. Beatrice var að lesa upphátt. Marcia sneri baki að þeim.;’ Beggja megin við gluggadyrnar var veggskot, og þar voru smáborð með tímaritum og blöðum, pappír, bleki og fleiru, sem safnast saman í bókastofu. Hún stakk bréfinu í flýti undir dúkinn á borðinu, sem var öðrum megin við gluggadyrnar. Hvorki Ivan né Beatrice litu við. Henni létti stórlega. Þá var þessu lokið. Allan síðari hluta dags varð hún að sitja við og skrifa fyrir Ivan. Beatrice kom með prjónana sína og sat á stól skammt frá þeim. Rétt áður en bönkunum var lokað sendi Ivan liana þó í bílnum með Ancill niður í banka og þegar hún kom aftur voru þau Beatrice og hann að tala saman í lágum hljóð- um yfir einhverjum skjölum, sem virtust verá afar þýðingarmikil. Þegar klukkan var orðin hálf- sjö rétti Beatrice Ivan kvöldblað, sem AnciII hafði keypt handa hon- um og reis á fætur. „Ég ætla að fara að skipta um föt“, sagði hún í dyrunum og leit til Marciu. „Ég ætla að nota silf- urlitu skykkjuna þína, Marcia. Það er orðið of hlýtt í veðri til þess að vera í loðskinnsflíkum, og ég er ekki farin að taka sumar- fötin mín til. Þú getur notað eitthvað annað“. •„Farðu ekki strax, Marcia“, sagði Ivan skyndilega, án þess að líta upp frá dagblaðinu. „Ég þarf að tala við þig. Það tekur ekki langan tima“. Beatrice leit skuggalegum aug- um til Marciu um leið og hún lokaði dyrunum. Marciu varð ó- rótt. Hvað átti nú að ské? Var refsing í vændum fyrir það sem gerðist átjánda marz, morguninn, fyrir mánuði síðan? Eða ætlaði hann HEIMILISRITIÐ 27

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.